Fréttir
Ríka Ísland

Ríka Ísland

0,1 prósentið, útgerðarauðurinn, forstjórarnir og stríðið gegn jafnari skiptingu kökunnar.

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Aðalbergur Sveinsson, lögreglumaðurinn sem þrívegis hefur verið kærður fyrir nauðgun, sat í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur á árunum sem kærurnar voru lagðar fram.

Forsætisráðherra um hvalveiðar Íslendinga: „Ég hef haft miklar efasemdir“

Forsætisráðherra um hvalveiðar Íslendinga: „Ég hef haft miklar efasemdir“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur miklar efasemdir um að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar út frá umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum. Reglugerðin sem heilmar hvalveiðar Hvals hf. fellur úr gildi á næsta ári.

Tár í rigningunni, aktívista kabarett, og miðnætursól

Tár í rigningunni, aktívista kabarett, og miðnætursól

Tónleikar, sýningar og viðburðir 22. júní - 12. júlí

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Ísland mætir Nígeríu kl. 15 og lokar fjölda fyrirtækja og stofanana fyrr í dag sökum þessa. Akstursþjónusta fatlaðra mun raskast töluvert.

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna

Forsvarsmenn Hvals hf. eru sagðir hafa bannað starfsmönnum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness. ASÍ segir þetta skýrt lögbrot. Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli í Hæstarétti sem rekið var af Verkalýðsfélagi Akraness fyrir hönd félagsmanns.

6.500 Íslendingar mótmæla meðferð Trump á flóttamönnum

6.500 Íslendingar mótmæla meðferð Trump á flóttamönnum

Aðskilnaði flóttamanna og foreldra í Bandaríkjunum var mótmælt á Austurvelli og við bandaríska sendiráðið í gær. Yfir 6.500 undirskriftir Íslendinga hafa safnast á netinu og verða þær afhentar utanríkisráðherra.

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Eitt af fyrstu embættisverkum Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra var að hækka kostnaðarþak heimilanna fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gerði hún þrátt fyrir loforð Alþingis um lækkun þess og skýr skilaboð stjórnarsáttmálans þess efnis.

Þurfa að taka smálán til að vera með í happdrætti

Þurfa að taka smálán til að vera með í happdrætti

Leikur smálánafyrirtækisins Kredia, vegna þátttöku Íslands á HM, gerir það að skilyrði að þátttakendur skuldsetji sig. Skuldir ungmenna vegna smálána hafa hækkað umtalsvert síðastliðin ár. Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að á meðan smálánafyrirtækin fái að starfa á lagalegu gráu svæði sé þeim þetta heimilt.

Tugir milljóna í launagreiðslur vegna stjórnarsetu sveitarstjórnarmanna

Tugir milljóna í launagreiðslur vegna stjórnarsetu sveitarstjórnarmanna

Stjórnarmenn í stjórn Félagsbústaða fengu 900 þúsund krónur í afturvirka launahækkun. Borgar- og bæjarfulltrúar fá greiddar umtalsverðar upphæðir fyrir setu í stjórnum fyrirtækja, ofan á laun sín.

Borga fimm milljarða fyrir eldislaxkvóta í Noregi en ekkert á Íslandi

Borga fimm milljarða fyrir eldislaxkvóta í Noregi en ekkert á Íslandi

Móðurfélag íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax keypti rúmlega 2.000 tonna laxeldiskvóta í Noregi fyrir tæpa 5 milljarða. Arnarlax framleiðir 8.000 tonn á Íslandi og greiðir ekkert til íslenska ríkisins fyrir laxeldisleyfin.

Nýjar þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar „fljúgandi líkkistur“

Nýjar þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar „fljúgandi líkkistur“

Eftir mannskæð slys hefur þyrlum, af þeirri tegund sem Landhelgisgæslan hefur ákveðið að kaupa, verið lagt í Noregi og Bretlandi. Sama bilunin hefur valdið í það minnsta fjórum slysum frá 2009. Tvö slysanna kostuðu samtals 29 manns lífið.

„Að setja eitt barn í búr eru öfgar sem ræna mannkynið allt æskunni“

„Að setja eitt barn í búr eru öfgar sem ræna mannkynið allt æskunni“

Þórunn Ólafsdóttir hélt ræðu á Austurvelli í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að sýna flóttafólki og fórnarlömbum fjölskylduaðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar samstöðu.

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

Alvarlegar ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni eru enn í rannsóknarfarvegi innan ráðuneytisins samhliða Norðurlandaframboði hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt svörum frá Finnum og Svíum er ljóst að þar stóð utanríkisþjónustan í þeirri trú, rétt eins og þingmenn á Íslandi, að gera ætti úttekt á öllu barnaverndarkerfinu þar sem rýnt yrði í vinnubrögð Braga.

Sumarlokanir Landspítala versna með árunum: „Ófremdarástand“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins

Sumarlokanir Landspítala versna með árunum: „Ófremdarástand“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins

Fjöldi deilda Landspítalans loka í sumar eða draga saman starfsemi. Um 500 hjúkrunafræðinga vantar, en 1000 menntaðir hjúkrunafræðingar starfa við annað en hjúkrun.

Varasamt að feta í fótspor Svía

Varasamt að feta í fótspor Svía

Kostnaður á hvert stöðugildi læknis var hæstur hjá einkarekinni heilsugæslustöð hérlendis árið 2012. Prófessor, aðjúnkt og tveir læknar hafa efasemdir um að einkarekstur heilsugæslu bæti meðferð opinbers fjár eða auki gæði þjónustunnar.