Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Hefðu þeir fengið betri kjör?

Það var áhugaverð frétt í Fréttablaðinu í morgun.

Þar var sagt frá því að stóru olíufélögin hefðu hundsað útboð Landssamband smábátasjómanna sem hafið leitað eftir tilboði í öll viðskipti félagsmanna sinna.

Aðeins eitt þeirra sýndi áhuga og fékk viðskiptin.

Fyrir utan að þetta minnti á hina gömlu(og nýju?) tíma olíusamráðs þá svaraði N1 ekki spurningum fréttamanns og Olís kom með skrítið svar.

Talsmaður fyrirtækisins sagði að útboðsskilmálar hefðu verið út í hött og m.a. vegna þess að það væri milliliður í viðskiptunum sem sæi um útboð og samninga.

Olís vildi nefnilega semja beint við hvern og einn um kjör frekar en að þetta færi í gegnum millilið.

En þá situr eftir sú spurning hvort smábátasjómenn hefðu nokkurn tímann getað fengið betri kjör hver fyrir sig hjá Olís frekar en í gegnum samtakamáttinn?

Maður stórefast um það.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni