Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
Rannsókn
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
Fréttir
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Greining
2
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
FréttirÓlígarkinn okkar
3
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
Fréttir
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.
FréttirLaugaland/Varpholt
1
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
FréttirPlastið fundið
1
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.