Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Heimskuleg hugmynd Hildar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ritaði í dag grein í Fréttablaðið þar sem hún setur fram frekar heimskulega hugmynd svo maður taki pent til orða um þetta nýjasta útspil úr ranni frjálshyggjunnar.

Hún vill láta leggja niður mötuneyti opinberra starfsmanna sem eru miðsvæðis og neyða þá til þess að versla við einhver veitingahús í miðbænum svo hægt sé að auka tekjur þeirra. Ástæðan sem er gefin upp fyrir þessu er sú að örfá veitingahús af þeim fjölmörgu sem eru miðsvæðis hafa lokað. Velflestir staðir þar ganga ágætlega, aðilar sem hafa lokað hafa m.a. kvartð undan of mikilli samkeppni og það er heldur ekki ný saga heldur hreinlega ansi gömul að veitingahús loki og oftast nær opnar annað í staðinn einhverju síðar, jafnvel af sömu rekstraraðilum á nýrri kennitölu „the Icelandic way“.

Þetta eitt gerir þessa hugmynd strax arfavitlausa en það er hreinlega svo margt til viðbótar sem gerir þessa tillögu enn heimkulegri fyrir vikið.

Fyrir það fyrsta þá til að hugmyndin gengi upp í ljósi þess að Hildur talar um í grein sinni að starfsmenn beri ekki tjón af þessu þá þyrfti að færa hana inn í kjarasamningaviðræður. Fæðispeningur og mötuneytismatur telst nefnilega til starfskjara bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Veitingahúsamatur er yfirleitt líka mun dýrari heldur mötuneytismatur og þetta myndi því hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir ríki og borg. Að auki þyrftu laun opinberra starsmanna að hækka talsvert ef ætlunin er að margir þeirra geti leyft sér að borða úti í hverju hádegi án þess að heimilisbuddan finndi fyrir því. Það er frekar hæpið að kjör þeirra yrðu bætt, sérstaklega í ljósi þess að það bólar lítið á því að laun og önnur kjör í opinbera geiranum verði jafngóð almenna markaðnum í framhaldi af jöfnun lífeyrisréttinda.

Það er líka vandséð hvernig veitingahús eiga að fara að því að hafa alltaf frátekin borð fyrir þessi mörg hundruð manns sem ætlað er að versla við þau á ákveðnum tíma. Það er nefnilega grunnskilyrði til að þetta gangi upp að nægilegt borðapláss sé til staðar fyrir fólk og ég held nú að flest veitingahús séu ekki tilbúinn til þess að binda upp á von og óvon að t.d. helmingur staðarins sé frátekin fyrir fólk mili 11:30 til 13:30 sem er ekkert víst að komi í mat til þeirra sem nota bene þarf að vera framreiddur mjög fljótt, vera fjölbreyttur og helst tilbún þegar fólk kemur svo örtröðin myndi nú hreyfast. Þess til viðbótar er ekki hægt að neyða fólk til þess að versla við veitingahús frekar en það vill né afhenda veitingahúsi áskrift að hluta tekna fólks á móti þeirra vilja.  Slíkt væri einnig ávísun á kurr og verri starfsanda til viðbótar við óvild gagnvart veitingastaðnum.

Svo er þetta nú heldur ekki beint framleiðniaukandi fyrir vinnustaðina að missa starfsfólkið út fyrir vinnuumhverfið dags daglega. Í grunninn þá lengir þetta alla matartíma þar sem fólk þarf aukinn tíma til að komast til og frá á staðinn, það þarf að bíða eftir sæti og mat, það þarf að gefa sér tíma til að borða hann og já, það tekur svo sinn tíma að komast í gírinn aftur þegar á vinnustaðinn er komið. Þetta tekur líka einnig í burt stóran hluta félagslegra og vinnutengdra samskipta sem eiga sér oft stað í mötuneytum um hina og þessa hluti á milli starfsmanna mismunandi deilda. Ef aftur á móti mótsvarið til að sporna við þessu er að hinir sérvöldu veitingastaðir eigi að koma með matinn eða hann sé sóttur til þeirra þá er þetta komið út í það einfaldlega að vera nokkuð óbreytt fyrirkomulag en með meiri tilkostnaði og óhagkvæmari nýtingu á peningum skattborgaranna.

Nokkuð sem Sjálfstæðismenn eru reyndar alltaf að væna núverandi meirihluta um að fara illa með.

Síðan er nú það eitt til viðbótar að fjölmargar opinberar stofnanir eru með mötuneyti sem utanaðkomandi aðili rekur. Oftast er um að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í mötuneytis- og bakkamat. Með þessari hugmynd Hildar er verið að taka af þeim tekjur sem þarf að bæta þeim upp á einhvern hátt. Á kannski að neyða leikskóla og grunnskóla í úthverfum til að versla af þeim í staðinn? Eða eitthvað í svipuðum dúr til að redda þessum fyrirtækjum? Og hvernig er þá með veitingastaði og matsölur annars staðar í borginni? Á ekkert að gæta jafnræðis gagnvart þeim?

En svo er það nú einnig að þessi hugmynd er svo í mikilli andstöðu við þeirri dólgafrjálshyggju dauðans sem Sjálfstæðismenn aðhyllast. Þarna er verið að tala um að hið opinbera fari að stýra neyslu fólks inn á mjög virkum samkeppnismarkaði og í einhverskonar „byggðastefnu“ til útvalins hóps fyrirtækja meðan á öðrum vígstöðvum segja Sjálfstæðismenn að markaðurinn sé bestur í að leysa málin sjálfur. Þetta væri fyndið i fáránleika frjálshyggjunar ef þetta væri einhverskonar Yes, minister þáttur en í raunveruleikanum er þetta einfaldlega heimskuleg hugmynd og popúlískur pilsfaldakapítalismi í dulargervi sem á hvorki að neyða opinbera starfsmenn eða stofnanir til að fjármagna.

Nóg er nú þegar verið að borga fyrir allskonar önnur frjálshyggjuflipp Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.