Þorsteinn Már Baldvinsson verður aftur eini forstjóri Samherja, rúmu ári eftir að hann vék tímabundið frá vegna uppljóstrana í Samherjaskjölunum.
FréttirSamherjaskjölin
94287
Sakborningur í Samherjamálinu í Namibíu vill að ríkið greiði lögmannskostnað hans
Sacky Shangala, fyrrverandi ríkissaksóknari og dómsmálaráðherra Namibíu, vill að ríkið útvegi honum lögmann eða greiði lögmannskostnað hans. Upplýsingar hafa komið fram sem bendla forseta Namibíu við Samherjamálið og gæti krafa Shangala byggt á því að hann hafi verið að fylgja skipunum.
FréttirSamherjaskjölin
169470
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
FréttirSamherjaskjölin
92522
Norski bankinn úthýsti Samherja vegna lélegra skýringa á mútugreiðslum og millifærslum í skattaskjól
Skýringar Samherja á greiðslum af bankareikningum félagsins í norska DNB-bankanum voru ekki fullnægjandi að mati bankans. Gögn um uppsögnina á viðskiptunum eru hluti af vinnugögnum ákæruvaldsins í Namibíu sem rannsakar málið og íhugar að sækja stjórnendur Samherja til saka.
GreiningSamherjaskjölin
18162
Samherji lýsir viðskiptum, þar sem grunur er um samsæri, eins og eðlilegri kvótaleigu
Útgerðarfélagið Samherji reynir nú að þvo hendur sínar af mútugreiðslum í Namibíu með því að segja í Youtube-myndböndum og í fréttum að fyrirtækið hafi greitt markaðsverð fyrir kvótann. Alls 75 prósent af markaðsverðinu sem Samherji segist hafa greitt fyrir kvóta í Namgomar-viðskiptunum rann hins vegar til félags ráðgjafa Samherja í skattaskjóli. Þessi viðskipti eru nú rannsökuð sem samsæri.
FréttirSamherjaskjölin
89462
Samherji segir greiðslur til namibísku „hákarlanna“ hafa verið lögmætar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir að greiðslur Samherja til namibískra ráðamanna hafi verið „lögmætar“. Samherji útskýrir ekki eðli þessara greiðslna.
FréttirSamherjaskjölin
4119
Þess vegna eru þessi sex yfirheyrð í Namibíumálinu
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á Namibíumálinu og voru þeir yfirheyrðir í sumar. Þetta sýnir að rannsókn Namibíumálsins er í gangi hjá embættinu.
FréttirSamherjaskjölin
18131
Samherji segir enga mótsögn felast í yfirlýsingum um rannsókn Wikborg Rein
Samherji sagði í nóvember að niðurstöður rannsóknar Wikborg Rein á starfseminni í Namibíu yrðu birtar opinberlega. Nú segir forstjóri Samherja að þetta liggi ekki fyrir en jafnframt að þetta sé ekki í mótsögn við fyrri yfirlýsingar.
FréttirSamherjaskjölin
120664
Mögulegt að Samherji hafi ekki veitt DNB fullnægjandi svör um mútugreiðslur
DNB, stærsti banki Noregs, lokaði á Samherja í kjölfar eigin rannsóknar á viðskiptum félagsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir að Samherji hafi þá þegar flutt viðskipti sín, en neitar að segja hvert viðskiptin hafi verið flutt. „Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati,“ segir hann.
GreiningSamherjaskjölin
55454
Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum
Útgerðarfélagið Samherji hóf málsvörn sína í mútumálinu í Namibíu á að segja að lögbrot hafi átt sér stað en að þau hafi verið Jóhannesi Stefánssyni einum að kenna. Þegar sú málsvörn gekk ekki upp hafnaði Björgólfur Jóhannsson því að nokkur lögbrot hafi átt sér stað. Svo tilkynnti Samherji um innleiðingu nýs eftirlitskerfis út af misbrestum á starfsemi félagsins í Namibíu og virtist þannig gangast við sekt að einhverju leyti.
FréttirSamherjaskjölin
885
Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“
Deilur Samherja og viðskiptafélaga þeirra í Namibíu um togarann Heinaste eru í hnút. Samherji segir líklegt að togarinn verði ekki seldur úr landi heldur leigður út. Íslenska útgerðin er föst í Namibíu í bili, gegn eigin vilja.
FréttirSamherjaskjölin
48338
Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
Yfirlýsingar ríkissaksóknarans í Namibíu, Oliva Martha Iwalva, um Samherjamálið í Namibíu segja allt aðra sögu en yfirlýsingar starfandi forstjóra Samherja. Björgólfs Jóhannssonar. Saksóknarinn lýsti meintum brotum namibísku ráðamannanna sex sem sitja í gæsluvarðhaldi og þátttöku Samherja í þeim fyrir dómi.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.