Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Mun ríkisstjórnin virða samninginn?

Samkvæmt fréttum var undirritað sögulegur samningur í loftslagsmálum í dag.

Það er gott mál en kveikti strax upp spurningu í kollinum hjá manni.

Hvað með íslensku ríkisstjórnina?

Ætlar hún sér að virða samninginn?

Maður getur varla annað en spurt sig í ljósi þess að samkvæmt fjárlögum þá eru skattgreiðendur að fara að leggja 30 milljón krónur í undirbúningsvinnu fyrir álver í Skagafirði.

Svona fyrir utan að það er stórfurðulegt að ríkið sé að niðurgreiða kostnað við stóriðju þá eru uppbygging slíkra mengunarvalda sem álver og önnur stóriðja eru varla til þess fallin að auka líkur á því að Ísland standi við samninginn.

Ekki nóg með það heldur er þetta einstaklega óhagkvæm framkvæmd í ljósi lágs álverðs og hversu dýrt það er fyrir samfélag og náttúru að skapa störfin við þetta.

Manni finnst því hæpið að núverandi ríkisstjórnarflokkar ætli sér að virða samninginn fyrst áframhaldandi stóriðjustefna er komin af stað að nýju.

Að ógleymdu því að ríkisstjórnin er nú þekkt fyrir að standa ekki við orð sín og samþykktir þegar á hólminn er komið.

Það er því hætt við að þessi samningur muni enda í ruslatunnunni við hlið loforðsins um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.

Líkt og velflest annað.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni