AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

Það er greinilega kominn einhver herferð af stað um að sannfæra landann um að selja þurfi bankanna  og veikja regluverkið í kringum þá líkt og sést í ritstjórnar- og markaðsgreinum Fréttablaðsins sem hefur tekið við hlutverki Morgunblaðsins í áróðursherferðum Sjálfstæðisflokksins.  Einnig hefur slíkt heyrst frá undirsátum Bjarna Ben hjá Bankasýslunni og að sjálfsögðu þingmennirnir hans.

Eitt nýjasta innleggið er gömul tugga framreidd sem ný hugmynd frá Óla Birni Kárasyni þar sem hann stingur upp á því að þjóðin verði gerð að kapitalistum með því að hún fái að eignast 20% í ríkisbönkunum tveimur sem hún á þegar að öllu í gegnum ríkið. Það er látið sem það sé einhver stórkostleg gjöf að þjóðin fái að eignast hlutabréf í bönkum sem þjóðin á nú þegar í gegnum ríkið og allir eigi að verða ríkir á því.

Það er nú það stuff frá Hruni að við ættum flest að muna hvernig fer fyrir hlutabréfum þar sem „kjölfestufjárfestar“ fá að eignast á hinum „frjálsa“ markaði þar sem og hverjir það eru sem tapa. Stóru aðilarnir sem er búið að makka um í bakherberbergjum að megi eignast hlut í bönkunum: Samherji, aðrir kvótagreifar, Engeyingar og álíka góðir Sjálfstæðismenn munu skipta bönkunum á milli sín og svo þynna þessi 20% út með einhverjum hætti þannig að þetta verður orðið rýrt í roðinu. Líklegast yrði „20% þjóðargjöfin“ svo keypt upp á gjafverði af þeim eigendum sem njóta velvildar flokksins og svo hækkað að nýju verði með vafningum  hins „frjálsa“ markaðar og svo einhverjir nýir Sjóðir 9 látnir kaupa bréfin aftur á uppsprengdu verði með sparnaði landans sem situr svo aftur eftir með sárt ennið þegar allt hrynur.

Eins og það sé ekki nægilega góð röksemd fyrir því af hverju við ættum ekki að selja bankanna þá hefur lítið verið gert til þess að taka á þeim þjóðinni til heilla, áhættufíkn bankabónusa er enn til staðar og ofurlaun hinna ábyrgðarlausu einnig, Fjármálaeftirlitið er enn veikt og veikist líklegast enn frekar þegar það fer undir Seðlabankann, bönkunum hefur ekki verið skipt upp í viðskiptabanka og fjárfestingabanka hvað þá að þeir hafi verið gerðir að samfélagsbönkum,  og margt fleira í þeim dúr.

Ef aftur á móti það ætti að selja eitthvað af bönkunum þá ætti að selja fjárfestingabankastarfsemina eingöngu út úr bönkunum og eftir að búið er að herða lög, viðurlög við brotum, koma í veg að leikendur Hrunsins allt frá Engeyingum til S-hópsins geti eignast hlut í bönkum og gera fjármálaeftirlit það sterkt að bankamenn sofa ekki á næturnar af ótta við að það finnist kusk á lyklaborðinu. Til viðbótar er algjör nauðsyn að vera búið verði stöðva fjárfestingar skálkaskjólsfyrirtækja sem eru staðsett t.d. á Tortóla, Kýpur, Lúxemborg og Panama sem notuð eru fyrir peningaþvætti, skattsvik og fleiri hefðbundna viðskiptahætti íslensks viðskiptalífs sem ásælist nú bankanna.

Engar af þessum nauðsynlegu aðgerðum er samt líklegt að verði að veruleika undir hægristjórn og því nokkuð ljóst að einkavinavæðing bankanna er biluð endurtekning sögunnar á því ferli sem leiddi til Hrunsins og með sömu leikmönnum sem munu haga sér alveg eins.

Sama og þegið, Sjálfstæðisflokkur.

Þjóðin hefur bara ekki efni á þeirri hugmynd að verða „kapitalistar“ sem þurfa svo að borga brúsann aftur eftir að flokksjöfrar ykkar hafa rænt bankanna að innan.

En aftur á móti ef þessi markaðsetningarhugmynd Óla Björns um að þjóðin fái beinan ráðstöfunarrétt yfir eigum sínum þykir hljóma vel þá er ég með miklu betri hugmynd um útfærslu heldur en að deila stóráhættusömum hlutabréfum niður á landsmenn

Það mætti gera þetta með kvótann.

Á hverju ári yrði öllum fiskveiðiheimildum skipt jafnt á mili landsmanna sem eiga allir saman fiskveiðiauðlindana og þeir mættu ráða því sjálfir hvort þeir nýttu hann sjálfir eða leigðu nýtingarréttinn áfram til sjávarútvegsfyrirtækja sem þyrftu að greiða þá markaðsverð fyrir þá leigu.

Það yrði allavega hið minnsta skárra fyrirkomulag heldur en það óheilbrigða ástand að stórkvótagreifarnir geti stórgrætt á því að framleigja úthlutuðum kvóta á okurverði til minni útgerða í stað þess að vera með kvóta fyrir eingöngu því sem þeir raunverulega veiða.

En einhvern veginn efast ég um að sama kapítalista-markaðshugmynd Óla Björns um kvótaúthlutun myndi fá hljómgrunn meðal flokksdrottnara hans sem myndu æfir stimpla þessa hugmynd sem argasta kommúnsima.

Þjóðin er nefnilega ekki „réttu kapitalistarnir“ þegar kemur að því að hagnast á fiskveiðiauðlindinni.

Aðeins hinir fáu flokksdrottnarar mega það.

Líkt og mun gerast með einkavinavæddu bankanna.

Fram að næsta frjálshyggjugerða Hruni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
3

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
4

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Pírati í Prag ögrar Peking
5

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
6

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
3

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking
5

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
6

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
3

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking
5

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
6

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
4

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
4

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Nýtt á Stundinni

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu

Fólk strandar á grænmetinu

·
Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Með svona bandamenn ...

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·