Samtal við samfélagið

Ný­lendu­stefna í nor­ræn­um sam­fé­lög­um

Hugtök eins og nýlendustefna og síðnýlendustefna heyrast æ oftar í samfélagsumræðunni og hefur fræðafólk í ýmsum greinum skoðað afleiðingar slíkrar stefnu fyrir heimsmynd okkar með gagnrýnum hætti. Ein slík fræðakona er Sólveig Ásta Sigurðardóttir, doktor í bókmenntum frá Rice háskólanum í Bandaríkjunum. Þessa dagana starfar hún sem nýdoktor hjá RIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, en í því verkefni er afnýlenduvæðing háskólamenntunar í norrænu samfélagi skoðuð. Í doktorsverkefni sínu skoðaði Sólveig hvernig nýlendustefnan birtist í verkum norrænna höfunda á 19. og 20. öldinni í bandarískum bókmenntum. Í hlaðvarpi vikunnar ræða þær Sigrún um rannsóknir Sólveigar, um hvað nýlendustefna er og af hverju það skiptir máli fyrir samfélög, þar á meðal íslenskt samfélag, að horfast í augu við fortíðina sem og að ræða þá þróun sem hefur átt sér stað í bandarísku samfélagi síðustu ár og áratugi, þar sem annars vegar hafa verið háværar kröfur um að fjarlægja minjar sem tengjast nýlendustefnu en einnig hafa komið upp tilfelli þar sem reynt er að koma í veg fyrir að skilningur á samfélaginu veiti fleiri röddum aðgang að því að koma sjónarmiðum á framfæri en var mögulegt þegar ákveðin þekking var sköpuð.
· Umsjón: Kjartan Páll Sveinsson, Sigrún Ólafsdóttir

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Toves Værelse
    Paradísarheimt #10

    Toves Vær­el­se

    Sundlaugamenning á Íslandi: Hversdagsmenning og lifandi hefð
    Þjóðhættir #48

    Sund­lauga­menn­ing á Ís­landi: Hvers­dags­menn­ing og lif­andi hefð

    Hljóðin eru verst
    Á vettvangi #2

    Hljóð­in eru verst

    Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
    Úkraínuskýrslan #3

    Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk