AK-72
Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað árum saman um stjórnmál og önnur samfélagsmál undir bloggheitinu AK-72. Á milli þess gjóar hann augunum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru því sem vekur áhuga hans hverju sinni.

Ég krefst þess að alþingi biðjist afsökunar á....

Ég krefst þess að alþingi biðjist afsökunar á sjálftöku þingmanna eins og Ásmunds Friðrikssonar í gegnum tíðina og víki þeim af þingi. Ég krefst þess að alþingi biðjist afsökunar á því að hafa stórlaskað trúverðugleika Landsréttar þannig að traust til dómstólsins mun aldrei bíða þess bætur. Ég krefst þess að alþingi biðjist afsökunar á því að Sigríður Andersen sitji áfram...

Allt er þá þrennt er: fjölmiðlar og minnihlutaflokkurinn í Reykjavík

Inn um dyr borgarbúa á fimmtudaginn barst Morgunblaðið þeirra Davíðs Oddsonar, Eyþór Arnalds og útgerðarinnar í ókeypis dreifingu. Þar á forsíðunni var vitnað í grein inn í blaðinu sem Eyþór Arnalds hafði skrifað og var að hneykslast á því að fjöldi starfshópa hefði verið stofnaðir hjá borginni utan um einhver tiltekin verkefni. Það er reyndar skondið í ljósi þess að...

Bara ef það hentar þeim

Fyrir alþingiskosningar var hamast á því af hálfu Sjálfstæðismanna og fjölmiðlamanna þeirra að það væri algjörlega óásættanlegt að flokkar útilokuðu aðra flokka í kosningum. Svo kom að upphafi sveitastjórnarkosningabaráttunnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar tilkynnti oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að hann myndi ekki vinna með Samfylkingunni ef hann kæmist í meirihluta. Nú ber svo við að það heyrist ekki múkk frá þeim...

Varnarmúrinn græni

Það er orðið flestum ljóst að Sigríði Andersen er ekki stætt lengur á ráðherrastól. Hæstaréttardómurinn í kjölfar geðþóttaræðis hennar í dómaramálum, skaðabótamálin í kjölfarið, ítrekuð dæmi þess að hún hafi hundsað ráðleggingar, ábendingar og athugasemdir frá embættismönnum, sérfræðingum, þingmönnum og fleirum sem bent hafa á það að hún stæði ekki vel að verki, eru það sterk rök fyrir því að...

Feigðarför VG?

Ég er búinn að vera lengi með efasemdir um að draumaríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með Framsókn og VG verði að veruleika. Ástæðan er fyrst og fremst að manni hefur þótt það svo hæpið að VG láti draga sig út í slíka feigðarför út af gylliboði um forsætisráðherrastól og augljósra andstæðna í stjórnmálaáherslum. Það er þó ekki bara andstæðan í stjórnmálum sem gerir...

Ofurbónusar vs. bankaleynd

Fyrir rúmu ári síðan þá varð hér allt vitlaust vegna svívirðilegra ofurbónusa til starfsmanna þrotabúa föllnu bankanna. Þing sem þjóð varð alveg brjáluð og talað var um að grípa þyrfti til róttækra aðgerða vegna ákveðins atriðis. Lög um fjármálafyrirtæki náðu ekki yfir þrotabú Glitnis, Kaupþings og Landsbankans þar sem þetta voru eignarhaldsfélög og því gátu þrotabúiin gengið mun lengra heldur...

„Getur ekki einhver þaggað niðri í Stundinni?“

Það er alveg forkastanlegt þetta lögbann á fréttaflutning Stundarinnar um viðskipti Bjarna Ben skömmu fyrir Hrun, lygar í tengslum við Vafningsmálið og Panamaskjölin, peningamillifærslur fjölskyldu hans og fleira sem hefur varpað meira ljósi á margt sem gerðist í aðdraganda Hrunsins. Þetta eru nefnilega upplýsingar sem eiga erindi við almenning. Það er líka forkastanlegt að gjaldþrota banki skuli geta komið í...

"Allir vissu þetta"...eða ekki.

Síðasta föstudag þann 6. október þá varð Hrunið 9 ára. Stundin hélt upp á það með því að birta áhugaverða umfjöllun um eitt púslið enn um hvað átti sér stað fyrir Hrun með umfjöllun um brask og brall Bjarna Ben. Fréttablaðið ákvað aftur á móti í tilefni dagsins að bakka aftur til 2007-hugsunar og skrifa harmþrunginn ritstjórnarpistil um það mætti...

Þöggunin sem mistókst

Sigríður Andersen lét út úr sér mjög áhugaverðan hlut á Stöð 2 á áðan. Hún sagði að hún hefði upplýst Bjarna Ben í júlí um að pabbi hans hefði skrifað meðmælabréf með barnaníðingnum Hjalta og sagði nú að sjálfsögðu að Bjarni hefði nú verið brugðið og allt það. Í samhengi hlutanna og ef mig minnir rétt þá fór Brynjar Níelsson...

Illska Íslands

Á Íslandi er verið að fara að siga lögreglu á börn til að vísa út úr landi í skjóli nætur. Þetta er gert vegna þess að þau eru hælisleitendur og flóttamenn, ríkisfanglaus og varnarlaus án nokkurra tengsla við íslenskt stjórnkerfi. Þetta er gert í trássi við Barnasáttmála SÞ sem Ísland er aðili að, þetta er gert í trássi við lög...

Reyksprengja Bjarna Ben

Eftir hátt í tveggja mánaða þögn þá hefur Bjarni Ben loksins stigið fram og svarað varðandi mál kynferðisbrotamannsins Róbert Downeys vegna þeirra spurninga sem kviknuðu í tengslum við þátt Bjarna Ben í afgreiðslu hinnar uppreistu æru. Það er þó ekki með blaðamannafundi, viðtali við fjölmiðla eða í gegnum samtal við fórnarlömb Róbert Downeys heldur er það í gegnum Fésbókina þar...

Hinn eitraði kaleikur Sigríðar Andersen

Það er vægast sagt eitraður kaleikur sem Sigríður Andersen hefur rétt alþingi með dómaraskipunartillögu sinni. Ef tillagan verður ekki samþykkt þá er það vantraust á ráðherra af hálfu stjórnarliða. Manni finnst því mjög líklegt að stóri Sjálfstæðisflokkurinn hóti á bak við tjöldin litla Sjálfstæðisflokknum og Bjartri Framtíð með gaddakylfu kosninga til að tryggja samþykki þeirra. Hvorugur af minni flokkunum myndi...

Stóri fíllinn í herberginu

Þegar Helga Vala Helgadóttir fór að tala um daginn í Silfrinu um álag á starfsfólk í grunnþjónustu og þá sýnilegu bresti innviða sem það sýnir þá þögðu aðrir gestir þáttarins ásamt þáttastjórnenda og urðu nokkuð vandræðalegir í fari að manni sýndist. Hún hafði bent á fílinn í herberginu sem enginn vildi tala um. Enda þegar hún hafði hætt að tala...

Þöggunartilraunir Sjálfstæðisflokksins á einkavinavæðingu bankanna

Þær fregnir hafa borist að Sjálfstæðismenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis vilja koma í veg fyrir það að Ólafur Ólafsson svari spurningum og tali upphátt í viðveru fjölmiðla og beinnar útsendingar til almennings. Þeir vilja að aðeins nefndarmenn fái að heyra hvað hann hefur að segja og þarmeð viðhalda hans eigin orðum í lítilli, lokaðri grúbbu þar sem hægt...

Er Óli Óla Keyser Söze Íslands?

Maður á einstaklega erfitt með að kyngja þessum upphrópunum um að stjórnvöld, aðilar innan S-hópsins og fjölmiðlar líka hafi allir verið blekkt af Óla Ólasyni þegar Búnaðarbankinn var einkavinavæddur. Manni finnst einhvern látið að því liggja um leið að allt ferlið hafi bara verið fullkomlega í lagi fyrir utan þetta eina atriði og allir þáttakendur aðrir hafi verið fullkomlega vammlaust...

"Alvöru erlendir fjárfestar"

Þegar maður hugsar til þess þá man maður varla eftir því að það hafi komið hingað „alvöru erlendir fjárfestar“ til landsins á þessari öld nema þá kannski helst stóriðjan. Samt hefur stóriðjan þurft að fá skattaafslætti, allskonar undanþágur fyrir aumingja og að auki fengið að vera óáreitt með skattaundanskotabrellur sem ganga út á það að færa fé úr landi til...

Tveggja húsbænda peningastefnunefnd

Það mun örugglega verða margt skrafað um á næstunni varðandi afnám hafta sem manni líst persónulega á að hafi verið skyndilega kippt af til að reyna að fella gengið vegna augljós þrýstings frá ferðaþjónustu og kvótagreifanna. Reyndar finnst manni athyglisvert að það hafi ekki verið gert fyrr en ljóst var að ASÍ myndi ekki segja upp kjarasamningum og líklegast hefur...

Píratabúsið

Um daginn lenti ég í skringilegri rimmu við þingmann Pírata út af Feisbúkk status sem ég skrifaði í tengslum við áfengisfrumvarpið. Sú rimma endaði í frétt hjá Kvennablaðinu og einhverri netumræðu í framhaldi vegna þeirra orða þingmannsins að ég væri hrokafullur dóni og fáviti sem ætti að fokking fokka mér fyrir þennan status. Ég kippti mér svo sem ekkert...

Mánaðarafmæli ríkisstjórnarinnar

Nú er víst ríkisstjórnin orðin mánaðargömul. Á þessum mánuði hefur hún áorkað það að byrja sem óvinsælasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Hún hefur áorkað það að á meðan einn ráðherra tekur á móti flóttamönnum þá sendir annar aðra flóttamenn og hælisleitendur úr landi. Um leið hefur hún sýnt það að hún starfar ekki heil saman. Hún hefur komið okkur í skilning um...

Minning um endurskrif sögu McCarthy-ismans

Fréttablaðið minnti mann á það í morgun að á þessum degi hófst víst McCarthy handa við að ofsækja fólk fyrir skoðanir sínar og þar með hófst eitt af fjölmörgum ljótum tímabilum í sögu BNA sem sýnir okkur hversu yfirborðskennt "frelsið" var þá sem og nú. Nú þarf svo sem ekkert að fara eitthað ofan í það en þetta minnti mig...

Það sem aldrei var til

Þegar ég leit hálfsofandi á forsíðu Fréttablaðsins í morgun þá lá við að maður svelgdist á kaffinu. Á forsíðunni stóð nefnilega með stríðsfyrirsögn: „110 milljarðar horfnir frá í apríl“ Í örfáar sekúndur hélt ég að þarna væri Fréttablaðið jafnvel með nýtt skúbb um skattaundanskot Bjarna Ben, vini og vandamanna til einhverra aflandsfélaga í skattsvikaparadísum. En svo rankaði heilinn og fór...

Sómi og stálhnefi Íslands

Það er eilítið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum íslenskra ráðamanna þessa daganna þegar kemur að flóttamönnum og hælisleitendum sem eru hópar sem síst geta varið sig. Það má nefnilega skipta þeim viðbrögðum upp í nokkra hópa. Fyrsti hópurinn sem má til telja eru þeir ráðamenn sem bregðast hart og tæpitungulaust við gagnvart ljótum leikjum Trumps sem bitna hvað harðast á...

Bankabónusasvívirðan enn á ný

Skömmu fyrir kosningar síðastliðið haust þá fréttist af því að slitabú Kaupþings og Landsbankans ætluðu að greiða sínu liði svívirðilega háa bónusa sem minntu mikið á sturlunina fyrir Hrun. Þingmenn komu reiðir og alvarlegir fram, börðu í pontu og fóru mikinn um að taka þyrfti á þessum svívirðilega ósóma sem bankabónusar eru. Þáverandi fjármálaráðherra gaf sér m.a.s. tíma frá því...

Skíthælastjórnin

Á engilsaxneskunni ylhýru er til orðið Cad. Það orð hefur margar mjög neikvæðar þýðingar yfir á blessaða íslenskuna en þó það sem stendur upp úr er orðið skíthæll. Nú höfum við fengið stjórn sem samanstendur af CAD og manni finnst því liggja við að hún eigi eftir að bera heitið Skíthælastjórnin þó maður sé ekkert endilega viss um að það...

alþingi feilar strax

Þingmenn keppast núna af miklu afli við að segja við fjölmiðla og almenning hvað alþingi er æðislegt núna, allir glaðir og sáttir þar, vinni svo vel og fleira þessa daganna. Flokksbundnir áróðursmiðlar taka svo undir þetta af fullum krafti og hrifningu með það ofurkappsmiklum hætti að maður kemst að þeirri niðurstöðu eftir smáskoðun að þetta sé tilraun til breiða yfir...