Hlaðvarp

Karlmennskan - hlaðvarp

Karlmennskan - hlaðvarp

Karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi eru viðfangsefni Þorsteins V. Einarssonar. 

#9 ·
Mental load: Hjónin Hulda og Þorsteinn
„Það eru hundrað þúsund hlutir sem þarf að hugsa um [...] og ég held að menn átti sig oft ekki á því“ segir Hulda og vísar til fyrirbærisins mental load. Mental load er umfjöllunarefni þessa þáttar þar sem hjónin, Þorsteinn V. Einarsson og Hulda Jónsdóttir Tölgyes, spjalla saman um það hvernig mental loadið hefur birst í þeirra lífi og hvaða leiðir þau hafa farið til að jafna byrðina sem til fellur í sambúðinni.
Karlmennskan - hlaðvarp
I aukaþáttur: Femínistafélag MH og Versló
„Rauðhærður vegan femínisti, hann myndi ekki fá lim [...] Já, MH-inga“ sagði viðmælandi í fyrirhuguðum podcast-þætti á vegum nemendafélags Verslunarskóla Íslands. Femínistafélag MH og femínistafélag Versló gagnrýndu þetta orðfæri, réttilega, og útskýra hér hvers vegna og hvaða áskoranir femínistar í framhaldsskólunum eru að takast á við. Typpa- og píkufýla eru hugtök sem koma fyrir og lýsa menningarfyrirbærunum ráðandi karlmennska og styðjandi kvenleiki á áhugaverðan hátt.
Karlmennskan - hlaðvarp
#8 ·
Narsisismi
„Ef að einstaklingar eru ekki til í að gera neitt í sínum málum, þá er bara best að sætta sig við það og halda áfram með líf sitt“ segir nafnlaus kona sem bjó við ofbeldi narsisísks manns í 5 ár. Nafnlausa konan deilir reynslu sinni af ofbeldistaktík narsisista og Anna Kristín Newton sálfræðingur skýrir þessa persónuleikaröskun sem leggst frekar á karla en aðra einstaklinga.
Karlmennskan - hlaðvarp
#7 ·
Sóley Tómasdóttir - Aktívismi
„Að passa sig er samofið femínískum aktívisma [...] útskýra að við hötum ekki karla og ég elski alveg son minn“. Sóley Tómasdóttir femínisti og fyrrverandi forseti borgarstjórnar í Reykjavík ræðir um það hvernig er að vera femínískur brautryðjandi og hafa verið gerð að holdgervingi femínismans á Íslandi. Förum yfir femíníska aktívismann, andspyrnuna og hvernig hún er að beita sér í dag.
Karlmennskan - hlaðvarp
#6 ·
Bjarni Snæbjörnsson - Heterósexismi
„Ég bað til Guðs á hverju kvöldi um að ég væri ekki hommi“. Bjarni Snæbjörnsson leikari lýsir upplifun sinni af því að vera samkynhneigður karlmaður í samfélagi sem er gegnsýrt af gagnkynhneigðum viðmiðum. Í gegnum spjall við Bjarna verður leitast við að að svara hvað er homophobia og hvernig heterósexismi getur skýrt þöggun, útilokun og vanlíðan (ó)gagnkynhneigðra karla og hinsegin fólks.
Karlmennskan - hlaðvarp
#5 ·
Klám
Klám fyrir sumum er ekki endilega það sama og klám er fyrir öðrum. Kynferðislega örvandi efni hefur þróast á síðustu árum og áratugum frá óaðgengilegum erótískum klámblöðum og rándýrum rauðum símalínum yfir í ókeypis og aðgengilegt internet klám. Sigga Dögg kynfræðingur, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir verkefnastýra hjá Stígamótum og Þórður Kristinsson doktorsnemi og framhaldsskólakennari útskýra klám og áhrif þess á líf barna og fullorðinna.
Karlmennskan - hlaðvarp
#4 ·
Hlaðvarp: Nafnlausu skrímslin
Gerendur ofbeldis ganga huldu höfði í íslensku samfélagi í skjóli mýta um fólk sem beitir ofbeldi. Sérfræðingar í málefnum brotaþola og gerenda telja að nauðgunarmenningu og ofbeldi verði ekki útrýmt nema með því að varpa ljósi á gerendur og skapa menningu þar sem þeir geta og þurfa að axla ábyrgð.
Karlmennskan - hlaðvarp
#3 ·
Feður og jafnrétti
Ísland mælist með mesta jafnrétti í heiminum, samkvæmt alþjóðlegum samanburði World Economic Forum, þrátt fyrir að hér ríki íhaldssöm viðhorf, meðal annars gagnvart foreldrahlutverkinu, sem hindra jafnrétti. Í þessum þætti er leitast svara við því hvernig foreldrahlutverkið er fyrirstaða jafnréttis og hver ábyrgð karla er í því samhengi? Viðmælendur eru Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, Sunna Símonardóttir aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB.
Karlmennskan - hlaðvarp
#2 ·
Karlar og tilfinningar
Karlar upplifa skömm og bæla og fela tilfinningar sínar fyrir öðrum. Sálfræðingar segja að karlar leiti sér síður aðstoðar vegna tilfinningavanda og þeir þurfi að sýna hugrekki til að gangast við tilfinningum sínum.
Karlmennskan - hlaðvarp
#1 ·
Eðli karla
Klín­ísk­ur sál­fræð­ing­ur bend­ir á að heil­inn þró­ast stöð­ugt og breyt­ist í takt við lífs­reynslu, en hún, sagn­fræð­ing­ur og heim­spek­ing­ur sam­mæl­ast um að allt sem skipti máli hvað varð­ar kyn sé fé­lags­lega ákvarð­að.
Karlmennskan - hlaðvarp