Fréttamál

Róbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Greinar

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.
Alvotech leigir fasteignir af félögum stofnanda síns fyrir rúmlega 1.700 milljónir
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech leig­ir fast­eign­ir af fé­lög­um stofn­anda síns fyr­ir rúm­lega 1.700 millj­ón­ir

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem *Ró­bert Wessman stofn­aði, leig­ir fjölda fast­eigna af fyr­ir­tækj­um hans vegna rekstr­ar­ins á Ís­landi. Fyr­ir­tæk­ið stefn­ir á skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að í Banda­ríkj­un­um og hef­ur einnig feng­ið fjár­mögn­un frá ís­lensk­um að­il­um og líf­eyr­is­sjóði.
Lífeyrissjóður setti hálfan milljarð í Alvotech sem efast um rekstrarhæfi sitt
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur setti hálf­an millj­arð í Al­votech sem ef­ast um rekstr­ar­hæfi sitt

Líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem stýrt er af Ró­bert Wessman, ef­ast um mögu­leik­ann á eig­in rekstr­ar­hæfi til fram­tíð­ar að öllu óbreyttu. Fyr­ir­tæk­ið seg­ist eiga rekstr­ar­fé út mars. Þetta kem­ur fram í fjár­festa­kynn­ingu Al­votech sem birt er á heima­síðu banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 700 starfs­menn eru hjá Al­votech, flest­ir á Ís­landi.
Sænskur læknir telur Róbert hafa farið á bak við sig og selt eignir til skattaskjólsins Jersey án síns leyfis
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Sænsk­ur lækn­ir tel­ur Ró­bert hafa far­ið á bak við sig og selt eign­ir til skatta­skjóls­ins Jers­ey án síns leyf­is

Sænski þvag­færa­skurð­lækn­ir­inn Essam Man­sour fjár­festi fyr­ir rúm­lega 60 millj­ón­ir króna í sænsku móð­ur­fé­lagi lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Al­vo­gen ár­ið 2009. Hann seg­ist hafa ver­ið úti­lok­að­ur frá að­komu að fé­lag­inu frá því að hann fjár­festi í því og starfs­mað­ur Ró­berts Wessman hafi kom­ið fram fyr­ir hans hönd á fund­um fé­lags­ins án hans um­boðs. Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Ró­berts neit­ar ásök­un­um Essams Man­sour.
Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Bara einn borg­ar­full­trúi gagn­rýndi að fé­lag Ró­berts eign­að­ist lyfja­verk­smiðj­una: ,,Það spurði eng­inn neinna spurn­inga”

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í borg­ar­stjórn, gagn­rýndi að Reykja­vík­ur­borg heim­il­aði fé­lagi Al­vo­gen að færa skuld­ir á lóð sem borg­in hafði af­hent fé­lag­inu til ann­ars fé­lags. Með snún­ingn­um eign­að­ist fé­lag í eigu Ró­berts Wessman fast­eign sem ann­að fé­lag hafði feng­ið vil­yrði fyr­ir. Fast­eign­in gæti ver­ið um 20 millj­arða króna virði í dag.
Talsmenn Róberts tvísaga um verksmiðjuna í Vatnsmýrinni: Myljandi hagnaður á leigufélaginu
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Tals­menn Ró­berts tví­saga um verk­smiðj­una í Vatns­mýr­inni: Mylj­andi hagn­að­ur á leigu­fé­lag­inu

Starf­andi tals­menn fjár­fest­is­ins Ró­berts Wessman hafa orð­ið tví­saga í gegn­um ár­in um hvernig eign­ar­haldi lyfja­verk­smiðju Al­votech í Vatns­mýr­inni skyldi hátt­að. Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands af­hentu Al­votech lóð­ina und­ir fast­eign­ina ár­ið 2013 og var hvergi tal­að um það að Ró­bert skyldi eiga fast­eign­ina per­sónu­lega í gegn­um fé­lög.
Félag Róberts segir ,,ekkert launungarmál” á hverju  11 milljarða arðgreiðsla byggir en vill samt ekki segja frá því
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seg­ir ,,ekk­ert laun­ung­ar­mál” á hverju 11 millj­arða arð­greiðsla bygg­ir en vill samt ekki segja frá því

Tals­mað­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags Ró­berts Wessman seg­ir enga leynd hvíla yf­ir því af hverju fé­lag­ið gat greitt út him­in­há­an arð. Fé­lag­ið vill samt ekki svara spurn­ing­um um ræt­ur arð­greiðsl­unn­ar eða af hverju sænska fé­lag­ið sem greiddi arð­inn í fyrra af­skrif­aði 5 millj­arða króna kröf­ur á hend­ur ótil­greind­um að­il­um ár­ið áð­ur.
Alvogenfélag Róberts greiddi 11,3 milljarða króna arð til félags í eigu sjóðs í skattaskjólinu Jersey
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­vo­genfé­lag Ró­berts greiddi 11,3 millj­arða króna arð til fé­lags í eigu sjóðs í skatta­skjól­inu Jers­ey

Sænskt eign­ar­halds­fé­lag sem held­ur ut­an um eign­ar­hluti Ró­berts Wessman fjár­fest­is í Al­vo­gen og Al­votech hef­ur greitt út veg­leg­an arð til hans þrátt fyr­ir botn­laus­an ta­prekst­ur fé­lag­anna. Skuld­ir við ól­til­greindra að­ila upp á millj­arða króna hafa einnig ver­ið af­skrif­að­ar í fé­lag­inu. Ró­bert stýr­ir fé­lög­um sem hafa feng­ið leyfi til að byggja tvær lyfja­verk­smiðj­ur í Vatns­mýr­inni og hef­ur sótt fé til ís­lenskra fjár­festa, með­al ann­ars líf­eyr­is­sjóðs.

Mest lesið undanfarið ár