Síða 1 af 29
Næsta síða »

TikTok og gamer menningin - Dagný Halla
„Tölvuleikjaheimurinn er eins og sjúklega ýkt týpa af feðraveldinu.“ segir Dagný Halla Ágústdóttir læknanemi, tölvuleikjaspilari og TikTok-femínisti. Dagný hefur upplifað mikla fordóma sem „gamer“ fyrir það eitt að vera kvenkyns spilari og segir menninguna í tölvuleikjaheiminum vera litaða kvenfyrirlitningu, rasisma og ableisma. Unnið sé markvisst gegn stelpum, þær áreittar, krafðar um að vera léttklæddar og segir Dagný best að eiga samskipti skriflega, svo hún komi ekki upp um kyn sitt. Tengir hún þessa menningu við alt right pipe line, algorithma samfélagsmiðlanna og hvíta hryðjuverkamenn sem réðust inn í þinghús Bandaríkjanna. Dagný veitir sláandi en áhugaverða innsýn í menningu sem er líklega hulin flestum sem ekki spila tölvuleiki eða eru virk á TikTok.

Undir halastjörnu
Andrea og Steindór ræða mynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar frá 2018, Undir halastjörnu.

Sólborg kveður Fávita
„Aktívismi er ekki að spyrja hvernig líður þér núna. Þú þarft bara að fara af stað. Let´s fokking go! [...] Ég held að þetta hafi bara allt farið eins og það átti að fara,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir laganemi, formaður starfshóps menntamálaráðherra um endurskoðun á kynfræðslu og fyrrverandi umsjónarkona Fávitar á Instagram sem er enn með rúmlega 32 þúsund fylgjendur. Í þættinum ræðum við ferðalagið sem Fávitar hefur verið sl. 4-5 ár, samleið Karlmennskunnar og Fávita, andspyrnu karla, kennara og foreldra, starfshóp menntamálaráðherra og næstu verkefni Sólborgar.

Guð er til... og ástin
Andrea og Steindór ræða mynd Hilmars Oddssonar frá 1999, Guð er til... og ástin.

Amma Hófí
Andrea og Steindór ræða mynd Gunnars B. Guðmundssonar frá því í sumar, Ömmu Hófí.

Gerður Kristný Guðjónsdóttir
Gerður Kristný segir að það sé gaman að vera íslenskur rithöfundur vegna þess að við sitjum hér að bókmenntaþjóð. Hún segir að sér hætti til að yrkja mjög dramatíska ljóðabálka og að það sé mikil hvíld í því að semja léttar, skemmtilegar en raunsæjar barnabækur eins og nýjustu bókina, Iðunn og afi pönk. Gerður segir að líta eigi á lestur barna eins og hvert annað frístundastarf.

Eyrún Ingadóttir
Sigríður Tómasdóttir frá Brattholti var mikið náttúrubarn og dýravinur en átti erfitt með mannleg samskipti. Sigríður er þekktust fyrir baráttu sína gegn áformum um að virkja Gullfoss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í fossinn ef hann fengi ekki að vera í friði. Konan sem elskaði fossinn er söguleg skáldsaga eftir Eyrúnu Ingadóttur sem skrifaði fyrst um Siggu frá Brattholti fyrir þrjátíu árum. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á baráttukonum fyrri tíma.

María
Andrea og Steindór ræða mynd Einars Heimissonar frá 1997, María.

Meðganga og fæðingarorlof - Hjónin tala saman
„Þú gast bara lifað þínu lífi áfram á meðan ég var bara ein heima með barnið og kalt kaffi“. Hjónin Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson ræða saman í þessum þætti um reynslu þeirra og upplifun af meðgöngu og fæðingarorlofi. Hvað þau hefðu viljað vita fyrirfram, hverju þau hefðu viljað breyta og það sem heppnaðist ágætlega.

Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Í byrjun desember árið 1943 lést fimm ára drengur þegar herflutningabíll ók á hann í Vesturbæ Reykjavíkur. Drengurinn hét Jens, kallaður Jenni og var móðurbróðir rithöfundarins og fjölmiðlamannsins Þorsteins J. Vilhjálmssonar. Slysið setti fjölskylduna á hliðina. Það breytti öllu og öllum.
Síða 1 af 29
Næsta síða »