Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
Laxeldisfyrirtækið Háafell hefur sett niður sjókvíar við eyjuna Vigur í mynni Skötufjarðar í Ísafjarðardjúpi. Gísli Jónsson, eigandi og bóndi í Vigur, er ekki sáttur við þetta og segir að laxeldi í Ísafjarðardjúpi stangist á við þá miklu ferðamannaþjónustu sem þar fram í gegnum ýmsa aðila.
FréttirLaxeldi
Norsk laxeldisfyrirtæki takast á um eignarhald á auðlindinni á Íslandi
Norsku laxeldisfyrirtækin Salmar, eigandi Arnarlax á Bíludal, og NTS, sem er stærsti hluthafi Arctic Fish á Ísafirði í gegnum Norway Royal Salmon, takast nú á um framtíðareignarhald NTS. Salmar vill kaupa NTS en leiðandi hluthafi NTS vill ekki selja. Ef af kaupunum verður mun samþjöppun í eignarhaldi í laxeldi á Íslandi aukast enn meira og mun nær allt laxeldi á Vestfjörðum verða í eigu sama fyrirtækis.
FréttirLaxeldi
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
Gauti Jóhannesson, fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings á Austurlandi, segir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjörinn fulltrúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyrir laxeldisfyrirtæki á Austurlandi. Gauti var meðal annars í viðtali í Speglinum á RÚV á þriðjudaginn þar sem hann ræddi laxeldi og skipulagsmál og þá kröfu Múlaþings að fá óskorað vald til að skipuleggja sjókvíaeldi í fjörðum sveitarfélagsins.
FréttirLaxeldi
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
Myndbandið sem Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók af bakteríulagi undir sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Dýrafirði gefur ekki tilefni til sérstakra aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar. Stofnunin fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins. Laxeldisfyrirtækið fær hins vegar ekki heimild til að setja út meiri eldisfisk í kvíarnar að svo stöddu.
ViðtalLaxeldi
7
Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
Veiga Grétarsdóttir kajakræðari varð landsþekkt þegar hún leiðrétti kyn sitt og réri rangsælis í kringum Ísland. Hún er einn af háværari gagnrýnendum laxeldis á Vestfjörðum og hefur birt myndir af afskræmdum eldislöxum. Í viðtali við Stundina ræðir hún um nýtt myndband sem hún tók undir eldiskvíum í Dýrafirði, baráttu sína gegn laxeldinu og hvernig það er að vera gagnrýnin rödd í litlu samfélagi fyrir vestan.
FréttirLaxeldi
2
„Langstærsta tjón“ og dauði í sögu íslensks laxeldis
Laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish er sögulegur en á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist. Gísli Jónsson, dýralæknir, hjá MAST, segir að aldrei áður í sögu þessarar greinar á Íslandi hafi fleiri laxar drepist. Hann segir íslenska veturinn enn og aftur hafa minnt á sig.
FréttirLaxeldi
4
Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis
Myndband sem tekið var á 30 metra dýpi undir sjóvkvíum í Dýrafirði sýnir það sem líkast til er hvítt lag af bakteríum. Einungis er um að ræða annað slíka myndbandið sem tekið hefur verið, svo vitað sé, segja sérfræðingar hjá Hafró. Bakteríurnar eru ekki hættulegar mönnum en geta haft áhrif á lífríki sjávar og sýna líklega að of mikið sé af laxeldiskvíum í firðinum og að eldið sé ekki sjálfbært þar að öllu óbreyttu.
FréttirLaxeldi
2
3000 tonna laxadauðinn í Dýrafirði helmingi eða tvöfalt meiri en áður hefur komið fram
Tap Arctic Fish af laxadauðanum er áætlað tæplega 1,5 milljarður íslenskra króna. Eigandi Arctic Fish á Ísafirði kallar laxadauðann „atvikið í Dýrafirði“. Umfang laxadauðans er af allt öðrum skala en Arctic Fish taldi upphaflega.
FréttirLaxeldi
Myndband frá Dýrafirði sýnir eldislöxum Arctic Fish skóflað í dýrafóður
Starfsmenn Arctic Fish hafa staðið í ströngu síðustu vikurnar við að hreinsa upp dauðan eldislax úr sjókvíum fyrirtækisins. Endanlegt umfang laxadauðans liggur ekki fyrir eins og er og verður ekki gefið upp, segir Daníel Jakobsson.
FréttirLaxeldi
3
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
Á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði síðustu vikurnar. Eigandi fyrirtækisins, norska eldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu vegna þessa í gær. Tilkynningin kom í kjölfar þess að myndir voru birtar af dauðu löxunum. Laxadauðinn mun hafa áhrif á ársafkomu og sláturtölur fyrirtækisins.
FréttirLaxeldi
3
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
Myndir sem teknar voru á Þingeyri í gær sýna laxadauðann sem fyrirtækið Arctic Fish glímir við þar í kjölfar veðursins sem geisað hefur á Vestfjörðum. Fjölmörg kör af mismunandi illa förnum og sundurtættum eldislaxi eru tæmd í norskt skip sem vinnur dýrafóður úr eldislaxinum. Arctic Fish hefur sagt að laxadauðinn í sjókvíum fyrirtækisins kunni að nema 3 prósentum en ljóst er að hann er miklu meiri en það.
FréttirLaxeldi
2
Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
Talsverður laxadauði hefur verið í eldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði vegna vetrarkulda síðustu vikur. Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish, segir að afföllin séu meiri en þau 3 prósent sem fyrirtækið gerði ráð fyrir. Skip frá norska fyrirtækinu Hordafor hefur verið notað til að vinna dýrafóður úr dauðlaxinum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.