Bjarni Benediktsson upplýsti ekki um aðkomu sína að fjárfestingum Engeyinga á meðan hann sat á þingi í aðdraganda hruns. Fjölskylda hans átti ráðandi hlut í Íslandsbanka sem lánaði félögum þeirra tugi milljarða króna og einnig Bjarna persónulega. Nú mælir hann fyrir sölu ríkisins á hlut í bankanum. Forsagan skaðar traust, að mati samtaka gegn spillingu.
ÚttektBorgunarmálið
Borgun - frá ríkinu til Engeyinga og þaðan til Cayman-eyja
Sala Landsbankans á Borgun var valin „verstu viðskipti ársins“ og mál henni tengt er enn fyrir dómstólum. Borgun, sem gaf út fyrsta kreditkortið á Íslandi, verður hluti af neti tæknifyrirtækja í eigu brasilískra aðila sem ætla í samkeppni við banka með stuðningi Warren Buffett.
Fréttir
Engeyingar fjárfestu í hátíðniviðskiptum fyrir milljónir bandaríkjadala
Nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hefur kallað eftir því að hátíðniviðskiptum verði settar skorður með lögum. Faðir, bróðir og föðursystkini fjármálaráðherra hafa stundað slík viðskipti og fyrirtæki þeirra, Algrím ehf., hyggur á áframhaldandi „rekstur og þróun á High Frequency Trading strategíum“.
Fréttir
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
Eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar hefur bætt við sig hlutabréfum í Hval hf. á liðnum árum og hefur reynt að kaupa hluthafa út. Sjávarútvegsráðherra breytti reglugerð um hvalveiðar í kjölfar þrýstings frá forstjóra Hvals hf., Kristjáni Loftssyni.
ÚttektGlitnisgögnin
Veittu vildarviðskiptavinum 60 milljarða lán með tölvupóstum
Glitnir veitti vildarviðskiptavinum sínum mikið magn hárra peningamarkaðslána án þess að skrifað væri undir samning um þau. Bankinn skoðaði riftanir á uppgreiðslu fjölmargra slíkra lána í aðdraganda og í kjölfar hrunsins. Sá einstaklingur sem greiddi mest upp af slíkum lánum var Einar Sveinsson.
Rannsókn
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var. Hér er farið yfir atburðarásina í máli og myndum.
FréttirFerðaþjónusta
Deilur í fjölskyldufyrirtæki Engeyinga: Vilja ekki hlutabréf fyrrverandi framkvæmdastjóra
Jón Gunnsteinn Hjálmarsson lét af störfum hjá Kynnisferðum og tengdum félögum í fyrra eftir áratugalangt samstarf við Engeyingana. Reynir nú að selja 7 prósenta hlut sinn í Kynnisferðum í harðnandi árferði í íslenskri ferðaþjónustu.
Fréttir
Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar
Glitnisskjölin sýna að það var Bjarni Benediktsson sem var ígildi forstjóra fyrirtækja- og fjárfestingarfélagasamstæðu Engeyjarfjölskyldunnar á árunum fyrir hrunið 2008.
Fréttir
Engeyingar tapa á Kynnisferðum
Eigendur Alfa hf. hafa greitt sér út 2,2 milljarða arð á fimm árum og rann megnið til 10 manna hóps, en í fyrra tapaði félagið 200 milljónum króna. Afkoman var 362 milljónum lakari í fyrra heldur en árið 2016.
Fréttir
Skopmyndateiknari Moggans dregur dár að hvalabjörgunarfólki
Setur samasemmerki milli þess og gagnrýnenda Engeyjarættarinnar. Engeyingurinn Einar Sveinsson, föðurbróðir fjármálaráðherra, er nýlega orðinn stjórnarformaður Hvals hf.
Ríkisstjórnin mun þurfa að taka afstöðu til áframhaldandi langreyðaveiða á næstunni. Frændur fjármálaráðherra eru hluthafar í Hval hf. og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur lagst gegn því að hvalveiðistefna Íslands verði endurskoðuð.
GreiningRíka Ísland
Elítan hópast saman
Fólkið sem hagnast mest og tekur helstu ákvarðanir í íslensku samfélagi safnast saman á ákveðin svæði. Helstu aðilar í Engeyjarættinni fengu 920 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.