Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Fréttir um framtíð og græðgi

Það er áhugavert að bera saman fréttaflutning kvöldsins hjá sjónvarpsstöðvunum í kjölfar samnings í loftslagsmálum

Hjá RÚV var talað við vísindamann sem sagði örlítið frá áhrifum súrnum sjávar og skelfilegar afleðingar þess á lífríkið sem næstu kynslóðir gætu þurft að upplifa ef ekkert er brugðist við. Í kjölfar frétta var málinu fylgt á eftir með Kastljósþætti með hópi sérfræðinga þar sem reynt var að varpa aðeins ljósi á samninginn og út á hvað loftslagsmálin gengju, hugsanlegar afleiðingar og hverju við þyrftum að breyta til að ná settum markmiðum.

Hjá Stöð 2 var annarskonar frétt í gangi. Þar var talað við orkumálastjóra um afleiðingar þess ef hætt yrði við olíuleit og vinnslu sem einn helsti álitsgjafi fréttastofu Stöðvar 2 hefur mikla fjárhagslega hagsmuni af. Mikill þungi var lagður í það að ríkið yrði e.t.v. skaðabótaskylt ef leyfin yrðu afturkölluð vegna aðgerða í loftslagsmálum. Þung áhersla var lögð á að þetta gæti verið skaðabótaskylt tjón upp á marga milljarða vegna kostnaðar peningamanna og fyrirtækja við olíuleit. Að lokum var klykkt út með þeim orðum að það væri líklegast ekki umhverfisvænt að hætta við olíuleitina enda stafaði meiri hætta af kolavinnslu og að það þyrfti frekar að skoða betri orkunýtingu úr olíunotkun.

Þessar mismunandi áherslur í fréttum eru nefnilega lýsandi fyrir stríðið sem er framundan vegna samningsins.

Stríðsins milli framtíðar mannkyns og skammsýnnar græðgi dólgafrjálshyggjumanna.

Og því miður er hætt við að græðgi dólgafrjálshyggjunnar vinni enn eina ferðina.

Enda stýrir hún flestum fjölmiðlum hér á landi með því að veifa ógnandi buddu sinni.

Nema þá helst RÚV .

Enda vill ríkisstjórnin þá stofnun feiga fyrir fréttaflutning og einbeitir sér að því að reyna að myrða hana.

Með því að kyrkja hana hægt með peningavaldinu.

Enda ekki hægt að kaupa upp RÚV líkt og fjölmiðla á frjálsum markaði.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni