Þórður Már sver af sér ábyrgð á aðkomu að starfslokum Eggerts
Þórður Már Jóhannesson, hluthafi og fyrrverandi stjórnarformaður í Festi, vísar á tilkynningu almenningshlutafélagsins þegar hann er spurður um aðkomu sína að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar. Stjórn Festar sagði Eggerti upp í byrjun júní af óljósum ástæðum. Villandi tilkynningar voru sendar til Kauphallar Íslands út af starfslokum hans.
FréttirStórveldi sársaukans
4
Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
Lífeyrissjóðirnir sem fjárfestu í Actavis þegar fyrirtækið var stórtækt á ópíóðamarkaðinum í Bandaríkjunum segjast ekki hafa vitað um skaðsemi og villandi markaðssetningu morfínlyfjanna. Íslenskir lífeyrissjóðir högnuðust um 27 milljarða þegar þeir seldu fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar hlutabréf í Actavis árið 2007, eftir að fyrirtækið var farið að selja morfínlyf í stórum stíl.
ÚttektSalan á Íslandsbanka
7
Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
FréttirLaxeldi
2
Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
Laxeldisfyrirtækið Háafell hefur sett niður sjókvíar við eyjuna Vigur í mynni Skötufjarðar í Ísafjarðardjúpi. Gísli Jónsson, eigandi og bóndi í Vigur, er ekki sáttur við þetta og segir að laxeldi í Ísafjarðardjúpi stangist á við þá miklu ferðamannaþjónustu sem þar fram í gegnum ýmsa aðila.
FréttirStórveldi sársaukans
3
Íslenskir fjárfestar fengu 180 milljarða eftir að Actavis fór inn á ópíóðamarkaðinn í Bandaríkjunum
Alls fengu 4.000 íslenskir fjárfestar, sem voru í hluthafahópi Actavis, greidda samtals 180 milljarða króna þegar fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar keypti þá út úr Actavis árið 2007. Um var að ræða það sem Björgólfur Thor kallaði réttilega sjálfur „stærstu viðskipti Íslandssögunnar frá stríðslokum“. Verðmat á Actavis hefði aldrei verið það sem það var nema vegna þess að fyrirtækið hafði náð fótfestu á verkjalyfjamarkaðinum í Bandaríkjunum.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins setti fram gagnrýni á sölumeðferð hlutabréfa í Íslandsbanka. Gagnrýnin beindist að þeim bönkum og verðbréfafyrirtækjum sem seldu hlutabréfin þó enginn einn aðili hefði verið nefndur. Talsmenn þessara fyrirtækja kjósa að tjá sig ekki um hana utan einn, verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem undirstrikar að félagið hafi fylgt lögum og reglum í útboðinu. Seðlabankinn segist ætla að flýta rannsókninni á útboðinu.
FréttirStórveldi sársaukans
5
Actavis og ópíóðafaraldurinn: Eigandinn Björgólfur segist ekki „búa yfir upplýsingum“
Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrum stærsti hluthafi og stjórnarformaður Actavis, svarar ekki efnislega spurningum um þatttöku Actavis á ópíóðamarkaðnum í Bandaríkjunum á árunum 2006 til 2012. Á meðan Björgólfur Thor átti félagið seldi það tæplega 1 af hverjum 3 ópíóðatöflum sem seldar voru í Bandaríkjunum, tekjur félagains margfölduðust og bandarísk yfirvöld gagnrýndu félagið fyrir markaðssetningu á morfínlyfjum og báðu Actavis um að snarminnka framleiðslu á þeim.
FréttirStórveldi sársaukans
1
Róbert dregur úr ábyrgð sinni: Seldu hlutfallslega mest af ópíóðum þegar hann var forstjóri
Fyrrverandi forstjóri Actavis, Róbert Wessman, segir að hann hafi ætíð haft það að leiðarljósi sem lyfjaforstjóri að bæta líf fólks. Hann vill meina að stefna Actavis í sölu á ópíóðum í Bandaríkjunum hafi breyst eftir að hann hætti hjá félaginu. Markaðshlutdeild Actavis á landsvísu í Bandaríkjunum var hins vegar mest árið 2007, 38.1 prósent á landsvísu, þegar Róbert var enn forstjóri félagsins.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Ráðuneyti Bjarna bendir á ábyrgð Bankasýslunnar sem heyrir undir hann sem ráðherra
Fjármála- og efnahagsráðuneytið benti ítrekað á Bankasýslu ríkisins þegar spurninga var spurt um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bankasýslan heyrir hins vegar undir ráðuneyti fjármála.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka
Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið. Fjármáleftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú þá aðila sem sáu um útboð ríkisins. Út frá svörum bankasýslunnar er ljóst að bankarnir og verðbréfafyrirtækin stýrðu því hverjir fengu að kaupa hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.