Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Draumar valdamanna

Forsætisráðherra endurvekur húsameistara ríkisins upp.

Forsætisráðherra friðar hafnargarða með flutningskostnað upp á hálfan milljarð hið minnsta.

Forsætisráðherra fær alþingi til að hefjast handa við að byggja snobbhúsnæðisviðbót við alþingi upp á tvo og hálfan milljarð.

Maður finnur skyndilega til kunnuglegrar tilfinningu um hvernig forsætisráðherra lætur alla sína drauma sína í skipulagsmálum með þegjandi samþykki samherja.

Tilfinningu sem kallast Deja vu.

Deja vu til þess tíma þegar Sjálfstæðismenn í borginni leiddu Ólaf F. Magnússon til valda.

Sá eyddi mörg hundruð milljónum krónum af skattfé Reykvíkinga í uppkaup á húsum við Laugaveg og fékk þannig drauma sína í húsfriðunarmálum til að rætast.

Svo þegar Sjálfstæðismönnum varð það ljóst að Framsóknamaðurinn með rýtingasettið yrði þeim ódýrari þegar kæmi að því að fá að haga sér að vild þá losuðu þeir sig við Ólaf F. eftir mikinn kostnað fyrir borgarbúa.

Nema að núna una Sjálfstæðismenn vel við sinn hag í ríkisstjórn.

Nokkrir milljarðir í fortíðarþrá forsætisráðherra og minnisvarða í bygginarformi er frekar ódýrt miðað við að Sjálfstæðisflokkurinn fær að láta sína viltustu drauma rætast.

Drauma á borð við að myrða RÚV hægt og kvalafullt með peningavöfðum píanóstreng sem böðlarnir í forystu fjárlaganefndar eru snillingar með.

Drauma á borð við að slátra heilbrigðiskerfinu í átt til einkavinavæðingar.

Drauma á borð við að koma bönkunum og öðrum eigum ríkisins í hendur innvígðra og innmúraðra flokksmanna.

Drauma á borð við að setja auðmenn ofar öllu og öryrkja lægra öllu.

Drauma sem verða martröð fyrir alla aðra almenna landsmenn.

Þessvegna mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki slíta stjórnarsamstarfinu ólíkt samstarfinu við Ólaf F. hér um árið.

Jafnvel þó Bjarni Ben fái ekki æskudraum sinn um forsætisráðherrastól til að rætast.

Það er vægast sagt vægt gjald fyrir þá sem raunverulega ráða flokknum.

Frændur hans Bjarna og önnur fyrirmenni sem hagnast á núverandi stjórn.

Það veit forsætisráðherra fullvel.

Og mun því fá að halda áfram óáreittur við að fullkomna drauma sína í minja- og skipulagsmálum.

Á kostnað brostinna drauma kjósenda.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni