Þáttaraðir

Bíóblaður
Bíóblaður
Hlaðvarp · 22 þættir
Bíó Tvíó
Bíó Tvíó
Hlaðvarp · 180 þættir
Flækjusagan
Flækjusagan
Hlaðvarp · 4 þættir
Hús & Hillbilly
Hús & Hillbilly
Hlaðvarp · 12 þættir
Karlmennskan
Karlmennskan
Sjónvarp · 9 þættir
Karlmennskan - hlaðvarp
Karlmennskan - hlaðvarp
Hlaðvarp · 9 þættir
Karlmennskan - hlaðvarp
Karlmennskan - hlaðvarp #8 · 20. nóvember 2020
Narsisismi
„Ef að einstaklingar eru ekki til í að gera neitt í sínum málum, þá er bara best að sætta sig við það og halda áfram með líf sitt“ segir nafnlaus kona sem bjó við ofbeldi narsisísks manns í 5 ár. Nafnlausa konan deilir reynslu sinni af ofbeldistaktík narsisista og Anna Kristín Newton sálfræðingur skýrir þessa persónuleikaröskun sem leggst frekar á karla en aðra einstaklinga.
Hús & Hillbilly
Hús & Hillbilly #12 · 14. nóvember 2020
Ragnar Kjartansson
Hillbilly heimsótti Ragnar Kjartanson á vinnustofu hans í Reykjavík. Það var innsetning í vinnslu, rússnesk stemning, flippaður bar og á stofuborðinu lá bókin „Í dag varð ég kona” eftir Gunnar Dal. Bókin vakti athygli Hillbillyar og Ragnar var svo vænn að lesa uppúr bókinni fyrir hana. Spjallið fór svo útum allt, frá leiklist yfir í tónlist og myndlist og allt þar á milli. Eftir viðtalið er það staðfest að Ragnar er mjög fabulous, eða allavega þykist hann vera það.
Karlmennskan - hlaðvarp
Karlmennskan - hlaðvarp #7 · 13. nóvember 2020
Sóley Tómasdóttir - Aktívismi
„Að passa sig er samofið femínískum aktívisma [...] útskýra að við hötum ekki karla og ég elski alveg son minn“. Sóley Tómasdóttir femínisti og fyrrverandi forseti borgarstjórnar í Reykjavík ræðir um það hvernig er að vera femínískur brautryðjandi og hafa verið gerð að holdgervingi femínismans á Íslandi. Förum yfir femíníska aktívismann, andspyrnuna og hvernig hún er að beita sér í dag.
Podkastalinn
Podkastalinn #20 · 11. nóvember 2020
Funny chicken logo
Er rétt að þessa dagana sé blómlegur svartur markaður fyrir þá sem þrá ekkert heitar en fresh cut og axlanudd? Svo sannarlega. Kastalinn hvetur samt alla til þess að sýna styrk og safna hári og vöðvabólgu. Strákarnir halda áfram að hata símana sína, nú með sérstakri áherslu á minningarnar sem öll helstu öppin ota að manni frá morgni til kvölds en þeir jafna út hatrið með ást sinni á Hananum og öllum sprellunum í nýju nova auglýsingunni.
Bíóblaður
Bíóblaður #33 · 11. nóvember 2020
Nördaspjall með Hugleiki
Hugleikur Dagsson er mikill kvikmyndaáhugamaður og Hafsteini fannst því upplagt að fá hann í heimsókn og blaðra við hann um ýmislegt nördalegt. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars ofurhetjumyndir, hvernig Hugleikur nálgast uppistand, hversu erfitt það er að skrifa Áramótaskaupið, hvers konar maður nennir að gera fimm Transformers myndir, Star Wars myndirnar, bíómyndir sem eru byggðar á teiknimyndasögum og margt fleira.
Bíóblaður
Bíóblaður #32 · 9. nóvember 2020
Spænskar myndir með Bjögga
Bjöggi snýr aftur og í þetta skipti vildi hann ræða myndir sem komu honum á óvart. Þær eru allar spænskar en þetta eru meðal annars myndirnar Timecrimes, Kidnapped og The Platform. Strákarnir ræða langar tökur, sniðug handrit, ógeðið í myndinni Rec, döbbaðar myndir og hvaða hlut þeir hefðu valið að taka með sér í fangelsið í The Platform.
Karlmennskan - hlaðvarp
Karlmennskan - hlaðvarp #6 · 6. nóvember 2020
Bjarni Snæbjörnsson - Heterósexismi
„Ég bað til Guðs á hverju kvöldi um að ég væri ekki hommi“. Bjarni Snæbjörnsson leikari lýsir upplifun sinni af því að vera samkynhneigður karlmaður í samfélagi sem er gegnsýrt af gagnkynhneigðum viðmiðum. Í gegnum spjall við Bjarna verður leitast við að að svara hvað er homophobia og hvernig heterósexismi getur skýrt þöggun, útilokun og vanlíðan (ó)gagnkynhneigðra karla og hinsegin fólks.
Bíóblaður
Bíóblaður #31 · 5. nóvember 2020
Létt spjall með Bjarna Áka
Eigandi Bako Ísberg, Bjarni Ákason, kom í heimsókn til Hafsteins og spjallaði við hann um allt og ekkert. Strákarnir ræddu meðal annars þegar Hafsteinn vann hjá Bjarna, Steve Jobs og Apple, þegar Bjarni hitti Mel Brooks í París, hvernig Bjarni var með þeim fyrstu sem fóru í sóttkví vegna COVID og hversu mikilvægt það er að leyfa börnunum sínum að velja sína eigin ástríðu.
Podkastalinn
Podkastalinn #19 · 5. nóvember 2020
Beyglan í rjóðrinu?
Gauti og dóttir hans lenda í hremmingum í elliðarárdalnum sem á orðið meira sameiginlegt með aðstæðum í i am legend með big willie en grænu fjölskylduvænu svæði á besta stað í Reykjavík. Við fáum að heyra frásögn af því og allar vekjaraklukkurnar í símanum hans Gauta. Félagarnir lesa og svara fyrirspurnum frá nokkrum hlustendum og verða meira að segja pínu alvarlegir á köflum.
Podkastalinn
Podkastalinn #18 · 3. nóvember 2020
Riddarar Podkastalans
Afhverju rukka tannlæknar svona sturlaðar upphæðir fyrir að putta mann í munninn? Er tannlæknirinn þinn mögulega goth undir hvíta gallanum. Gauti segir frá því þegar hann fór í covid test og var svo skammaður af sjö manneskjum í Melabúðinni fyrir að vera tillitslaus asni. Strákarnir fara yfir innsend skilaboð frá riddurum kastalans og reyna að ráða úr misgáfulegum málefnum sem berast þangað inn.