Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Að draga skip í land

Eitt sinn þegar ég var að fara nývaknaður á kvöldvaktina í togararalli Hafró og gekk út um klefadyrnar þá stóð áhöfnin á ganginum haldandi á stórri taug út á dekk. Einn hásetinn sagði glottandi við mig þegar hann sá mig að ég væri í góðum málum og gæti bara slakað á yfir myndum í stað vinnu. Ég varð eitt stórt spurningamerki og þá kom í ljós að loðnuflutningarskip var vélarvana og verið var að undirbúa að draga það í land.

Eftir að hafa matast og slíkt fór maður aðeins upp í brú þar sem maður sá línu skotið yfir til loðnuflutningaskipsins og byrjað var að græja hlutina. Spennan var áþreifanleg upp í brú og maður kom sér fljótlega niður í matsal til að flækjast ekki fyrir skipstjóranum og öðrum þeim sem þurftu að sinna þessu verki að reyna að koma vélarvana skipinu til hafnar

Svo leið kvöldið og nóttin þar sem menn spjölluðu eitthvað, menn gláptu á sjónvarpið, fleygðu sér í sófann og annað í þeim dúr. Allir voru samt að hugsa til skipsins sem verið var að draga og ef einhver kom ofan úr brúnni þá var yfirleitt spurt fregna. Einhvern tímann fór ég um nóttina upp í brú og þá var kominn snjókokma þannig að skyggnið var ekki upp á hið besta. Einn háseti benti út í kolniðamyrkrið og sagði við mig að áhöfnin um borð í loðnuflutingaskipinu sæti þar víst öll upp í brúnni í flotgöllum með heitt kaffi og kakó í ísköldu loðnuflutingaskipinu. Andrúmsloftið í brúnni okkar megin var þrungið spennu enda mannslíf í húfi og skipstjórinn greinilega stressaður en sallarólegur í öllum skipunum og framkomu. Að endingu var svo komið inn til hafnar og mönnum létti mikið um borð. Daginn eftir fór svo lífið í sinn vanagang og vinnan hélt áfram.

Mér er mikið búið að vera hugsað til þessarar upplifunar þessa daganna þegar maður sér til allskonar skyndisérfræðinga í læknavísindum hrópa yfir Internetið allskonar hlutum sem tromma upp hræðslu og vantrú á að fagmennirnir í læknavísindum séu að bregðast rétt við. Verstir eru þeir( sem virðast vonast eftir að sjá einhverja drastíska og öfgakennda hluti verða að raunverulegri framkvæmd líkt og það svali einhverri þörf þeirra fyrir að sjá ástandið verða að einhverskonar viðbrögðum við zombie apocalypse úr bíómyndum. Manni finnst líka eins og sumir fjölmiðlar séu líka að vonast eftir sem öfgakenndustum hlutum svo hægt sé að búa til enn fleiri æsispennandi smellifréttir í ástandi þar sem þörfin er meir á að upplýsingum sé rétt miðlað og ekki hjálpa til allskonar tækifærissinar í stjórnmálum og atvinnulífinu sem telja að eigi að nota tækifærið sér til framdráttar eða réttindasviptinga..

Þó það eigi ekki að hætta gagnrýnni hugsun á svona tímum og ekki eigi að loka augum fyrir því sem er rangt eða illa gert þá verðum við að treysta á það að fagfólkið í sóttvarnarmálum sé að reyna að gera sitt besta í stöðunni með sinni þekkingu. Ég veit allavega að að ef þetta lið sem er að tromma upp hræðslu, vantrú, vitleysu og öfga hefðu verið í brú skipsins sem dró loðnuflutingarskipið til hafnar þá hefði það flækst fyrir skipstjóranum í hverju skrefi, það hefði ekkert áunnist og líklegast hefði þetta endað með því að báðum skipum hefði verið sökkt sem þeirra lausn á verkefninu meðan öllum væri gert að svamla í land haldandi í einn björgunarhring.

Ekki hlusta á loddarana, ekki panika sama hvað og haldð haus í gegnum þetta allt saman.

Það virkar best.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.