Engeyingar fjárfestu í hátíðniviðskiptum fyrir milljónir bandaríkjadala
Nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hefur kallað eftir því að hátíðniviðskiptum verði settar skorður með lögum. Faðir, bróðir og föðursystkini fjármálaráðherra hafa stundað slík viðskipti og fyrirtæki þeirra, Algrím ehf., hyggur á áframhaldandi „rekstur og þróun á High Frequency Trading strategíum“.
Fréttir
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
Eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar hefur bætt við sig hlutabréfum í Hval hf. á liðnum árum og hefur reynt að kaupa hluthafa út. Sjávarútvegsráðherra breytti reglugerð um hvalveiðar í kjölfar þrýstings frá forstjóra Hvals hf., Kristjáni Loftssyni.
ÚttektGlitnisgögnin
Veittu vildarviðskiptavinum 60 milljarða lán með tölvupóstum
Glitnir veitti vildarviðskiptavinum sínum mikið magn hárra peningamarkaðslána án þess að skrifað væri undir samning um þau. Bankinn skoðaði riftanir á uppgreiðslu fjölmargra slíkra lána í aðdraganda og í kjölfar hrunsins. Sá einstaklingur sem greiddi mest upp af slíkum lánum var Einar Sveinsson.
Rannsókn
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var. Hér er farið yfir atburðarásina í máli og myndum.
FréttirFerðaþjónusta
Deilur í fjölskyldufyrirtæki Engeyinga: Vilja ekki hlutabréf fyrrverandi framkvæmdastjóra
Jón Gunnsteinn Hjálmarsson lét af störfum hjá Kynnisferðum og tengdum félögum í fyrra eftir áratugalangt samstarf við Engeyingana. Reynir nú að selja 7 prósenta hlut sinn í Kynnisferðum í harðnandi árferði í íslenskri ferðaþjónustu.
Greining
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
Bjarni Benediktsson vill ekki svara spurningum um hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Faðir Bjarna er ennþá stór hluthafi í tveimur stórum rekstrarfélögum í ferða- og ræstingaþjónustu.
Fréttir
Afskriftir fjölskyldufyrirtækja sem Bjarni tók þátt í að stýra eru 130 milljarðar
Glitnisskjölin sýna að það var Bjarni Benediktsson sem var ígildi forstjóra fyrirtækja- og fjárfestingarfélagasamstæðu Engeyjarfjölskyldunnar á árunum fyrir hrunið 2008.
Rannsókn
Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjarfjölskyldan Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson, nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bak við tjöldin á árunum fyrir hrunið 2008. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra.
Fréttir
Engeyingar tapa á Kynnisferðum
Eigendur Alfa hf. hafa greitt sér út 2,2 milljarða arð á fimm árum og rann megnið til 10 manna hóps, en í fyrra tapaði félagið 200 milljónum króna. Afkoman var 362 milljónum lakari í fyrra heldur en árið 2016.
Fréttir
Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð
Ræstingafyrirtækið heitir nú Dagar hf og er að mestu í eigu Benedikts og Einars Sveinssona.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Samskiptin voru óformleg, óskráð og ekki talin varða mikilvæg málefni
Dómsmálaráðuneytið brást við fyrirspurn Stundarinnar um Benedikt Sveinsson og Hjalta Sigurjón Hauksson með því að gera forsætisráðherra viðvart. Bjarni Benediktsson sagði svo Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni frá meðmælum föður síns.
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar
Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“
Sérstakur saksóknari rannsakaði viðskipti stjórnenda Íslandsbanka með hlutabréf bankans árið 2005 sem meint innherjaviðskipti. Stjórnendurnir tóku ákvörðun um að selja tryggingafélagið Sjóvá sem skapaði 4 milljarða bókfærðan hagnað og hækkun hlutabréfa þeirra sjálfra. Bjarni Benediktsson átti í nánum samskiptum við Bjarna Ármannsson á þessum tíma og áður og ræddu þeir meðal annars hlutabréfaverð í Íslandsbanka. Föðurbróðir Bjarna var einn þeirra sem græddi persónulega á hlutabréfastöðu í bankanum út af Sjóvársölunni.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.