Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis
Myndband sem tekið var á 30 metra dýpi undir sjóvkvíum í Dýrafirði sýnir það sem líkast til er hvítt lag af bakteríum. Einungis er um að ræða annað slíka myndbandið sem tekið hefur verið, svo vitað sé, segja sérfræðingar hjá Hafró. Bakteríurnar eru ekki hættulegar mönnum en geta haft áhrif á lífríki sjávar og sýna líklega að of mikið sé af laxeldiskvíum í firðinum og að eldið sé ekki sjálfbært þar að öllu óbreyttu.
FréttirLaxeldi
2
3000 tonna laxadauðinn í Dýrafirði helmingi eða tvöfalt meiri en áður hefur komið fram
Tap Arctic Fish af laxadauðanum er áætlað tæplega 1,5 milljarður íslenskra króna. Eigandi Arctic Fish á Ísafirði kallar laxadauðann „atvikið í Dýrafirði“. Umfang laxadauðans er af allt öðrum skala en Arctic Fish taldi upphaflega.
FréttirLaxeldi
Myndband frá Dýrafirði sýnir eldislöxum Arctic Fish skóflað í dýrafóður
Starfsmenn Arctic Fish hafa staðið í ströngu síðustu vikurnar við að hreinsa upp dauðan eldislax úr sjókvíum fyrirtækisins. Endanlegt umfang laxadauðans liggur ekki fyrir eins og er og verður ekki gefið upp, segir Daníel Jakobsson.
FréttirLaxeldi
3
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
Á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði síðustu vikurnar. Eigandi fyrirtækisins, norska eldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu vegna þessa í gær. Tilkynningin kom í kjölfar þess að myndir voru birtar af dauðu löxunum. Laxadauðinn mun hafa áhrif á ársafkomu og sláturtölur fyrirtækisins.
FréttirLaxeldi
3
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
Myndir sem teknar voru á Þingeyri í gær sýna laxadauðann sem fyrirtækið Arctic Fish glímir við þar í kjölfar veðursins sem geisað hefur á Vestfjörðum. Fjölmörg kör af mismunandi illa förnum og sundurtættum eldislaxi eru tæmd í norskt skip sem vinnur dýrafóður úr eldislaxinum. Arctic Fish hefur sagt að laxadauðinn í sjókvíum fyrirtækisins kunni að nema 3 prósentum en ljóst er að hann er miklu meiri en það.
FréttirLaxeldi
2
Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
Talsverður laxadauði hefur verið í eldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði vegna vetrarkulda síðustu vikur. Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish, segir að afföllin séu meiri en þau 3 prósent sem fyrirtækið gerði ráð fyrir. Skip frá norska fyrirtækinu Hordafor hefur verið notað til að vinna dýrafóður úr dauðlaxinum.
FréttirLaxeldi
2
Norwegian Gannet slátraði á Reyðarfirði eftir að eldislaxar sýktust af blóðþorra
Umdeilt sláturskip kom til Íslands og hjálpaði til við slátrun í Reyðarfirði eftir að fiskisjúkdómurinn blóðþorri kom upp. Gísli Jónsson hjá MAST segir skipið hafa slátrað tæplega 740 tonnum. MAST segir komu skipsins hafa verið í smitvarnarskyni, til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu blóðþorrans.
FréttirLaxeldi
Eigandi Arnarlax vill framleiða 150 þúsund tonn með aflandseldi fjarri landi
Nýstofnað laxeldisfyrirtæki sem er að hluta til í eigu norska laxeldisrisans Salmar AS, eiganda Arnarlax, hyggst framleiða 150 þúsund tonn af eldislaxi í aflandskvíum fjarri ströndum Noregs. Fyrirtækið segir að framtíð laxeldis í heiminum liggi í slíkri „sjálfbærri“ lausn. Samhliða framleiðir Salmar AS eldislax í fjörðum Íslands og vill bæta í.
ViðtalLaxeldi
1
„Ísland er nýja bardagasvæðið fyrir laxeldisiðnaðinn“
Í nýrri bók tveggja norskra blaðamanna er meðal annars fjallað um laxeldi á Íslandi og það hvernig laxeldisfyrirtæki í Noregi hafa þurft að færa sig til nýrra landa eftir nýjum hafsvæðum. Höfundarnir rekja hvernig finna þurfi leiðir til að stunda laxeldi í sátt við samfélagið.
FréttirLaxeldi
Eigandi Arnarlax vill tryggja „sjálfbæran vöxt“ laxeldis á hafi úti
Samstarf laxeldisfyrirtækisins Salmar AS, eiganda Arnarlax, og fyrirtækis Kjell Inge Rökke, um að þróa aflandseldi á laxi er formlega hafið. Á sama tíma reynir Salmar AS að stækka starfsemi Arnarlax á Íslandi þar sem laxeldið fer fram í fjörðum landsins.
FréttirLaxeldi
„Það verður ekkert eftir hér í sveitarfélaginu“
Sláturskipið Norwegian Gannett kom til Tálknafjarðar og slátraði 500 tonnum af eldislaxi fyrir Arctic Fish. Laxinn var fluttur beint úr landi og á markað í Evrópu sem þýðir að sveitarfélög á Vestfjörðum verða af aflagjöldum, hafnargjöldum og óbeinum störfum við að vinna laxinn. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, er ósátt við þessa notkun á sláturskipinu.
FréttirLaxeldi
Félag stjórnarformannsins hagnaðist um sjöfalt meira á laxeldisauðlindinni en Arnarlax greiddi til ríkisins
Eignarhaldsfélag stjórnarformanns Arnarlax, Kjartans Ólafssonar, heldur utan um hlutabréfaeign hans í laxeldisfyrirtækinu. Fyrirtækið hagnaðist um tæplega 690 milljónir króna í fyrra vegna verðhækkana á hlutabréfum Arnarlax og sölu þess á hlutabréfum í því. Til samamburðar greiddi Arnarlax rúmar 97 milljónir króna til íslenska ríkisins í auðlinda- og leyfisgjöld.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.