Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Allir og hundurinn þeirra

Maður er feginn því að hafa rangt fyrir sér með það að Ólafur Ragnar byði sig fram aftur.

Óháð hvað manni finnst um hann þá er hann búinn að vera of lengi í embætti sem ætti hið minnsta að skipta reglulega um mannskap í eða leggja einfaldlega niður í besta falli en þó ekki fyrr en búið er að tryggja að þjóðin verði öryggisventillinn.

Það eru samt furðu margir sem eru búnir að tilkynna framboð sitt strax og væntanlega eykst það.

Eiginlega má búast við því að allir og hundurinn þeirra hafi hug á því að fá ókeypis húsnæði á Bessastöðum með uppihald og launum.

Samt koma sumir ekki á óvart með framboðið.

Ástþór var t.d. gefinn og hans barátta mun ganga út á þráhyggju gagnvart einum frambjóðanda vegna tengsla við fjölmiðla eða vinsældum sem er annaðhvort eða bæði til vinstri og ógnar framboði íhaldsins. Svo mun hann fá 1-2% atkvæða þ.e.a.s. ef hann kemst í framboð.

Manni sýnist þó að það eigi eftir að koma fram fulltrúi kvótagreifa og útgerðarinnar sem verður ætla að verja hagsmuni þeirra.

Þeir hafa í flestum kosningum dregið einhvern fram til að reyna að ná forsetaembættinu sem tókst þannig séð á síðasta kjörtímabili þegar Ólafur Ragnar skipti um kjósendahóp.

Síðan er bara spurning um hvort það komi fram einhver sem fólk nær að sameinast að mestu um.

Maður efast um það en maður vill sjá allavega einhvern sem er tilbúinn til þess að senda hin ýmsu mál í þjóðaratkvæði og einhvern sem mun vísa sérstaklega TISA-samningum til þjóðaratkvæðis enda bendir allt til að sá samningur vegi að fullveldi ríkja sem þurfi að færa völd til stórfyrirtækja, mannréttindum og réttindum launafólks.

Það þarf því að vanda valið og líka að vanda sig við að skrifa undir meðmæli enda á maður ekki að mæla með nokkrum sem njóta ekki almenns trausts óháð því hvort maður myndi kjósa þá eða ekki sem er annað mál.

En allavega til að það sé á hreinu þá er ég ekki á leið í framboð.

Ég á nefnilega ekki hund.

Bara páfagauk.

Og honum langar ekki til Bessastaða.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni