Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Félag Róberts segir ,,ekkert launungarmál” á hverju 11 milljarða arðgreiðsla byggir en vill samt ekki segja frá því

Tals­mað­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags Ró­berts Wessman seg­ir enga leynd hvíla yf­ir því af hverju fé­lag­ið gat greitt út him­in­há­an arð. Fé­lag­ið vill samt ekki svara spurn­ing­um um ræt­ur arð­greiðsl­unn­ar eða af hverju sænska fé­lag­ið sem greiddi arð­inn í fyrra af­skrif­aði 5 millj­arða króna kröf­ur á hend­ur ótil­greind­um að­il­um ár­ið áð­ur.

Félag Róberts segir ,,ekkert launungarmál” á hverju  11 milljarða arðgreiðsla byggir en vill samt ekki segja frá því
,,Ekkert launungarmál" Þrátt fyrir að arðgreiðsla eins hluthafa Alvogen og Alvotech í Vatnsmýrinni sé ,,ekkert launungarmál" vill félag Róberts Wessman ekki greina frá forsendum hennar. Mynd: Alvogen

,,Það er ekkert launungarmál hvaðan peningarnir koma eins og ýjað er að í umræddri frétt. Aztiq fjármagnar sig á virði undirliggjandi eigna sem hafa vaxið mikið á undanförnum árum,” segir í yfirlýsingu frá fjárfestingarfélagi Róberts Wessman, Aztiq, um frétt Stundarinnar um ársreikning félagsins Aztic Partners AB í Svíþjóð sem heldur utan um eignarhluti Róberts Wessman í Alvogen og Alvotech. Félagið greiddi út 11,3 milljarða króna arð til hluthafa félagsins sem er eignarhaldsfélag í Lúxemborg sem er í eigu sjóðs í skattaskjólinu Jersey. Aztiq segir hins vegar ekki í yfirlýsingunni hvaðan peningarnir sem mynda arðinn koma. 

Þrátt fyrir að Stundin hafi einnig spurt Aqtiz að því ,,hvaðan” peningarnir sem greiddir eru í arð út úr sænska félaginu komi, og að Aztiq segi að það sé ekkert leyndarmál þar á bak við þá svarar félagið ekki spurningu blaðsins um þetta. 

Alvogen og Alvotech er að hluta til í eigu þessa sænska félags Róberts Wessman. Þessi félög hafa aldrei skilað hagnaði og aldrei greitt út arð en samt hefur sænska félagið greitt út veglegan arð, rúma 11 milljarða króna í arð til fyrirtækis í eigu Róberts í Lúxemborg og þaðan á Jersey. Íslenskir fjárfestar eins og Tryggingamiðstöðin, Lífeyrissjóður Vestmanna, Sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir og Hvalur hf. hafa sett peninga inn í Alvotech. 

Eitt af því sem kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Aztiq, Láru Ómarsdóttur, við spurningum Stundarinnar er eða arðgreiðslan út úr sænska félaginu hafi í reynd ekki verið greidd út í peningum heldur hafi upphæðin verið ,,nettuð” á móti skuldum. ,,Engar peningalegar millifærslur áttu sér stað milli Aztiq Partners AB og Horizone því arðgreiðslan var nettuð á móti skuldum.”

,,Engar peningalegar millifærslur áttu sér stað milli Aztiq Partners AB og Horizone því arðgreiðslan var nettuð á móti skuldum."

Spurningar Stundarinnar og svör Láru Ómarsdóttur um ársreikning sænska félags Róberts Wessman fylgja hér á eftir sem og yfirlýsing Aztiq þar á eftir:

Spurning Stundarinnar: Í ársreikningi félagsins er greint frá arðgreiðslum í fyrra til hluthafa sem nema rúmum 11 milljörðum króna. Hvaðan koma þeir peningar sem þarna eru greiddir út í arð og á hvaða forsendum á þessi arðgreiðsla sér stað þar sem félögin sem sænska félagið á, Alvogen og Alvotech, hafa ekki skilað hagnaði og greitt út arð? 

Svar Aztiq: Alvogen og Alvotech eru aðeins hluti af eignarsafni Aztiq Partners AB. Félagið er endurskoðað félag og vinnur samkvæmt endurskoðun og varúðarsjónarmiðum. Félagið á hlut í mörgum félögum sem ganga misvel. Þó er eigið fé þess og arðgreiðslurými jákvætt sem þýðir að í heildina á litið hefur rekstur þess gegnið vel frá stofnun þess árið 2009. Virðisbreytingar í samstæðunni geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar.

 Hagnaður og rekstrur félagsins byggir á fjölmörgum eignum eins og fram kemur í yfirlýsingu Aztiq. Stjórn félagsins fylgir eftir fjárfestinga- og arðgreiðslustefnu og á þeim forsendum er tekin ákvörðun um arðgreiðslur. Engar peningalegar millifærslur áttu sér stað milli Aztiq Partners AB og Horizone því arðgreiðslan var nettuð á móti skuldum.

Spurning Stundarinnar: Í ársreikningi félagsins fyrir 2019 er greint frá niðurfærslum á viðskiptakröfum upp á tæplega 432 m SEK, Vegna þessa tapaði ffélagið 370 milljónum SEK þetta ár. Hvaða afskriftir á viðskiptakröfum voru þetta? Hvaða aðili eða aðilar skulduðu félaginu þessa fjármuni og af hverju voru þeir afskrifaðir? 

 Svar Aztiq: Ekki er hægt að gefa upp nákvæmar fjárhagsupplýsingar eins og hér er óskað eftir vegna persónuverndarsjónarmiða og viðskiptahagsmuna.

 Spurning Stundarinnar. Matthías Johannesen fékk greiddan vel á annan milljarð króna frá þessu sænska félagi á sínum tíma í gegnum íslenska milliliði. Hvernig var sú greiðsla bókfærð í reikningi sænska félagsins og hvaðan komu þeir peningar? 

Svar Aztiq: Greiðslan til Matthíasar er frá Aztiq Pharma Partners ehf. þ.e.a.s því félagi sem tengdist dómsmáli hans. Ársreikningar þess félags staðfesta það.

 Þá vil ég ítreka að fullnaðargreiðsla vegna eðlilegrar greiðsludreifingar á gatnagerðargjöldum barst Reykjavíkurborg fyrir ári eða þann 21. september 2020.

 Að örðu leyti vísa ég í yfirlýsingu Aztiq frá því í hádeginu í dag.

 

Yfirlýsing frá Aztiq vegna fréttaflutnings Stundarinnar

,,Vegna fréttar Stundarinnar þann 26. ágúst 2021 sem ber yfirskriftina „Alvogenfélag Róberts greiddi 11,3 milljarða króna í arð til félag í eigu sjóðs í skattaskjólunu Jersey“ vill Aztiq koma eftirfarandi á framfæri.

 Það er ekkert launungarmál hvaðan peningarnir koma eins og ýjað er að í umræddri frétt. Aztiq fjármagnar sig á virði undirliggjandi eigna sem hafa vaxið mikið á undanförnum árum. Þannig hefur til að mynda virði Alvogen miðað við síðustu viðskipti aukist mikið sem og virði Alvotech eins og fram hefur komið í fréttum. Virði annarra eigna í eigu Aztiq hafa einnig aukist aðundanförnu. Fjármögnun Aztiq er fyrir neðan Aztiq Partners og sést því ekki í ársreikningi Aztiq Partners AB.

Astiq Partners AB er í raun kostnaðar- og greiðslumiðlun fyrir Aztiq samstæðuna. Þannig lánar Aztiq Partners AB félögunum eftir þörfum og breytir síðan skuldum í hlutabréf eða afskrifar þær. Fjármagn Aztiq félaganna kemur því í gegnum fjármögnun Aztiq Partners AB sem byggir á undirliggjandi eignum félagsins eins og fyrr segir en að auki er félagið með leigutekjur í fasteignafélögum. 

Alvotech eignfærir ekkert af þróunarkostnaði heldur gjaldfærir allt og því er þróunarkosntaður á tímanum fram að þeim tíma er félagið byrjar að selja lyf sem verið er að þróa, reikningshaldslega tap en ekki eignamyndun, sem er algerlega í samræmi við áætlanir félagsins. Margir af helstu sérfræðingum í lyfjageiranum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum hafa fjárfest í félaginu vegna þess að þeir hafa gert áreiðanleikakannanir á félaginu og trúa á stefnu og aðferðafræði félagsins enda hafa allar áætlanir félagsins staðist og fjárfestar skilja uppbyggingu félagsins. 

Skuldir við Reykjavíkurborg að fullu greiddar Þá skal taka fram að Fasteignafélagið Sæmundur, sem er í eigu Aztiq, fjármagnaði og byggði

höfuðstöðvar Alvogen og Alvotech í Vatnsmýri. Félagið var stofnað í þeim tilgangi til að halda utan um framkvæmdina og fjármögnun á byggingunni í Vatnsmýrinni. Það var alltaf skýrt í öllum samningum við borgina og við Háskólann. Í upphafi reyndist fremur erfitt að fjármagna bygginguna enda var mikið frost á markaði á þeim tíma og litlir möguleikar á lánum til byggingaframkvæmda og ekki fyrir hendi áhugi fasteignafélaga og sjóða að taka þátt í verkefninu. Eigendur Aztiq þurftu því að fjármagna eigið fé í framkvæmdina sjálfir á móti byggingarfjármögnun frá Arion banka, enda er byggingin í raun sprota uppbygging sem á að hýsa framleiðslu nýrra líftæknilyfja.

 Félagið hefur að fullu greitt skuldir sínar við Reykjavíkurborg. Það sést ef veðbandayfirlit Sæmundar er skoðað. Skuldirnar voru til komnar vegna greiðsludreifingar á gatnagerðargjöldum vegna uppbyggingar á lóðinni sem Sæmundur leigir af Vísindagörðum Háskóla Íslands."

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Róbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.
Alvotech leigir fasteignir af félögum stofnanda síns fyrir rúmlega 1.700 milljónir
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech leig­ir fast­eign­ir af fé­lög­um stofn­anda síns fyr­ir rúm­lega 1.700 millj­ón­ir

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem *Ró­bert Wessman stofn­aði, leig­ir fjölda fast­eigna af fyr­ir­tækj­um hans vegna rekstr­ar­ins á Ís­landi. Fyr­ir­tæk­ið stefn­ir á skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að í Banda­ríkj­un­um og hef­ur einnig feng­ið fjár­mögn­un frá ís­lensk­um að­il­um og líf­eyr­is­sjóði.
Lífeyrissjóður setti hálfan milljarð í Alvotech sem efast um rekstrarhæfi sitt
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur setti hálf­an millj­arð í Al­votech sem ef­ast um rekstr­ar­hæfi sitt

Líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem stýrt er af Ró­bert Wessman, ef­ast um mögu­leik­ann á eig­in rekstr­ar­hæfi til fram­tíð­ar að öllu óbreyttu. Fyr­ir­tæk­ið seg­ist eiga rekstr­ar­fé út mars. Þetta kem­ur fram í fjár­festa­kynn­ingu Al­votech sem birt er á heima­síðu banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 700 starfs­menn eru hjá Al­votech, flest­ir á Ís­landi.

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla
4
Fréttir

Flakk­aði milli fjöl­skyldu­með­lima á með­an hún var í mennta­skóla

Það er þing­kon­unni Lilju Rann­veigu Sig­ur­geirs­dótt­ur hjart­ans mál að koma upp heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var sjálf nem­andi sem flutti í bæ­inn til að stunda nám við Verzl­un­ar­skóla Ís­lands og þekk­ir það því af eig­in raun að geta ekki kom­ið sér al­menni­lega fyr­ir á með­an nám­inu stend­ur. Hún seg­ir það skipta máli að það sé heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að tryggja jafn­rétti fyr­ir alla á land­inu þeg­ar kem­ur að námi.
Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
6
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
10
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár