Elísabet Jökulsdóttir er með nýrnabilun á lokastigi eftir röð læknamistaka. Ríkið hefur þegar viðurkennt mistökin og ekki síður þá staðreynd að einkenni og beiðnir Elísabetar um aðstoð voru hunsaðar árum saman. Lögmaður hennar segir að í málinu kristallist fordómar gegn geðsjúkum sem talsmaður Geðhjálpar segir allt of algenga.
MenningStundin á Cannes
„Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu“
Íslenska náttúran er miskunnarlaus, jafnvel gagnvart hörðustu nöglum, segir Ingvar E. Sigurðsson sem leikur styggan útivistarmann í nýjustu kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar, Volaða land. Myndin fjallar um tengsl Dana og Íslendinga og er frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem glamúrinn ríkir og leikararnir eru „skrauthanar“.
Fréttir
„Þeir geta látið þá hverfa í einni andrá“
Úkraínsk kona sem lifði af segir sögu sína og föður síns og eiginmanns sem haldið er í síunarbúðum í Rússlandi.
MenningStundin á Cannes
Fimm áhugaverðar myndir frá Cannes-hátíðinni
Af nógu var að taka á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem frumsýndar voru myndir frá öllum heimshornum.
Úttekt
Tileinkuð þeim sem ekki lifðu af
Kona sem var í vændi um nokkurra ára skeið segir það lífshættulegt. Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona birti frásögn hennar og fimm annarra íslenskra kvenna sem voru í vændi í bókinni Venjulegar konur. Niðurstöður rannsókna sýna að sex af hverjum tíu sem hafa verið í vændi hafa gert tilraun til að svipta sig lífi. Bókin er tileinkuð þeim sem ekki lifðu af.
FréttirFasteignaveðmál dómsmálaráðherra
Nafn fasteignafélags ráðherra vísaði alltaf til lóðarinnar
Félagið sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stofnaði ásamt eiginkonu sinni fékk strax nafn sem vísar til staðsetningar lóðar sem síðar var keypt. Í svörum ráðherrans og nýs stjórnarformanns félagsins var gefið í skyn að félagið hafi ekki verið stofnað í þeim tilgangi að kaupa lóðina. Öll gögn um starfsemi félagsins gefa annað til kynna.
MenningStundin á Cannes
„Tabú“ þegar eldri kona er með ungum karlmanni
Alþjóðlegi Íslendingurinn Magnús Maríuson kom á Cannes-hátíðina til að kynna þýsk-búlgarska mynd sem hann leikur hlutverk í. Hann hefur gegnt herskyldu í Finnlandi, leikið nasista í kafbát og nú ungan mann sem sefur hjá eldri konu.
Stundarskráin
Kántrí, listgjörningar og kvikmyndafestival
Stundarskráin næstu vikurnar.
Myndir
Þingveisla í skugga brottvísana
Þingmenn komu saman í galakvöldverð á Reykjavík Natura við Öskjuhlíð á miðvikudag. Veislan hefur verið árlegur viðburður en hefur fallið niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Nú fór hún fram í skugga mikilla átaka, bæði innan og utan ríkisstjórnar, um brottvísun 300 hælisleitenda.
Fréttir
„Það er ekki ég sem er að senda fólk til helvítis hér, það er ríkisstjórn Íslands sem er að því“
Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, sagði í viðtali í morgun að hann hefði notað orðið „fasistastjórn VG“ um ríkisstjórnina vegna þess að sú pólitík sem stjórnin ástundaði væri fasísk. Hann sagði einnig að orðalag hans um að það væri „sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur“ hefði verið orðatiltæki og sérstakt ólæsi á tungumálið þyrfti til að leggja þann skilning í þau orð að með þeim óskaði hann fólki helvítisvistar.
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna
2
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.
Flækjusagan
2
Hefði Trotskí endað í Berlín?
Illugi Jökulsson hefur í undanförnum flækjusögum verið að kanna hvað hæft sér í þeirri þjóðsögu, sem Rússar og stuðningsmenn þeirra halda gjarnan fram, að Rússar hafi sífellt og einlægt mátt þola grimmar innrásir úr vestri og Vesturlönd hafi alltaf viljað þeim illt.
Menning
Saga mannsins sem lifði Auschwitz af en dó undir stiganum sínum
Íslensk þýðing á einni þekktustu endurminningabókinni um helförina er komin út hjá Forlaginu. Þetta er bókin Ef þetta er maður eftir ítalska gyðinginn Primo Levi. Bókin er köld og vísindaleg lýsing á hryllingi fangabúðanna Auschwitz þar sem Levi dvaldi í eitt ár í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
FréttirLeigumarkaðurinn
Missti leiguíbúðina við brunann
Sögu Nazari dreymir um að eignast íbúð en er að eigin sögn föst á óöruggum leigumarkaði þar sem leiguverð sé óbærilega hátt og lífsgæði leigjenda mun lakari en flestra íbúðaeigenda, aðeins ungt fólk sem eigi efnaða foreldra geti keypt íbúð. Saga er nú í endurhæfingu, meðal annars vegna áfalls sem hún varð fyrir í september í fyrra en þá kviknaði í íbúð sem hún leigði.
Fréttir
1
„Nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra“
Sú starfsemi sem rekin er af andlegum söfnuði sem kallar sig Sólsetrið, undir Esjurótum, er barnaverndarmál segir Tanya Pollock í nýjum þætti af Eigin konur. Hún segir að mikið markaleysi sé í viðburðum safnaðarins og fólk sé sett undir mikinn þrýsting til að taka þátt í athöfnum sem það síðan upplifir sem brot gegn sér. Sjálf hefur hún upplifað það sem hún telur hótanir frá fólki sem tengist söfnuðinum eftir að hafa vakið athygli á því sem hún telur óeðlilegt og jafnvel hættulegt í starfsemi safnaðarins, sem hún líkir við költ.
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Meirihlutaviðræður hafnar í borginni: „Það er ekki hægt að telja upp í tólf með Sjálfstæðisflokki“
Formlegar viðræður Framsóknarflokks við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eru hafnar í borginni. Flokkarnir þrír sem störfuðu saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili bundust böndum og var því útilokað að mynda annan meirihluta.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.