AK-72

AK-72

Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað árum saman um stjórnmál og önnur samfélagsmál undir bloggheitinu AK-72. Á milli þess gjóar hann augunum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru því sem vekur áhuga hans hverju sinni.

Feigð­ar­för VG?

Ég er bú­inn að vera lengi með efa­semd­ir um að draumarík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins með Fram­sókn og VG verði að veru­leika. Ástæð­an er fyrst og fremst að manni hef­ur þótt það svo hæp­ið að VG láti draga sig út í slíka feigð­ar­för út af gylli­boði um for­sæt­is­ráð­herra­stól og aug­ljósra and­stæðna í stjórn­mála­áhersl­um. Það er þó ekki bara and­stæð­an í stjórn­mál­um sem ger­ir...

Of­ur­bónus­ar vs. banka­leynd

Fyr­ir rúmu ári síð­an þá varð hér allt vit­laust vegna sví­virði­legra  of­ur­bónusa til starfs­manna þrota­búa föllnu bank­anna. Þing sem þjóð varð al­veg brjál­uð og tal­að var um að grípa þyrfti til rót­tækra að­gerða vegna ákveð­ins at­rið­is. Lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki náðu ekki yf­ir þrota­bú Glitn­is, Kaupþings og Lands­bank­ans þar sem þetta voru eign­ar­halds­fé­lög og því gátu þrota­búi­in geng­ið mun lengra held­ur...

„Get­ur ekki ein­hver þagg­að niðri í Stund­inni?“

Það er al­veg forkast­an­legt þetta lög­bann á frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar um við­skipti Bjarna Ben skömmu fyr­ir Hrun, lyg­ar í tengsl­um við Vafn­ings­mál­ið og Pana­maskjöl­in, pen­inga­milli­færsl­ur fjöl­skyldu hans og fleira sem hef­ur varp­að meira ljósi á margt sem gerð­ist í að­drag­anda Hruns­ins. Þetta eru nefni­lega upp­lýs­ing­ar sem eiga er­indi við al­menn­ing. Það er líka forkast­an­legt að gjald­þrota banki skuli geta kom­ið í...

Reyk­sprengja Bjarna Ben

Eft­ir hátt í tveggja mán­aða þögn þá hef­ur Bjarni Ben loks­ins stig­ið fram og svar­að varð­andi mál kyn­ferð­is­brota­manns­ins Ró­bert Dow­neys vegna þeirra spurn­inga sem kvikn­uðu í tengsl­um við þátt Bjarna Ben í af­greiðslu hinn­ar upp­reistu æru. Það er þó ekki með blaða­manna­fundi, við­tali við fjöl­miðla eða í gegn­um sam­tal við fórn­ar­lömb Ró­bert Dow­neys held­ur er það í gegn­um Fés­bók­ina þar...

Hinn eitr­aði kal­eik­ur Sig­ríð­ar And­er­sen

Það er væg­ast sagt eitr­að­ur kal­eik­ur sem Sig­ríð­ur And­er­sen hef­ur rétt al­þingi með dóm­ara­skip­un­ar­til­lögu sinni. Ef til­lag­an verð­ur ekki sam­þykkt þá er það van­traust á ráð­herra af hálfu stjórn­ar­liða. Manni finnst því mjög lík­legt að stóri Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hóti á bak við tjöld­in litla Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Bjartri Fram­tíð með gadda­kylfu kosn­inga til að tryggja sam­þykki þeirra. Hvor­ug­ur af minni flokk­un­um myndi...

Stóri fíll­inn í her­berg­inu

Þeg­ar Helga Vala Helga­dótt­ir fór að tala um dag­inn í Silfr­inu um álag á starfs­fólk í grunn­þjón­ustu og þá sýni­legu bresti inn­viða sem það sýn­ir þá þögðu aðr­ir gest­ir þátt­ar­ins ásamt þátta­stjórn­enda og urðu nokk­uð vand­ræða­leg­ir í fari að manni sýnd­ist. Hún hafði bent á fíl­inn í her­berg­inu sem eng­inn vildi tala um. Enda þeg­ar hún hafði hætt að tala...

Þögg­un­ar­tilraun­ir Sjálf­stæð­is­flokks­ins á einka­vinavæð­ingu bank­anna

Þær fregn­ir hafa borist að Sjálf­stæð­is­menn í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd al­þing­is vilja koma í veg fyr­ir það að Ólaf­ur Ólafs­son svari spurn­ing­um og tali upp­hátt í við­veru fjöl­miðla og beinn­ar út­send­ing­ar til al­menn­ings. Þeir vilja að að­eins nefnd­ar­menn fái að heyra hvað hann hef­ur að segja og þarmeð við­halda hans eig­in orð­um í lít­illi, lok­aðri grúbbu þar sem hægt...

Er Óli Óla Keyser Söze Ís­lands?

Mað­ur á ein­stak­lega erfitt með að kyngja þess­um upp­hróp­un­um um að stjórn­völd, að­il­ar inn­an S-hóps­ins og fjöl­miðl­ar líka hafi all­ir ver­ið blekkt af Óla Óla­syni þeg­ar Bún­að­ar­bank­inn var einka­vinavædd­ur. Manni finnst ein­hvern lát­ið að því liggja um leið að allt ferl­ið hafi bara ver­ið full­kom­lega í lagi fyr­ir ut­an þetta eina at­riði og all­ir þát­tak­end­ur aðr­ir hafi ver­ið full­kom­lega vamm­laust...

"Al­vöru er­lend­ir fjár­fest­ar"

Þeg­ar mað­ur hugs­ar til þess þá man mað­ur varla eft­ir því að það hafi kom­ið hing­að „al­vöru er­lend­ir fjár­fest­ar“ til lands­ins á þess­ari öld nema þá kannski helst stór­iðj­an. Samt hef­ur stór­iðj­an þurft að fá skatta­afslætti, allskon­ar und­an­þág­ur fyr­ir aum­ingja og að auki feng­ið að vera óáreitt með skattaund­an­skota­brell­ur sem ganga út á það að færa fé úr landi til...

Tveggja hús­bænda pen­inga­stefnu­nefnd

Það mun ör­ugg­lega verða margt skraf­að um á næst­unni varð­andi af­nám hafta sem manni líst per­sónu­lega á að hafi ver­ið skyndi­lega kippt af til að reyna að fella geng­ið vegna aug­ljós þrýst­ings frá ferða­þjón­ustu og kvóta­greif­anna. Reynd­ar finnst manni at­hygl­is­vert að það hafi ekki ver­ið gert fyrr en ljóst var að ASÍ myndi ekki segja upp kjara­samn­ing­um og lík­leg­ast hef­ur...

Mán­að­ar­af­mæli rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Nú er víst rík­is­stjórn­in orð­in mán­að­ar­göm­ul. Á þess­um mán­uði hef­ur hún áork­að það að byrja sem óvin­sæl­asta rík­is­stjórn Ís­lands­sög­unn­ar. Hún hef­ur áork­að það að á með­an einn ráð­herra tek­ur á móti flótta­mönn­um þá send­ir ann­ar aðra flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur úr landi. Um leið hef­ur hún sýnt það að hún starfar ekki heil sam­an. Hún hef­ur kom­ið okk­ur í skiln­ing um...

Mest lesið undanfarið ár