Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Allt er þá þrennt er: fjölmiðlar og minnihlutaflokkurinn í Reykjavík

Inn um dyr borgarbúa á fimmtudaginn barst Morgunblaðið þeirra Davíðs Oddsonar, Eyþór Arnalds og útgerðarinnar í ókeypis dreifingu. Þar á forsíðunni var vitnað í grein inn í blaðinu sem Eyþór Arnalds hafði skrifað og var að hneykslast á því að fjöldi starfshópa hefði verið stofnaðir hjá borginni utan um einhver tiltekin verkefni. Það er reyndar skondið í ljósi þess að Eyþór Arnalds situr í stjórn 26 fyrirtækja sem eru örugglega mörg hver með starfshópaum tiltekin verkefni innan sinna vébanda.

Um kvöldið sá maður svo sem fyrstu frétt Stöðvar 2 beina útsendingu frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðfest nýjan framboðslista og talað við Eyþór Arnalds að sjálfsögðu auk þess sem sæti 2 var kynnt. Þessu var svo fylgt á eftir af hálfu Heimi Más Péturssonar með ósk um að frambjóðendurnir myndi hrópa saman TIL SIGURS sem fullkomnaði almannatenglaða útsendinguna.

Þó að maður þyrfti teppi til að ná niður kjánahrollinum út frá TIL SIGURS-hrópinu þá var samt umhugsunarvert að það skuli hafa verið bein útsending frá tilkynningu um staðfestingu framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Stöð 2 meðan önnur framboð fá ekki slíkar auglýsingar fremst í fréttatíma. Maður hefur t.d. heyrt það á skotspónunum að eitt framboð í Reykjavík sem er með ágætt bakland hafi fengið þau svör frá Stöð 2 að það væri ekki neitt voðalega spennandi fréttaefni að vera með beina útsendingu frá prófkjörsúrslitum þeirra og RÚV hafi einnig tekið fálega í svipaðan fréttaflutning af prófkjörsmálum þar. Á sama tíma er gengið mjög langt í yfirdrifinni áhugasemi um málefni minnihlutaframboðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem er slegið upp t.d. beinni útsendingu í fréttatíma frá leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, leiðtoginn Eyþór Arnalds hafi verið boðaður sérstaklega í Silfrið daginn eftir sem hann fékk að gaspra svo stjórnlaust að maður fékk það á tilfinninguna að þetta væri Silfur Eyþórs og svo fyrrgreind beina útsending frá staðfestingu framboðslista Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Síðan í morgun þegar maður rölti eftir Fréttablaðinu með stírurnar í augum þá blasti við manni risastór mynd af Eyþóri Arnalds og Hildi Björnsdóttir að fagna með Sjálfstæðismönnum á forsíðunni. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Fréttablaðið setur innanhúsmál minnihlutaflokks Sjálfstæðismanna í Reykjavík og þeirra prófkjörsmálum á hærri stall forsíðunnar en annarra framboða en það sem setur þetta í einkennilegt og umhugsunarvert ljós er að Hildur Björnsdóttir er tengdadóttir ritstjórans sem sviptir Fréttablaðið hulu hlutleysis. Miðað við fyrri sögu af afskiptum eigenda af fréttaflutningi Fréttablaðsins og þau augljósu áhrif sem almannatenglar úr stjórnmála- og viðskiptalífi hafa á fréttir hjá Fréttablaðinu og 365 miðlum í gegnum tíðina þá stórefast maður um það að þarna verði einhver Newsweek-bragur í fréttum af borgarstjórnarkosningum heldur eitthvað meir í anda Fox News.

Allt er þá þrennt getur maður kannski sagt um „hlutleysislega“ umfjöllun ákveðinna fjölmiðla en það er þó eitt sem er umhugsunarvert áhyggjuefni og það er lýðræðishallinn sem þetta myndar þegar fleiri en Mogginn eru farnir að ástunda grimma áróðursstarfsemi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Fyrir utan það að þetta grefur undan lýðræðinu að þá grefur þetta einnig undan trausti á fjölmiðla þegar þeir stóru haga sér á þann hátt að einn flokkur er settur ofar öllum og aðrir fá allt aðra meðferð. Slíkt er ekki sigurvænlegt fyrir fjölmiðlanna sjálfa til lengri tíma litið jafnvel þó að flokkurinn þeirra sigri með tilheyrandi hrópum í beinni útsendingu.

Fyrir samfélagið sjálft er það ósigur þar sem kjánahrollurinn mun að endingur breytast yfir í lýðræðishrollvekju sem gæti endað með að við fengjum að lokum okkar eigin Trump í sigurvímu til að drottna yfir okkur.

Þökk sé þægum fjölmiðlum og hlutdrægri fréttamennsku.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.