Fjármál
Flokkur
Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Nýjum reglum um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa hefur ekki verið vísað til afgreiðslu borgarstjórnar. Málið hefur verið mikið til umræðu vegna afskrifta Samherja á stórum hluta láns til Eyþórs Arnalds vegna kaupa á hlut í Morgunblaðinu.

Högg fyrir viðskiptavini eftir stöðvun íslenskrar greiðslumiðlunar

Högg fyrir viðskiptavini eftir stöðvun íslenskrar greiðslumiðlunar

Lokað hefur verið fyrir greiðslur hjá greiðslumiðluninni DalPay frá því fyrir jól eftir „óheppilega atburðarás“. Ástæðan er sögð gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Farvel. „Þetta er töluvert högg fyrir reksturinn,“ segir einn viðskiptavina.

Segir innheimtu­fyrirtæki hagnast á skulda­vanda borgarbúa

Segir innheimtu­fyrirtæki hagnast á skulda­vanda borgarbúa

3,7 prósent allra reikninga sem Reykjavíkurborg sendi fór í innheimtu. Skuldari greiðir allan kostnaðinn vegna innheimtunnar, sem er mishár eftir upphæð skuldar.

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt

Kirkjur, bænahús, safnahús og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana eru undanþegin fasteignaskatti. Skatturinn á þessa aðila hefði annars verið 640 milljónir króna í ár.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæsta ríkisframlag í sögunni

Rekstur Sjálfstæðisflokksins var neikvæður um 35 milljónir í fyrra þrátt fyrir sögulega há framlög hins opinbera. Fyrirtæki styrktu flokkinn um 22 milljónir króna og einstaklingar um 49 milljónir.

Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir

Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir

Samherji styrkti Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Vinstri græna alla á síðasta ári. Kaupfélag Skagfirðinga sem á Fisk Seafood gerði slíkt hið sama. Öll helstu sjávarútvegsfyrirtækin á listum yfir styrkveitingar.

Hæstu styrkir til Framsóknar frá útgerðinni

Hæstu styrkir til Framsóknar frá útgerðinni

Á meðal styrktaraðila Framsóknarflokksins í fyrra voru flokksfélagar sem hafa verið áberandi í viðskiptalífinu. Flokkurinn tapaði 2 milljónum króna á árinu. Endurgreiða þurfti styrk frá fyrirtæki í eigu Akureyrarbæjar.

Kapítalisminn á breytingaskeiði

Kapítalisminn á breytingaskeiði

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í viðskiptafræði og fulltrúi í fjármálaráði, segir að líta verði til samfélags- og umhverfissjónarmiða í rekstri fyrirtækja og fjármálastofnana. Hann telur að reyna muni á Ísland vegna alþjóðlegrar efnahagsþróunar en að þjóðin hafi tækifæri til að innleiða nýjar hugmyndir.

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

Indriði H. Þorláksson segir frumvarp Bjarna Benediktssonar um þrepaskiptan skatt á arf illa rökstutt. Hann segir erfðafjárskatt ekki vera tvísköttun og lækkun hans gagnist helst þeim eignamestu.

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna

ASÍ og BSRB leggjast gegn frumvarpi Bjarna Benediktssonar um lækkun erfðafjárskatts. Félögin segja að skatturinn sporni gegn ójöfnuði og fjármagni mikilvæg verkefni ríkisins.

Erfðafjárskattur lækkaður um tvo milljarða króna

Erfðafjárskattur lækkaður um tvo milljarða króna

Fyrirhuguð lagasetning Bjarna Benediktssonar um þrepaskiptan erfðafjárskatt mun kosta ríkissjóð tvo milljarða á næsta ári. Frumvarpið var áður lagt fram af Óla Birni Kárasyni og tíu þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Miðflokkurinn vill afnema skattinn.

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur

Fjórðungur af öllum skuldum heimilanna er nú óverðtryggður, samkvæmt nýju riti Seðlabankans. Búist er við vægum efnahagssamdrætti á árinu, en fjármálakerfið sagt þola áföll.