Greinaröð febrúar 2021

Heimavígi Samherja

92 prósent Íslendinga trúa því að Samherji hafi greitt mútur í Namibíu. Marktækur munur er á viðhorfum fólks til Samherja í Eyjafirði, þar sem ríflega 500 manns vinna hjá Samherja, og annars staðar á landinu. Samherji hefur gefið 685 milljónir til góðra málefna í Eyjafirði og gefið með sér af hagnaði sem varð meðal annars til við fiskveiðar í Afríku.
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
RannsóknHeimavígi Samherja

Áhrif Namib­íu­máls­ins á íbúa Ak­ur­eyr­ar: „Fólki þyk­ir al­mennt rosa­lega vænt um Sam­herja“

Hvaða áhrif hef­ur það á 20 þús­und manna sam­fé­lag á Ís­landi þeg­ar stærsta fyr­ir­tæk­ið í bæn­um, út­gerð sem veit­ir rúm­lega 500 manns vinnu og styrk­ir góð mál­efni um allt að 100 millj­ón­ir á ári, er mið­punkt­ur í al­þjóð­legri spill­ing­ar- og saka­mál­a­rann­sókn sem teyg­ir sig víða um heim? Stund­in spurði íbúa Ak­ur­eyr­ar að þess­ari spurn­ingu og kann­aði við­horf íbúa í Eyja­firði og á Ís­landi öllu til Sam­herja­máls­ins í Namib­íu. Rúmt ár er lið­ið frá því mál­ið kom upp og nú liggja fyr­ir ákær­ur í Namib­íu gegn með­al ann­ars Sam­herja­mönn­um og embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru með mál­ið til með­ferð­ar á Ís­landi.