Fréttamál

Laxeldi

Greinar

Eigandi laxeldisins á Austfjörðum einn af 27 auðmönnum sem flýr til Sviss vegna skatta
FréttirLaxeldi

Eig­andi lax­eld­is­ins á Aust­fjörð­um einn af 27 auð­mönn­um sem flýr til Sviss vegna skatta

Norsk­ir auð­menn flýja aukna skatt­heimtu í Nor­egi í hrönn­um og setj­ast að í Sviss. Með­al þess­ara auð­manna er And­ers Måsøval sem er einn stærsti eig­andi ís­lensks lax­eld­is í gegn­um fyr­ir­tæk­ið Laxa. Á sama tíma leið­ir auk­in skatt­heimta á lax­eld­is­fyr­ir­tæki í Nor­egi til þess að þau hætta við fjár­fest­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir­tæk­in sem eiga obb­ann í lax­eld­inu á Ís­landi.
Íhugar sögulega sekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax fyrir ranga upplýsingagjöf
FréttirLaxeldi

Íhug­ar sögu­lega sekt á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un íhug­ar að leggja fyrstu sekt­ina á ís­lenskt sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæki, Arn­ar­lax. Sekt­in mögu­lega er fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf um fjölda eld­islaxa í sjókví á Vest­fjörð­um. Karl Stein­ar Ósk­ars­son hjá MAST get­ur ekki greint frá upp­hæð sekt­ar­inn­ar né hvers eðl­is mis­ræm­ið í upp­lýs­ing­un­um frá Arn­ar­laxi var.
Hlutabréf Kjartans í Arnarlaxi hafa fjórfaldast í verði
FréttirLaxeldi

Hluta­bréf Kjart­ans í Arn­ar­laxi hafa fjór­fald­ast í verði

Einn helsti for­víg­is­mað­ur lax­eld­is í sjókví­um á Ís­landi er Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax. Hann er per­sónu­lega stór hags­muna­að­ili í sjókvía­eld­inu þar sem hann á hluta­bréf í Arn­ar­lax sem eru bók­færð á tæpa 2,2 millj­arða króna. Kjart­an hef­ur tal­að fyr­ir tí­föld­un á fram­leiðslu á eld­islaxi á Ís­landi og sagt að auk­in skatt­heimta á lax­eldi í Nor­egi geti kom­ið Ís­lend­ing­um vel.
Norðmenn seldu laxeldiskvóta fyrir 53 milljarða: Kvótinn ekki seldur á Íslandi
FréttirLaxeldi

Norð­menn seldu lax­eldisk­vóta fyr­ir 53 millj­arða: Kvót­inn ekki seld­ur á Ís­landi

Norsk stjórn­völd buðu upp fram­leiðslu­leyfi á eld­islaxi í októ­ber og seldu tæp­lega 25 þús­und tonna kvóta fyr­ir 53 millj­arða króna. Fyr­ir­tæk­in sem með­al annarra geta keypt þenn­an kvóta dýr­um dóm­um eru sömu fyr­ir­tæki og borga ekk­ert beint verð fyr­ir hann á Ís­landi. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra ræddi um þessa kvóta­sölu Norð­manna í minn­is­blaði til rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Ráðherra spyr MAST spurninga um eftirlit með slysasleppingum í laxeldi
FréttirLaxeldi

Ráð­herra spyr MAST spurn­inga um eft­ir­lit með slysaslepp­ing­um í lax­eldi

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lits­stofn­un­in MAST telji að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax hafi veitt mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar um strok úr lax­eldisk­ví­um fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Ráð­herra hef­ur vegna þessa ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um frá MAST um hvernig eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar með slyaslepp­ing­um úr sjókví­um er hátt­að.
Rannsókn samkeppnisyfirvalda seinkar samruna laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum
FréttirLaxeldi

Rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda seink­ar samruna lax­eld­is­fyr­ir­tækja á Vest­fjörð­um

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar, eig­andi Arn­ar­lax, seg­ir að rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda muni seinka samruna þess og Norway Royal Salmon, stærsta hlut­hafa Arctic Fish á Ísa­firði. Páll Gunn­ar Páls­son. for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að yf­ir­lýs­ing­ar Salm­ar bendi til að fyr­ir­tæk­ið hafi bú­ist við að samrun­inn fengi hrað­ari af­greiðslu hjá yf­ir­völd­um.
Líkir afleiðingum af skattheimtunni á eldislaxi í Noregi við upphaf Íslandsbyggðar
FréttirLaxeldi

Lík­ir af­leið­ing­um af skatt­heimt­unni á eld­islaxi í Nor­egi við upp­haf Ís­lands­byggð­ar

Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax, seg­ir að saga end­ur­taki sig kannski nú þeg­ar norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki flýi skatt­heimt­una þar í landi og komi til Ís­lands í leit að hag­stæð­ara skattaum­hverfi fyri iðn­að­inn.
Matvælaráðherra lítur slysasleppingar í laxeldi alvarlegum augum
FréttirLaxeldi

Mat­væla­ráð­herra lít­ur slysaslepp­ing­ar í lax­eldi al­var­leg­um aug­um

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að nú standi yf­ir vinna sem geng­ur út á að end­ur­skoða laga- og reglu­verk með lax­eldi í sjókví­um á Ís­landi. Hún seg­ir að einnig sé til skoð­un­ar hvort heppi­legt sé að mik­ill meiri­hluti hluta­bréfa í ís­lensk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um sé í eigu er­lendra að­ila. Svandís seg­ir að lax­eldi hafi haft já­kvæð áhrif á byggða­þró­un á Ís­landi en að vanda þurfi til verka.
Norðmenn ætla að leggja á 40 prósent auðlindaskatt á laxeldið: Borga ekkert á Íslandi
FréttirLaxeldi

Norð­menn ætla að leggja á 40 pró­sent auð­linda­skatt á lax­eld­ið: Borga ekk­ert á Ís­landi

Með nýj­um auð­linda­skatti í Nor­egi þurfa lax­eld­is­fyr­ir­tæki að greiða 40 pró­senta skatt til rík­is­ins. Skatta­pró­senta grein­ar­inn­ar verð­ur því 62 pró­sent. Eng­inn slík­ur sam­bæri­leg­ur auð­linda­skatt­ur er hér á Ís­landi auk þess sem lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in greiða ekki fyr­ir lax­eldisk­vóta sína til ís­lenska rík­is­ins. Skatt­lagn­ing­in í Nor­egi get­ur haft veru­leg áhrif á ís­lenskt lax­eldi þar sem norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki eru stærstu eig­end­urn­ir.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
MAST rannsakar eldiskvíar á Vestfjörðum: Kafað eftir götum
FréttirLaxeldi

MAST rann­sak­ar eldisk­ví­ar á Vest­fjörð­um: Kaf­að eft­ir göt­um

Rík­i­s­tofn­un­in MAST rann­sak­ar nú hvort göt hafi kom­ið á sjókví­ar lax­eld­is­fyr­ir­tækja á Vest­fjörð­um eft­ir að ætl­að­ir eld­islax­ar veidd­ust í Mjólká. Karl Stein­ar Ósskars­son, yf­ir­mað­ur fisk­eld­is hjá stofn­unni, seg­ir að kaf­að sé eft­ir göt­um en að eng­in hafi fund­ist hing­að til og að ver­ið sé að greina þá laxa sem sýni hafa ver­ið tek­in úr.