AK-72

AK-72

Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað árum saman um stjórnmál og önnur samfélagsmál undir bloggheitinu AK-72. Á milli þess gjóar hann augunum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru því sem vekur áhuga hans hverju sinni.

Legókubba­leik­ur for­sæt­is­ráð­herra með Land­spít­al­ann

Ég ætla að játa það strax að ég hef ekki haft hing­að til voða­lega mikla skoð­un á því hvar væri best að hafa nýj­an Lands­spít­ala né hvernig á að byggja hann. Það hef ég ált­ið hing­að til vera verk­efni sér­fræð­inga og heil­brigð­is­geir­ans að út­færa. Samt hef ég þó nokkra skoð­un á þeirri hug­dettu bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og for­sæt­is­ráð­herra í ein­hverj­um Legókubba­leik...

Gleði­tíð­indi Vig­dís­ar Hauks­dótt­ir

„Þessi rík­is­stjórn hef­ur haft heil­brigð­is­mál­in í al­gjör­um for­gangi síð­an hún tók við og það hef­ur sýnt sig í fjár­laga­gerð hvers árs og svo voru að ber­ast þau ánægju­legu tíð­indi að Ís­land er í 8. sæti af ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins með hvað besta heil­brigð­is­þjón­ustu. Það voru gleði­leg tíð­indi." Þessi orð lét Vig­dís Hauks­dótt­ir falla á al­þingi í um­ræð­um um und­ir­skriftal­ista Kára...

Fjár­mögn­un bætts heil­brigðis­kerf­is

Við­brögð Sjálf­stæð­is­þing­manna við und­ir­skriftal­ista Kára Stef­áns­son­ar um að veitt verði meira fé í heil­brigðis­kerf­ið hafa ver­ið á einn veg. Söfn­un­inni hef­ur ver­ið mætt með and­spyrnu enda er þetta markmið und­ir­skrifta­söfn­un­inn­ar and­stætt mark­miði Sjálf­stæð­is­flokks­ins um eyði­legg­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins í átt til einka­vinavæð­ing­ar. Sú and­spyrna hef­ur birst í hræðslu­áróðri um að þetta þýddi skatta­hækk­an­ir og ámátt­legri smjörklípu um að þeir sem standi að...

Stærsti vinn­ing­ur­inn

Það datt ein­hver í lukkupott­inn í gær og fékk 86 millj­ón­ir í Vík­ingalottó­inu. Von­andi verð­ur þetta við­kom­andi til gæfu og vart ann­að hægt ann­að en að óska við­kom­andi til ham­ingju. Samt er þetta ekki stærsti lukkupott­ur­inn sem frést hef­ur af ný­ver­ið hér á landi. T.d. duttu vild­ar­við­skipta­vin­ir Ari­on-banka óvænt í lukkupott­inn þeg­ar þeir keyptu sér miða í einka­vinavæð­ing­ar­lottó­inu á sér­stöku...
Styrkur töframannsins

Styrk­ur töframanns­ins

Um dag­inn voru birt­ar viða­mikl­ar frétt­ir upp úr Fés­bók­ar-status ein­hvers Ein­ars Mika­els töframanns sem að eig­in sögn er heims­fræg­ur á Ís­landi og þarf að versla í Hag­kaup á næt­urn­ar til að fá frið fyr­ir æst­um að­dá­end­um. Þar fór hann ham­förum um lista­manna­laun og hvatti m.a. til þess að rit­höf­und­ar yrðu snið­gengn­ir ef þeir af­söl­uðu sér ekki þess­um verk­efna­styrkj­um...

Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu­hug­mynd for­sæt­is­ráð­herra

For­sæt­is­ráð­herra hef­ur hent því út að hann myndi vilja sjá þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um verð­trygg­ing­una. Nú væri hægt svo sem að bæta ýmsu við það sem bent hef­ur ver­ið á með eðli þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna og til­gang þeirra en það er ágætt að velta fyr­ir sér af hverju Sig­mund­ur Dav­íð er að viðra þetta. Fyr­ir það fyrsta þá er hann að tala um það...

Hefðu þeir feng­ið betri kjör?

Það var áhuga­verð frétt í Frétta­blað­inu í morg­un. Þar var sagt frá því að stóru olíu­fé­lög­in hefðu hunds­að út­boð Lands­sam­band smá­báta­sjó­manna sem haf­ið leit­að eft­ir til­boði í öll við­skipti fé­lags­manna sinna. Að­eins eitt þeirra sýndi áhuga og fékk við­skipt­in. Fyr­ir ut­an að þetta minnti á hina gömlu(og nýju?) tíma olíu­sam­ráðs þá svar­aði N1 ekki spurn­ing­um frétta­manns og Olís kom...

Ára­móta­upp­gjör 2015

Það hef­ur ver­ið til siðs hjá mér að rifja upp í skrif­um upp­lif­un­ina af ár­inu áð­ur en mað­ur fer að und­ir­búa ofát á ára­mótakalk­ún­in­um í góð­um fé­lags­skap. Samt er svo að þeg­ar mað­ur hugs­ar um þetta ár þá er hugs­un­in sú að ann­að­hvort hafi þetta ver­ið eitt­hvað milli­bils­ár eða það ein­kenn­ist of mik­ið af þreytu, doða, áhuga­leysi og ákveð­inni upp­gjöf...

Feil­skot Bjarna á for­set­ann

Það eru væg­ast sagt sér­stök við­brögð hjá Bjarna Ben að bregð­ast ókvæða við gagn­rýn­isorð­um for­set­ans sem var við mat­ar­dreif­ingu í Fjöl­skyldu­hjálp. For­set­inn lét í ljós þá skoð­un við frétta­mann um að ís­lenskt sam­fé­lag hefði brugð­ist í ljósi þess að ör­yrkj­ar og aldr­að­ir þyrftu að standa í bið­röð­um eft­ir mat og öðr­um nausð­ynj­um fyr­ir jól. Mað­ur get­ur svo sem skil­ið að...

Draum­ar valda­manna

For­sæt­is­ráð­herra end­ur­vek­ur húsa­meist­ara rík­is­ins upp. For­sæt­is­ráð­herra frið­ar hafn­ar­garða með flutn­ings­kostn­að upp á hálf­an millj­arð hið minnsta. For­sæt­is­ráð­herra fær al­þingi til að hefjast handa við að byggja snobbhús­næð­isvið­bót við al­þingi upp á tvo og hálf­an millj­arð. Mað­ur finn­ur skyndi­lega til kunn­ug­legr­ar til­finn­ingu um hvernig for­sæt­is­ráð­herra læt­ur alla sína drauma sína í skipu­lags­mál­um með þegj­andi sam­þykki sam­herja. Til­finn­ingu sem kall­ast Deja vu....

Frétt­ir um fram­tíð og græðgi

Það er áhuga­vert að bera sam­an frétta­flutn­ing kvölds­ins hjá sjón­varps­stöðv­un­um í kjöl­far samn­ings í lofts­lags­mál­um Hjá RÚV var tal­að við vís­inda­mann sem sagði ör­lít­ið frá áhrif­um súrn­um sjáv­ar og skelfi­leg­ar af­leð­ing­ar þess á líf­rík­ið sem næstu kyn­slóð­ir gætu þurft að upp­lifa ef ekk­ert er brugð­ist við. Í kjöl­far frétta var mál­inu fylgt á eft­ir með Kast­ljós­þætti með hópi sér­fræð­inga...

Mun rík­is­stjórn­in virða samn­ing­inn?

Sam­kvæmt frétt­um var und­ir­rit­að sögu­leg­ur samn­ing­ur í lofts­lags­mál­um í dag. Það er gott mál en kveikti strax upp spurn­ingu í koll­in­um hjá manni. Hvað með ís­lensku rík­is­stjórn­ina? Ætl­ar hún sér að virða samn­ing­inn? Mað­ur get­ur varla ann­að en spurt sig í ljósi þess að sam­kvæmt fjár­lög­um þá eru skatt­greið­end­ur að fara að leggja 30 millj­ón krón­ur í und­ir­bún­ings­vinnu fyr­ir ál­ver...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu