Alvotech leigir fasteignir af félögum stofnanda síns fyrir rúmlega 1.700 milljónir
Lyfjaþróunarfyrirtækið Alvotech, sem *Róbert Wessman stofnaði, leigir fjölda fasteigna af fyrirtækjum hans vegna rekstrarins á Íslandi. Fyrirtækið stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og hefur einnig fengið fjármögnun frá íslenskum aðilum og lífeyrissjóði.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
3
Lífeyrissjóður setti hálfan milljarð í Alvotech sem efast um rekstrarhæfi sitt
Líftæknifyrirtækið Alvotech, sem stýrt er af Róbert Wessman, efast um möguleikann á eigin rekstrarhæfi til framtíðar að öllu óbreyttu. Fyrirtækið segist eiga rekstrarfé út mars. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu Alvotech sem birt er á heimasíðu bandaríska fjármálaeftirlitsins. 700 starfsmenn eru hjá Alvotech, flestir á Íslandi.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Sænskur læknir telur Róbert hafa farið á bak við sig og selt eignir til skattaskjólsins Jersey án síns leyfis
Sænski þvagfæraskurðlæknirinn Essam Mansour fjárfesti fyrir rúmlega 60 milljónir króna í sænsku móðurfélagi lyfjafyrirtækisins Alvogen árið 2009. Hann segist hafa verið útilokaður frá aðkomu að félaginu frá því að hann fjárfesti í því og starfsmaður Róberts Wessman hafi komið fram fyrir hans hönd á fundum félagsins án hans umboðs. Fjárfestingarfélag Róberts neitar ásökunum Essams Mansour.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, gagnrýndi að Reykjavíkurborg heimilaði félagi Alvogen að færa skuldir á lóð sem borgin hafði afhent félaginu til annars félags. Með snúningnum eignaðist félag í eigu Róberts Wessman fasteign sem annað félag hafði fengið vilyrði fyrir. Fasteignin gæti verið um 20 milljarða króna virði í dag.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Talsmenn Róberts tvísaga um verksmiðjuna í Vatnsmýrinni: Myljandi hagnaður á leigufélaginu
Starfandi talsmenn fjárfestisins Róberts Wessman hafa orðið tvísaga í gegnum árin um hvernig eignarhaldi lyfjaverksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni skyldi háttað. Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands afhentu Alvotech lóðina undir fasteignina árið 2013 og var hvergi talað um það að Róbert skyldi eiga fasteignina persónulega í gegnum félög.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Félag Róberts segir ,,ekkert launungarmál” á hverju 11 milljarða arðgreiðsla byggir en vill samt ekki segja frá því
Talsmaður fjárfestingarfélags Róberts Wessman segir enga leynd hvíla yfir því af hverju félagið gat greitt út himinháan arð. Félagið vill samt ekki svara spurningum um rætur arðgreiðslunnar eða af hverju sænska félagið sem greiddi arðinn í fyrra afskrifaði 5 milljarða króna kröfur á hendur ótilgreindum aðilum árið áður.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Alvogenfélag Róberts greiddi 11,3 milljarða króna arð til félags í eigu sjóðs í skattaskjólinu Jersey
Sænskt eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignarhluti Róberts Wessman fjárfestis í Alvogen og Alvotech hefur greitt út veglegan arð til hans þrátt fyrir botnlausan taprekstur félaganna. Skuldir við óltilgreindra aðila upp á milljarða króna hafa einnig verið afskrifaðar í félaginu. Róbert stýrir félögum sem hafa fengið leyfi til að byggja tvær lyfjaverksmiðjur í Vatnsmýrinni og hefur sótt fé til íslenskra fjárfesta, meðal annars lífeyrissjóðs.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Selur Alvogen kampavín sem heitir Wessman One: „Líta í raun á Róbert sem einskonar vörumerki“
Talsmaður Róberts Wessman segir að armslengdarsjónarmiða sé alltaf gætt í viðskiptum hans við Alvogen og Alvotech. Félög Róberts leigja Alvotech íbúðir fyrir starfsmenn, eiga verksmiðju Alvotech og selja frönsk vín sem Róbert framleiðir til þeirra. Alvogen framkvæmdi rannsókn á starfsháttum Róberts sem forstjóra þar sem mögulegir hagsmunaárekstrar voru meðal annars kannaðir.
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Róbert Wessman vildi láta koma höggi á ríkislögreglustjóra
Fjárfestirinn Róbert Wessman lagði á ráðin um að koma höggi á tvo háttsetta embættismenn með umfjöllunum í fjölmiðlum. Meðal annars er um að ræða Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra. Gögn um umrætt mál eru hluti af rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið Alvogen hefur undir höndum.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, sendi rúmlega 30 hatursfull og ógnandi SMS-skilaboð til fyrrverandi samstarfsmanna sinna há Actavis. Ástæðan var að annar þeirra hafði borið vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn honum árið 2016. Alvogen lét skoða málið en segir engin gögn hafa bent til þess að „eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts.“ Stundin birtir gögnin.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.