Sara Mardini og systir hennar björguðu lífi 18 manns þegar þær stukku út í Miðjarðarhafið og drógu bát fullan af hælisleitendum í þrjá og hálfan tíma að landi. Sara flúði átök í heimalandi sínu, Sýrlandi, en á núna yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld af grískum dómstól fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á sama svæði og hún sjálf lenti í sjávarháska.
FréttirFlóttamenn
Heimilismenn á Ásbrú segja aðstæður þar óviðunandi
Flóttamenn og hælisleitendur sem dvelja á Ásbrú fá ekki að yfirgefa herbergi sín nema að vera með grímu. Vandinn er hinsvegar sá að þeir sem þar dvelja fá aðeins eina einnota grímu á mann.
FréttirFlóttamenn
Hélt uppi rangfærslum í máli albönsku konunnar
Sigríður Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra, fullyrti ranglega að albanska konan hefði ekki hlýtt fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður konunnar, furðar sig á ummælum Sigríðar, og segir þau skaða hagsmuni skjólstæðings síns.
FréttirFlóttamenn
Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala
Albanska konan sem var send úr landi í fyrrinótt er verkjuð og á leiðinni á spítala í Albaníu. Hún var send í nítján klukkustunda flug þrátt fyrir að læknir mælti gegn því að færi í löng flug. Konan skildi símann sinn eftir á Íslandi og vinkona hennar leitar hennar.
FréttirFlóttamenn
Þungaða konan komin til Albaníu eftir 19 tíma ferðalag
Læknir Kvennadeildar Landspítalans skrifaði upp á vottorð þar sem hann mælti gegn löngu flugi.
FréttirFlóttamenn
Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín
Þýskir lögreglumenn tóku á móti albönsku fjölskyldunni við lendinguna í Berlín um hádegið í dag. Fjölskyldan var flutt úr landi þrátt fyrir að móðirin sé gengin tæpar 36 vikur á leið. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans um að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug.
FréttirFlóttamenn
Barn rekur á land
Nýjasta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar hefst á því að barn rekur á land við Hjörleifshöfða haustið 1839. Sagan kallast á við flóttamannakrísuna, eitthvert stærsta mál samtímans, og á brýnt erindi við lesendur dagsins í dag. Jón Bjarki Magússon ræddi við höfundinn um skáldsöguna Seltu sem er eins konar óður til mannsandans og þess góða í manninum.
Fréttir
Ekki mótuð stefna vegna loftslagsflóttamanna
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað stefnu eða ráðist í greiningarvinnu vegna loftslagsflóttamanna, enda er hugtakið enn í mótun á alþjóðavettvangi. „Ísland skipar sér iðulega í ört stækkandi hóp ríkja sem telja að neikvæð umhverfisáhrif hafi aukið og muni auka enn frekar á flóttamannavandann,“ segir aðstoðarmaður umhverfisráðherra.
Fréttir
Lögreglumaður kallaði „go home“ á hælisleitendur
Maðurinn segist ekki hafa meint að fólkið ætti að fara frá Íslandi. „Þessi tvö orð lýsa nefnilega alls ekki skoðun minni á hælisleitendum og innflytjendamálum.“
FréttirFlóttamenn
Í fangabúðum flóttamanna á Grikklandi
Benjamin Julian ferðaðist á grísku eyjuna Kíos árið 2016 þegar hann frétti af því að landamærastefna Evrópu hefði breyst til hins verra. Þar tók hann viðtöl við flóttafólk í búðunum sem hann kallar fangabúðir.
Pistill
Illugi Jökulsson
Svefnpillur í staðinn fyrir lögbundna mannúð
Af hverju stafar hin óskiljanlega tregða á að veita hrjáðum börnum hér sjálfsagða vernd?
FréttirFlóttamenn
Ráðherra breytir reglugerð eftir þrýsting frá almenningi: Opnar á efnismeðferð fyrir Zainab og Sarwari-bræður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur gert breytingar á reglugerð um útlendinga sem gætu skipt sköpum fyrir fjölskyldurnar sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.