Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Lán hinna vel efnuðu

Fjármálaráðherra ætlar að fara að opna fyrir það að eingöngu vel efnað fólk geti tekið gjaldeyrislán a la 2007.

Eitthvað sem stofnanir samfélagsins vara við í ljósi reynslunnar.

Maður samt klórar sér í hausnum yfir þessu.

Það er samt eitthvað skrítið við það að vel efnað fólk þurfi að taka sér lán.

Á það ekki helling af pening sem það getur notað?

Af hverju þarf það að bæta á sig skuldum fyrst það getur fjármagnað eigin neyslu og hugdettur sjálft?

En svo fattar maður.

Þetta eru ekki hefðbundin lán heldur „góð lán“ sem auka gæfu hinna vel efnuðu.

„Góð lán“ sem eru nánast gjafir til „vildarviðskiptavina“ sem fá t.d. fyrirtæki á borð við Borgun og Símann á vildarviðskiptavinakjörum.

Nú eða Landsbankann á næstunni.

Reynslan sýnir okkur það að hinir vel efnuðu fá lánin afskrifuð að mestu ef ekki öllu leyti afskrifuð.

Það er í mesta lagi að það þurfi að fara í smá fiff sem felst í því að lögmannstofur hinna vel efnuðu dregur upp kennitölu úr skúffunni sinni sem hægt er að setja á hausinn.

Næst er nafninu á bak við kennitöluna breytt í t.d. AL 1249(afskriftalán nr. 1249) og svo þegar kemur að skuldadögum þá er það látið bara gossa.

Bankinn nær svo í sitt til baka í gegnum hærri þjónustugjöld og vexti hjá almennu launafólki sem fengi aldrei að opna reikning hjá MP-banka.

Bara frekar beisik.

En það besta er að áhættan er öll almenningsmegin.

Fjármálaóstöðugleikinn bitnar á honum.

Aldrei hinum vel efnuðu.

Þeir veðja bara á það við rúlletuborð fjármálakerfisins að krónan falli í kjölfar „lántökunnar“ og neikvæðs vöruskiptajöfnuðar eða eitthvað álíka.

Það er pottþétt „money in the bank“ fyrir þá í ljósi sögulegrar reynslu.

Og ef einhver minnist svo á það að þeir ættu nú að greiða skuldir sínar.

Tja.

Svo við vitnum nú í einn úr hópi hinna vel stæðu þá væri það óábyrg meðferð á fé að greiða skuldina alla.

Þetta er allt saman djöfulsins snilld.

Enda eru núna djöfulsins snillingar við völd.

Þar til að einhver þarf að taka til eftir partý hinna djöfullegu snillinga og vel efnuðu vina þeirra.

Enn eina ferðina.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni