Túristakóngarnir

Mikilvægt er að styrkja innviði ferðaþjónustunnar svo Ísland geti tekið á móti fleiri ferðamönnum. Á meðan þeir streyma til Íslands græða nokkrir einstaklingar á tá og fingri. Þetta eru þeir stærstu í ferðamannaiðnaðinum, en þeir selja flug, gistingu, ferðir, laxveiði og lundabangsa.

ingi@stundin.is

Ísland getur tekið við fleiri ferðamönnum en styrkja þarf innviði ferðaþjónustunnar er inntakið í því sem viðmælendur Stundarinnar innan ferðaþjónustunnar segja. Í úttekt Stundarinnar á stöðu nokkurra vel þekktra, og annarra minna þekktra, ferðaþjónustufyrirtækja kemur vel fram hve uppgangurinn í greininni hefur verið mikill á liðnum árum. Tekjuaukningin á milli ára hefur verið um þriðjungur hjá mörgum fyrirtækjum og staða þeirra hefur gerbreyst frá árinu 2010. Nægir þar að nefna Icelandair, Drífu, Íslandshótel, Iceland Excursions og Reykjavík Excursions og Kynnisferðir.

Góðærið í ferðaþjónustunni hefur gert mörg fyrirtæki, og þá einstaklinga sem standa á bak við þau, fjáð á síðustu árum. Ekkert bendir til að næstu ár verði minni gósentíð innan ferðamennskunnar en síðustu ár. Þvert á móti: Líklegast er að ferðamannafjöldinn haldi bara áfram að aukast og samhliða því munu ferðaþjónustufyrirtækin stækka og eigendur þeirra hagnast meira. 

Stöðug fjölgun á milli ára

Á hverju ári koma stöðugt fleiri ferðamenn til landsins og hefur fjölgunin verið frá tæplega 18 prósentum til 24 prósenta á hverju ári frá 2010. Telur greiningardeild Íslandsbanka að tæplega 1.200 þúsund ferðamenn muni koma til landsins í gegnum Leifsstöð árið 2015 sem er hækkun um 23 prósent á milli ára. Árið í ár er því talið verða fyrsta árið þar sem meira en milljón ferðamanna - rúmlega þreföld íbúatala Íslands - komi til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. 

Greiningardeild Íslandsbanka benti líka á það í nýlegri skýrslu að fyrir nokkrum árum hafi markmiðið verið að fá eina milljón túrista til Íslands árið 2020 en þetta markmið mun nást í ár, 2015. Þess í stað segir greiningardeildin hugsanlegt að þessi tala verði frekar tvær eða þrjár milljónir árið 2020. 

Einn af viðmælendum Stundarinnar, Skúli Mogensen, telur þrjár milljónir vera raunhæft markmið og bendir á væntanlegar tekjur af slíkri tölu. „Ef hér væru 3 miljónir ferðamanna væru gjaldeyristekjur Íslands um 1.000 miljarðar á ári. Eitt þúsund milljarðar!“

Stærsta atvinnugreinin

Ferðaþjónustan er orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þjóðarinnar en í fyrsta skipti í fyrra fór hún upp fyrir sjávarútveginn í tekjusköpun. Í fyrra varð Icelandair líka stærsta fyrirtæki landsins miðað við tekjur þegar það fór fram úr Marel. Ferðaþjónustan er að verða stærst í öllu á Íslandi í dag og má segja að hún hafi tekið við hlutverki fjármálastarfseminnar eftir hrun íslenska bankakerfisins árið 2008. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Ritstjórn

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals