Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
FréttirKreppur á Íslandi
218
Kreppan mikla – hin fyrri og verri
Kreppur á Íslandi - 1. hluti
Þegar talað er um verstu kreppu í heila öld gleymist að af litlu var að taka fyrr á árum.
Viðtal
29346
„Við erum farin að gefa hvert öðru fullkominn óþarfa“
Jólahátíðin er neysluhátíð. Fyrirtæki nýta sér sjálfvirka hugarferla okkar til þess að auka enn neysluna. Ragna Benedikta Garðarsdóttir dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur meðal annars kynnst tilraunum til að nota áföll fólks til þess að breyta kauphegðun þess.
FréttirSamherjamálið
97835
Gögn sýna útsendara Samherja ræða við mútuþega um að hylja peningaslóðina
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásakaði uppljóstrarann í Namibíu og ávítti fjölmiðla fyrir umfjöllun um mútumál félagsins í Namibíu. Nú sýna ný gögn að rannsóknarlögreglumaðurinn Jón Óttar Ólafsson sem Þorsteinn kvaðst hafa sent til Namibíu átti í samskiptum við mútuþegann James Hatuikulipi sumarið 2019 um hvernig tekist hefði að hylja slóð peningagreiðslnanna.
FréttirSamherjaskjölin
65422
Norska fjármálaeftirlitið íhugar að sekta fyrrum viðskiptabanka Samherja um sex milljarða
DNB-bankinn verður mögulega sektaður um rúma 6 milljarða króna fyrir að hafa ekki fylgt lögum og reglum um peningaþvætti nægilega vel. Fjármálaeftirlitið gerði rannsókn á bankanum eftir að sagt var frá viðskiptum Samherja í gegnum hann sem leiddi til þess að útgerðarfélagið hætti sem viðskiptavinur DNB.
Fréttir
634
Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Utanríkisráðherra er eini ráðherrann sem hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umræðna um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19. Fjölskylda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á einnig ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda vegna Covid-19.
FréttirLaxeldi
100491
Auðlindafyrirtæki á markað í Noregi: Aflandsfélag á Kýpur á nær helming hlutabréfanna
Íslensk laxeldisfyrirtæki fara á hlutabréfamarkað í Noregi eitt af öðru. Norsk laxeldisfyrirtæki eiga stærstu hlutina í íslensku félögunum. Hagnaðurinn af skráningu félaganna rennur til norsku. Engin sambærileg lög gilda um eignarhlut erlendra aðila á íslensku laxeldisauðlindinni og á fiskveiðiauðlindinni.
FréttirSamherjaskjölin
24162
Björgólfur sagði ranglega að Samherji hefði ekki notað skattaskjól
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, svaraði því neitandi í viðtali spurður hvort félagið hefði notað skattaskjól í rekstri sínum. Að minnsta kosti þrjú skattaskjól tengjast rekstri Samherja þó ekkert sýni að lögbrot eða skattaundanskot hafi átt sér stað í þessum rekstri.
FréttirLaxeldi
1279
Hluthafar Arnarlax selja hlutabréf með miklum hagnaði: Lífeyrissjóðurinn Gildi kaupir fyrir 3 milljarða
Íslenski lífeyrissjóðurinn Gildi verður stór hluthafi í laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi en sjóðurinn hyggst kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega 3 milljarða. Kaupin eru liður í skráningu Arnarlax á Merkur-hlutabréfamarkaðinn í Noregi. Stórir hluthafar í Arnarlaxi, eins og Kjartan Ólafsson, selja sig ut úr félaginu að hluta á þessum tímapunkti.
Arion banki heimilaði sölu á tveimur jörðum og sumarbústað sem voru veðsett í tilraunum Skúla til að bjarga WOW air. Bankinn lánar félagi Brynjólfs Mogensen fyrir kaupunum og heldur eftir sem áður veðum í eignunum. Skúli Mogensen er ánægður að sumarbústaðurinn verður áfram í fjölskyldunni.
FréttirFall WOW air
17
Móðurfélag WOW air tapaði tæpum 600 milljónum í fyrrra
Móðurfélag WOW air tapaði 5 milljörðum króna á tveimur síðustu rekstrarárum sínum. Skuldauppgjör WOW air og Skúla Mogensen stendur nú yfir og hefur Arion banki leyst til sín einbýlishús hans upp í skuld.
Viðtal
15297
„Afkomuöryggi er leiðin út úr kreppunni“
Drífa Snædal forseti ASÍ hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði í sviptivindum á vinnumarkaði. Covid-kreppan hefur valdið því að framleiðni hefur dregist saman um hundruð milljarða og útlit er fyrir nokkur hundruð milljarða króna minni framleiðni á næsta ári heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Atvinnuleysi hefur náð hæstu hæðum og mikill þrýstingur hefur verið á launafólk að taka á sig kjara- og réttindaskerðingar. Hún varar við því að stjórnvöld geri mistök út frá hagfræðikenningum atvinnurekenda.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.