Konur sem missa hárið

Konur sem missa hárið

júlí 2021 2 greinar
Konur segja frá reynslu sinni af því að missa hárið. Þær finna fyrir því að öðruvísi er komið fram við þær eftir hármissinn, en jafnvel þannig að það hjálpi þeim. Viðbrögð þeirra hafa verið að byggja sig upp eftir niðurrifið.
Skoða nánar
Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

nóvember 2019 123 greinar
Ný gögn um starfsemi Samherja í Namibíu sýna hvernig fyrirtækið kemst yfir fiskveiðikvóta með mútugreiðslum til spilltra stjórnmála- og embættismanna og flytur hagnaðinn í skattaskjól. Vegna gruns um peningaþvætti hafa erlendir bankar stöðvað millifærslur Samherja.
Skoða nánar
Spítalinn er sjúklingurinn

Spítalinn er sjúklingurinn

júní 2021 10 greinar
„Fólk er í heljarþröm að komast í gegnum daginn,“ segir Eysteinn Orri Gunnarsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Sérfræðilæknar á bráðamóttöku segja spítalann „vísvitandi setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“. „Ábyrgðin er allra,“ segir framkvæmdastjóri á spítalanum.
Skoða nánar
Hvað gerðist á Landakoti?

Hvað gerðist á Landakoti?

nóvember 2020 17 greinar
Höfuðmarkmiðið í Covid-19 faraldrinum, að vernda elstu og viðkvæmustu hópana, mistókst þegar hópsmit dreifðist innan og milli öldrunarstofnana vegna skorts á úrræðum í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu áður,“ segir hjúkrunarfræðingur á stofnun sem fékk inn smit frá Landakoti. „Þetta var tímasprengja,“ segir dóttir konu sem smitaðist.
Skoða nánar
Framtíðin sem þau vilja

Framtíðin sem þau vilja

maí 2021 6 greinar
Stundin ræddi við leiðtoga atvinnulífsins og stéttarfélaganna og lagði fyrir þá spurningar um hvernig samfélag þeir vildu sjá og berjast fyrir eftir að landinu tekst að komast í gegnum Covid-19 faraldurinn.
Skoða nánar
Kynlífsvinna á Íslandi

Kynlífsvinna á Íslandi

apríl 2021 9 greinar
Í úttekt Stundarinnar á kynlífsvinnu á Íslandi er rætt við fræðimenn, lögreglu og fólk sem hefur unnið í samfélagskimanum sem þögn hefur ríkt um.
Skoða nánar
Peningaþvætti á Íslandi

Peningaþvætti á Íslandi

apríl 2021 3 greinar
„Það er eins og skatturinn sé ekkert að pæla í þessu,“ segir viðmælandi Stundarinnar, sem hefur stundað peningaþvætti. Áhætta vegna peningaþvættis er helst tengd lögmönnum, endurskoðendum, fasteignasölum og bílasölum. Sárafáar ábendingar berast um grun um peningaþvætti frá þessum stéttum, þrátt fyrir tilkynningaskyldu.
Skoða nánar

Heimavígi Samherja

febrúar 2021 11 greinar
92 prósent Íslendinga trúa því að Samherji hafi greitt mútur í Namibíu. Marktækur munur er á viðhorfum fólks til Samherja í Eyjafirði, þar sem ríflega 500 manns vinna hjá Samherja, og annars staðar á landinu. Samherji hefur gefið 685 milljónir til góðra málefna í Eyjafirði og gefið með sér af hagnaði sem varð meðal annars til við fiskveiðar í Afríku.
Skoða nánar

Hamfarahlýnun

mars 2015 24 greinar
Stundin greinir afleiðingar loftlagsvandans, aðgerðir stjórnvalda og ræðir við fólk sem breytir lífsstíl sínum til þess að draga úr skaða.
Skoða nánar
Fátæk börn

Fátæk börn

apríl 2020 5 greinar
Börn bera aldrei ábyrgð á eigin lífskjörum. Engu að síður eru þau sá þjóðfélagshópur sem líður einna mest fyrir fátækt foreldra sinna. Um 10% íslenskra barna búa á heimilum þar sem tekjur eru undir lágtekjumörkum. Þrjú þessara barna segja hér sögu sína.
Skoða nánar
Lífið eftir pólitík

Lífið eftir pólitík

apríl 2020 4 greinar
Eitt þeirra er afi og aðgerðasinni, annað er verslunarstjóri í bókaverslun, það þriðja rekur verktakafyrirtæki og er í fæðingarorlofi og það fjórða er kokkanemi og húsbyggjandi. Öll voru þau þingmenn og ráðherrar og hafa nú hætt öllum formlegum afskiptum af stjórnmálum. Þau eru sammála um að lífið eftir pólitík sé svo sannarlega bæði gjöfult og skemmtilegt.
Skoða nánar
Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

apríl 2020 15 greinar
COVID-19 mun líklega koma aftur og aftur, segir faraldsfræðingur. Sérfræðingur í efnahagskreppum spáir verstu kreppu sögunnar, í viðtali við Stundina. Seðlabankastjóri segir kreppuna munu „ekki jafnast á við hrunið“. Horft er fram á veginn.
Skoða nánar
Fólkið sem fékk að vera

Fólkið sem fékk að vera

nóvember 2019 4 greinar
Inn á milli fjölda frásagna af fólki sem sent er úr landi og út í óvissuna þrátt fyrir augljósa neyð leynast sigursögur hinna, sem íslensk stjórnvöld buðu velkomin. Hér eru sagðar sögur þriggja ólíkra fjölskyldna sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið tækifæri til að byggja sér upp nýtt líf á Íslandi og hefur heppnast það vel. Allar þakka fjölskyldurnar velgengni sína stuðningi og hlýhug annars fólks.
Skoða nánar