Einar Sveinsson
Aðili
Engeyingarnir og viðskiptafélagar þeirra töldu „brotið gegn lögvörðum réttindum sínum“

Engeyingarnir og viðskiptafélagar þeirra töldu „brotið gegn lögvörðum réttindum sínum“

Glitnir HoldCo lagði fram varakröfu um að staðfest yrði lögbann sem tæki einkum til upplýsinga um viðskipti Bjarna Benediktssonar, fjölskyldu hans og viðskiptafélaga. „Áttu ekkert erindi við almenning,“ sagði bróðir þáverandi forsætisráðherra í yfirlýsingu sem Glitnir HoldCo lagði fram.

Þorsteinn Már keypti virkjunarkost við Langjökul

Þorsteinn Már keypti virkjunarkost við Langjökul

Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður keypti sig inn Hagavatnsvirkjunar sem reynt hefur að fá leyfi til að byggja um nokkurra ára skeið. Um er að ræða þriðja virkjunarkostinn sem Þorsteinn Már fjárfestir í. Eyþór Arnalds er einn aðalhvatamaður Hagavatnsvirkjunar og er einn af eigendum félagsins. Þorsteinn segist nú hafa selt hlutinn í virkjunarkostinum.

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Sérstakur saksóknari rannsakaði viðskipti stjórnenda Íslandsbanka með hlutabréf bankans árið 2005 sem meint innherjaviðskipti. Stjórnendurnir tóku ákvörðun um að selja tryggingafélagið Sjóvá sem skapaði 4 milljarða bókfærðan hagnað og hækkun hlutabréfa þeirra sjálfra. Bjarni Benediktsson átti í nánum samskiptum við Bjarna Ármannsson á þessum tíma og áður og ræddu þeir meðal annars hlutabréfaverð í Íslandsbanka. Föðurbróðir Bjarna var einn þeirra sem græddi persónulega á hlutabréfastöðu í bankanum út af Sjóvársölunni.

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Gögnin úr Glitni sýna það aðgengi sem Bjarni Benediktsson og fjölskylda hans hafði að lánsfé hjá Glitni. Yfirtaka þeirra á Olíufélaginu var nær alfarið fjármögnuð af Glitni. Bjarni sjálfur fékk 50 milljóna kúlulán.

Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun

Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun

Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, seldi eignir í Sjóði sama dag og neyðarlögin voru sett þann 6. október 2008. Einar hellti sér yfir starfsmann Glitnis eftir að hann fékk veðkall frá bankanum í aðdraganda hrunsins. Eignarhaldsfélag Einars og hann sjálfur vörðu sig gegn 176 milljóna tapi með viðskiptunum. Félag Einars fékk niðurfelldar skuldir eftir hrun.

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett

Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og núverandi forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008. Þann 6. október miðlaði hann upplýsingum um störf FME til framkvæmdastjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hlutabréfasölu Bjarna í Glitni í febrúar 2008 en hann fundaði með bankastjóra Glitnis tveimur dögum áður en hann byrjaði að selja bréfin.

 Raforkusamningur Thorsil í uppnámi út af skorti á fjármögnun

Raforkusamningur Thorsil í uppnámi út af skorti á fjármögnun

Forsvarsmenn kísilmálmfyrirtækisins Thorsil halda sínu striki um byggingu verksmiðju sinnar í Helguvík þrátt fyrir miklar seinkarnir á verkefninu og United Silicon-málið. Fyrirtækið er hins vegar ekki lengur með tryggðan raforkusamning við Landsvirkjun vegna dráttar á verkefninu en á nú í viðræðum við ríkisfyrirtækið um nýjan samning.

Föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fær rúmar 300 milljónir

Föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fær rúmar 300 milljónir

Einar Sveinsson, föðurbróðir forsætisráðherra, fær rúmar 300 milljónir í arð í gegnum hlut sinn í félaginu sem keypti þriðjungshlut í Borgun á hagstæðu verði og án þess að hluturinn væri boðinn út, ef fyrirhugaðar arðgreiðslur verða að veruleika.

Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar

Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar

Kynnisferðir eru í eigu foreldra og frændsystkina Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, varar við hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu en fyrsta ráðherrafrumvarp Bjarna snerist um afturköllun slíkrar hækkunar.

Vandræði í Helguvík: Síendurtekinn greiðslufrestur og sagan endalausa

Vandræði í Helguvík: Síendurtekinn greiðslufrestur og sagan endalausa

Gjalddaga kísilmálmverksmiðjunnar frestað í sjöunda sinn. Forsvarsmenn Thorsil skulda 140 milljónir króna í gatnagerðargjöld sem greiða átti síðast í júlí. Fjármögnun verkefnisins átti að ljúka í ársbyrjun en er ekki enn lokið.

Endurteknir hagsmunaárekstrar Bjarna vegna viðskipta ættingja hans

Endurteknir hagsmunaárekstrar Bjarna vegna viðskipta ættingja hans

Sú staða hefur endurtekið komið upp í ráðherratíð Bjarna Benediktssonar að fyrirtæki Einars Sveinssonar, föðurbróður hans, tengist viðskiptum við opinbera eða hálfopinbera aðila sem lúta ráðherravaldi Bjarna. Nú er það Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem íhugar að kaupa hlutabréf í kísilmálmfyrirtækinu Thorsil sem fyrirtæki Einars er hluthafi í en Bjarni skipar fjóra af átta stjórnarmönnum sjóðsins. Gengur þessi staða upp samkvæmt lögum og reglum í íslensku samfélagi?

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra

Kísilverksmiðjan Thorsil, sem er meðal annars í eigu fjölskyldumeðlima Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á í vanda með fjármögnun. Stuðningur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem skipaðir eru af Bjarna Benediktssyni getur orðið lykillinn að lausn á vanda verksmiðjunnar. Meðal annarra hluthafa Thorsil er Eyþór Arnalds og Guðmundur Ásgeirsson sem hefur verið viðskiptafélagi föður Bjarna í áratugi.