Mest lesið

1
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.

2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.

3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.

4
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.

5
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.

6
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.

7
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.