Raddir margbreytileikans

Hlut­arn­ir og heild­in

Gestir hlaðvarpsins að þessu sinni eru í fleirtölu, þær Kristín Harðardóttir og Hulda Proppé. Hulda er fædd 23. janúar 1971 í Reykjavík en alin upp í Hafnarfirði. Auk þess hefur hún búið í Champaign-Urbana í Illinois (USA), Minneapolis (Minnesota USA), New York (New York, USA), Cambridge (Massachusets (SA), Cambridge (Bretland) og býr nú í Reykjavík. Hulda lauk BA prófi í mannfræði 1997 og MA prófi í mannfræði 2002 við Háskóla Íslands en hluti af framhaldsnáminu var ár við University of Minnesota. Áhugasvið Huldu er Samfélag og menning, fólk og fjöll, ferðalög, útivist, list og handverk (mest prjónaskapur), fjölskylda og vinir. Í gegnum tíðina hefur hún unnið sem barnapía, skúringarkona, barþjónn og bóksali, stundakennari við HÍ í mannfræði, sérfræðingur hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York og sérfræðingur hjá Rannís. Núverandi starf Huldu er sem rannsóknastjóri við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Kristín fæddist 21. júlí 1966 í Reykjavík en hún hefur auk þess búið í Garðabæ, Connecticut (USA) og Flórens (Ítalíu). Hún lauk BA námi í mannfræði 1998 og MA námi í mannfræði 2002 frá Háskóla Íslands. Áhugasvið Kristínar eru samfélag og menning, fólk, ferðalög, útivist, fjölskylda og vinir. Hún hefur unnið sem verslunarstjóri, í byggingarvinnu, sem aðstoðarmaður lögfræðings, aðstoðarmaður prófessors, verkefnastjóri Mannfræðistofnunar, við sérverkefni fyrir Stofnun Vilhjálms Stefansson, sem aðjunkt við mannfræðideild (2001-2012), sérfræðingur Félagsvísindastofnunar og forstöðumaður Mannfræðistofnunar (2005-2010) við HÍ. Í dag starfar hún sem forstöðumaður Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknastjóri við sviðið.
· Umsjón: Krist­ján Þór Sig­urðs­son, Sveinn Guðmundsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Toves Værelse
    Paradísarheimt #10

    Toves Vær­el­se

    Sundlaugamenning á Íslandi: Hversdagsmenning og lifandi hefð
    Þjóðhættir #48

    Sund­lauga­menn­ing á Ís­landi: Hvers­dags­menn­ing og lif­andi hefð

    Hljóðin eru verst
    Á vettvangi #2

    Hljóð­in eru verst

    Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
    Úkraínuskýrslan #3

    Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk