Samherjaskjölin

Mútugreiðslur
og skattaskjól

Unnið í samstarfi við Kveik, Al Jazeera og Wikileaks
Samherjaskjölin
Ný gögn um starfsemi Samherja í Namibíu sýna hvernig fyrirtækið kemst yfir fiskveiðikvóta með mútugreiðslum til spilltra stjórnmála- og embættismanna og flytur hagnaðinn í skattaskjól. Vegna gruns um peningaþvætti hafa erlendir bankar stöðvað millifærslur Samherja.

1. hluti

Spilling í skjóli einræðis SWAPO-flokksins

Spilling í skjóli einræðis SWAPO-flokksins

Samherjaskjölin

Stjórnmálaflokkurinn SWAPO hefur alltaf fengið meirihluta í þingkosningum í landinu frá því landið fékk sjálfstæði 1990. Þeir sem Samherji greiðir mútur koma úr SWAPO-flokknum.

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Samherjaskjölin

Á Íslandi hefur aldrei reynt á lagaákvæðið sem gerir mútugreiðslur í öðrum löndum refsiverðar. Forsvarsmaður stofnunar í Svíþjóð sem berst gegn spillingu segir það ábyrgðarhluta að flytja ekki út spillingu.

Samherjasjóðurinn hefur gefið minna til góðgerðarmála en fyrirtækið borgar í mútur

Samherjasjóðurinn hefur gefið minna til góðgerðarmála en fyrirtækið borgar í mútur

Samherjaskjölin

Samherji hefur gefið myndarlega til góðgerðar- og líknarmála í Eyjafirði í gegnum Samherjasjóðinn. Þær gjafir samsvara hins vegar aðeins um helmingi af mútugreiðslum.

Svona þiggur sjávar­útvegs­ráðherra Namibíu mútur

Svona þiggur sjávar­útvegs­ráðherra Namibíu mútur

Samherjaskjölin

Bernhard Esau sagði af sér í dag í kjölfar afhjúpana á mútugreiðslum Samherja til spilltra embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu. Hann átti fund með Þorsteini Má á búgarði sínum í Namibíu. Hér má sjá hann samþykkja að útvega ódýran kvóta gegn greiðslu og gefa ráð til að komast hjá skattagreiðslum.

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Samherjaskjölin

Íslendingar styrktu Namibíu um 1,6 milljarða króna með þróunaraðstoð í gegnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands á árunum 1990 til 2010. Tæplega helmingur fjárins, 672 milljónir, fór í uppbyggingu á sjómannaskóla til að hjálpa Namibíumönnum að stunda útgerð. Aðstoð Íslendinga í sjávarútvegi var sögð „kraftaverk“, en í kjölfarið kom Samherji og greiddi hærri upphæð í mútur í landinu.

Afríkuveiðar Samherja og spillingin í Namibíu

Afríkuveiðar Samherja og spillingin í Namibíu

Samherjaskjölin

Ný gögn um starfsemi Samherja í Namibíu sýna hvernig fyrirtækið kemst yfir fiskveiðikvóta með mútugreiðslum til spilltra stjórnmála- og embættismanna og flytur hagnaðinn í skattaskjól. Vegna gruns um peningaþvætti hafa erlendir bankar stöðvað millifærslur Samherja.

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Samherjaskjölin

Gögn sýna hvernig Samherji greiddi skipulega hundruð milljóna króna í mútur til stjórnmálamanna og tengdra aðila í Namibíu, til að fá kvóta sem lagði grunn að stórum hluta hagnaði félagsins undanfarin ár. Hagnaðurinn og mútugreiðslurnar runnu í gegnum net skattaskjóla.

2. hluti

Uppljóstrarinn í Samherja­málinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“

Uppljóstrarinn í Samherja­málinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“

Samherjaskjölin

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, sem gerðist uppljóstrari, segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi verið lykilmaður í því að skipuleggja og ákveða mútugreiðslurnar í Namibíu. Hann segir að verið sé að fara illa með namibísku þjóðina og að arðrán á auðlindum hennar eigi sér stað.

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, kom inn á fund sem þremenningarnir frá Namibíu, James, Tamson og Sacky, sátu með Þorsteini Má Baldvinssyni í höfuðstöðvum Samherja í Katrínartúni árið 2014. Erindi Kristjáns Þórs á fundinn var óljóst.

3. hluti

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Samherjaskjölin

Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir voru sektuð fyrir brot á skilaskyldu laga um gjaldeyrismál sem tóku gildi eftir bankahrunið. Sektirnar voru endurgreiddar fyrr á þessu ári vegna mistaka sem gerð voru við brot á setningu laga um gjaldeyrismál. Gögnin í Samherjamálinu sýna frekari millifærslur til þeirra frá félagi Samherja á Kýpur.

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Samherjaskjölin

Félag Samherja á Kýpur, sem á endanum er stærsta miðstöð mútugreiðslna félagsins erlendis, er óbeinn lánveitandi hlutabréfa Eyþórs Arnalds í Morgunblaðinu. Samherji hefur nú þegar afskrifað stóran hluta af undirliggjandi láninu til félags borgarfulltrúans.

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherjaskjölin

Norski stórbankinn DNB NOR lét loka bankareikningum félagsins Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum í fyrra. Samherji notaði félagið til að greiða laun sjómanna sinn í Namibíu. 9,1 milljarður fór í gegn án þess að DNB NOR vissi nokkurn tímann hver ætti fyrirtækið.

4. hluti

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Samherjaskjölin

Bankayfirlit Samherja og tengdra félaga í DNB NOR bankanum sýna millifærslur til ýmissa félaga í skattaskjólum. Meðal annars félagsins Hartly Business Limited sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjum og óljóst er hver á.

Allar greinar

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Samherjaskjölin

Í svörum Samherja hf. er ljóst að félagið reynir að fjarlægja sig frá erlendri starfsemi útgerðarinnar sem rekin er í sérstöku eignarhaldsfélagi. Svo virðist sem engum bankareikningum Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið lokað í DNB bankanum norska.

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Samherjaskjölin

Sexmenningarnir sem ákærðir eru í Namibíu vegna upplýsinga úr Samherjaskjölunum verða í gæsluvarðhaldi fram í febrúar. Mótmæli brutust út við dómshúsið og sjómenn sem misst hafa vinnuna sungu lög.

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Samherjaskjölin

Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti og sagnfræðingur, ræddi Afríkuveiðar Íslendinga, meðal annars Samherja, og setti þær í sögulegt samhengi í viðtali við DV árið 2012. Hann benti á tvískinnunginn í því að Íslendingar væru nú orðnir úthafsveiðiþjóð.

SWAPO flokkurinn fær sína verstu útreið en heldur völdum

SWAPO flokkurinn fær sína verstu útreið en heldur völdum

Samherjaskjölin

Hage Geingob, forseti Namibíu, hlaut endurkjör en fylgi hans hrundi um rúm 30 prósentustig. SWAPO flokkur hans tapaði auknum meirihluta sem gerir honum erfiðara fyrir að breyta stjórnarskrá.

Hlutabréf í DNB bankanum hrynja vegna Samherjarannsóknar

Hlutabréf í DNB bankanum hrynja vegna Samherjarannsóknar

Samherjaskjölin

Ástæðan er rannsókn efnahagsbrotadeildar norsku lögreglunnar í kjölfar umfjöllunar um Samherjaskjölin. Virði bréfa í bankanum hefur dregist saman um 200 milljarða íslenskra króna.

Samherjamálið: „Þetta er sorglegt“

Samherjamálið: „Þetta er sorglegt“

Samherjaskjölin

Einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í peningaþvætti, Louise Brown, segir að misnotkunin á DNB-bankanum í Samherjamálinu sé alvarleg og sorgleg. Hún segir að DNB hefði átt að bregðast við miklu fyrr gegn skattaskjólsfélaginu Cape Cod FS sem Samherji notaði til að greiða út laun sjómanna sinna í Namibíu.

DNB um viðskiptin við Samherja: „Enginn kúnni mikilvægari“ en að fylgja lögum

DNB um viðskiptin við Samherja: „Enginn kúnni mikilvægari“ en að fylgja lögum

Samherjaskjölin

Upplýsingafulltrúi DNB-bankans, Even Westerveld, segir að DNB slíti viðskiptasambandi við fyrirtæki sem fremja lögbrot. DNB vill ekki svara sértækum spurningum um Samherjamálið.

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja vissi ekki um mútugreiðslurnar í Namibíu

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja vissi ekki um mútugreiðslurnar í Namibíu

Samherjaskjölin

„Ég var búinn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu,“ segir Sigursteinn Ingvarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja. Hann segist ekki hafa vitað af mútugreiðslum fyrr en málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum.

Fyrrverandi seðlabanka­stjóri lýsir mögu­legum brotum Samherja á gjaldeyris­hafta­lögunum

Fyrrverandi seðlabanka­stjóri lýsir mögu­legum brotum Samherja á gjaldeyris­hafta­lögunum

Samherjaskjölin

Svein Harald Øygård, fyrrverandi seðlabankastjóri tengir saman uppljóstranir í Samherjaskjölunum við Seðlabankamálið og útskýrir að fyrra málið geti varpað ljósi á hið seinna.

Ísland – Namibía, réttarríki – bananalýðveldi

Jóhann Geirdal

Ísland – Namibía, réttarríki – bananalýðveldi

Jóhann Geirdal
Samherjaskjölin

Á Íslandi er lögð áhersla á að ekki megi „tala Ísland niður“ í kjölfar afhjúpunar á framferði Samhefja. í Namibíu eru mútuþegar hins vegar eftirlýstir, fangelsaðir og eignir þeirra frystar, skrifar Jóhann Geirdal.

Þorsteinn Már ætlaði að kaupa ríkisflugfélag Grænhöfðaeyja með Björgólfi

Þorsteinn Már ætlaði að kaupa ríkisflugfélag Grænhöfðaeyja með Björgólfi

Samherjaskjölin

Íslenska útgerðin Gjögur er stór fjárfestir í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Flugfélagið var nær gjaldþrota þegar viðskiptin áttu sér stað. Gjöful en vannýtt fiskimið eru fyrir utan Grænhöfðaeyjar og vilja yfirvöld í landinu fá erlenda fjárfesta til að hefja útgerð.

Samherji malaði gull við strendur Vestur-Sahara

Samherji malaði gull við strendur Vestur-Sahara

Samherjaskjölin

Samherji hagnaðist á fiskveiðum við Afríkustrendur sem kallaðar voru rányrkja. ESB hefur á ný heimilað veiðarnar í trássi við ákvörðun Dómstóls Evrópusambandsins. „Þetta er í raun síðasta nýlendan í Afríku,“ segir einn forsvarsmanna Vinafélags Vestur-Sahara.

Fjölskyldufyrirtækið sem teygir sig um allan heim

Fjölskyldufyrirtækið sem teygir sig um allan heim

Samherjaskjölin

Samherji er eitt stærsta fyrirtæki Íslands og einnig eitt af stærstu útgerðarfélögum Evrópu. Erlend starfsemi er rúm 55% af heildarstarfsemi félagsins og félagið á nær 16 prósent af öllum útgefnum kvóta á Íslandi.

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherrann handtekinn

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherrann handtekinn

Samherjaskjölin

Útvarpsstöð í Namibíu segir að Bernhard Esau og Ricardo Gustavo séu í haldi lögreglunnar vegna mútugreiðslna Samherja í Namibíu. Lögreglan leitar nú að þremur öðrum sem tengjast mútumálinu.

Auðlindir og spilling í Afríku

Þorvaldur Gylfason

Auðlindir og spilling í Afríku

Þorvaldur Gylfason
Samherjaskjölin

Það er engin tilviljun að þar sem eru auðlindir er spilling líklegri, segir Þorvaldur Gylfason.

Ráðherrann samferða Samherja árum saman

Ráðherrann samferða Samherja árum saman

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og vinur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að koma Samherja vel. Engin merki eru um neitt ólögmætt, að sögn formanns Sjálfstæðisflokksins.