Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Betri hugmynd handa Óla Birni

Það er greinilega kominn einhver herferð af stað um að sannfæra landann um að selja þurfi bankanna  og veikja regluverkið í kringum þá líkt og sést í ritstjórnar- og markaðsgreinum Fréttablaðsins sem hefur tekið við hlutverki Morgunblaðsins í áróðursherferðum Sjálfstæðisflokksins.  Einnig hefur slíkt heyrst frá undirsátum Bjarna Ben hjá Bankasýslunni og að sjálfsögðu þingmennirnir hans.

Eitt nýjasta innleggið er gömul tugga framreidd sem ný hugmynd frá Óla Birni Kárasyni þar sem hann stingur upp á því að þjóðin verði gerð að kapitalistum með því að hún fái að eignast 20% í ríkisbönkunum tveimur sem hún á þegar að öllu í gegnum ríkið. Það er látið sem það sé einhver stórkostleg gjöf að þjóðin fái að eignast hlutabréf í bönkum sem þjóðin á nú þegar í gegnum ríkið og allir eigi að verða ríkir á því.

Það er nú það stuff frá Hruni að við ættum flest að muna hvernig fer fyrir hlutabréfum þar sem „kjölfestufjárfestar“ fá að eignast á hinum „frjálsa“ markaði þar sem og hverjir það eru sem tapa. Stóru aðilarnir sem er búið að makka um í bakherberbergjum að megi eignast hlut í bönkunum: Samherji, aðrir kvótagreifar, Engeyingar og álíka góðir Sjálfstæðismenn munu skipta bönkunum á milli sín og svo þynna þessi 20% út með einhverjum hætti þannig að þetta verður orðið rýrt í roðinu. Líklegast yrði „20% þjóðargjöfin“ svo keypt upp á gjafverði af þeim eigendum sem njóta velvildar flokksins og svo hækkað að nýju verði með vafningum  hins „frjálsa“ markaðar og svo einhverjir nýir Sjóðir 9 látnir kaupa bréfin aftur á uppsprengdu verði með sparnaði landans sem situr svo aftur eftir með sárt ennið þegar allt hrynur.

Eins og það sé ekki nægilega góð röksemd fyrir því af hverju við ættum ekki að selja bankanna þá hefur lítið verið gert til þess að taka á þeim þjóðinni til heilla, áhættufíkn bankabónusa er enn til staðar og ofurlaun hinna ábyrgðarlausu einnig, Fjármálaeftirlitið er enn veikt og veikist líklegast enn frekar þegar það fer undir Seðlabankann, bönkunum hefur ekki verið skipt upp í viðskiptabanka og fjárfestingabanka hvað þá að þeir hafi verið gerðir að samfélagsbönkum,  og margt fleira í þeim dúr.

Ef aftur á móti það ætti að selja eitthvað af bönkunum þá ætti að selja fjárfestingabankastarfsemina eingöngu út úr bönkunum og eftir að búið er að herða lög, viðurlög við brotum, koma í veg að leikendur Hrunsins allt frá Engeyingum til S-hópsins geti eignast hlut í bönkum og gera fjármálaeftirlit það sterkt að bankamenn sofa ekki á næturnar af ótta við að það finnist kusk á lyklaborðinu. Til viðbótar er algjör nauðsyn að vera búið verði stöðva fjárfestingar skálkaskjólsfyrirtækja sem eru staðsett t.d. á Tortóla, Kýpur, Lúxemborg og Panama sem notuð eru fyrir peningaþvætti, skattsvik og fleiri hefðbundna viðskiptahætti íslensks viðskiptalífs sem ásælist nú bankanna.

Engar af þessum nauðsynlegu aðgerðum er samt líklegt að verði að veruleika undir hægristjórn og því nokkuð ljóst að einkavinavæðing bankanna er biluð endurtekning sögunnar á því ferli sem leiddi til Hrunsins og með sömu leikmönnum sem munu haga sér alveg eins.

Sama og þegið, Sjálfstæðisflokkur.

Þjóðin hefur bara ekki efni á þeirri hugmynd að verða „kapitalistar“ sem þurfa svo að borga brúsann aftur eftir að flokksjöfrar ykkar hafa rænt bankanna að innan.

En aftur á móti ef þessi markaðsetningarhugmynd Óla Björns um að þjóðin fái beinan ráðstöfunarrétt yfir eigum sínum þykir hljóma vel þá er ég með miklu betri hugmynd um útfærslu heldur en að deila stóráhættusömum hlutabréfum niður á landsmenn

Það mætti gera þetta með kvótann.

Á hverju ári yrði öllum fiskveiðiheimildum skipt jafnt á mili landsmanna sem eiga allir saman fiskveiðiauðlindana og þeir mættu ráða því sjálfir hvort þeir nýttu hann sjálfir eða leigðu nýtingarréttinn áfram til sjávarútvegsfyrirtækja sem þyrftu að greiða þá markaðsverð fyrir þá leigu.

Það yrði allavega hið minnsta skárra fyrirkomulag heldur en það óheilbrigða ástand að stórkvótagreifarnir geti stórgrætt á því að framleigja úthlutuðum kvóta á okurverði til minni útgerða í stað þess að vera með kvóta fyrir eingöngu því sem þeir raunverulega veiða.

En einhvern veginn efast ég um að sama kapítalista-markaðshugmynd Óla Björns um kvótaúthlutun myndi fá hljómgrunn meðal flokksdrottnara hans sem myndu æfir stimpla þessa hugmynd sem argasta kommúnsima.

Þjóðin er nefnilega ekki „réttu kapitalistarnir“ þegar kemur að því að hagnast á fiskveiðiauðlindinni.

Aðeins hinir fáu flokksdrottnarar mega það.

Líkt og mun gerast með einkavinavæddu bankanna.

Fram að næsta frjálshyggjugerða Hruni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.