AK-72

AK-72

Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað árum saman um stjórnmál og önnur samfélagsmál undir bloggheitinu AK-72. Á milli þess gjóar hann augunum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru því sem vekur áhuga hans hverju sinni.

Sjálf­hverf snobbhöll al­þing­is

Hið svo­kall­aða „hátt­virta“ al­þingi ætl­ar víst að fara að byggja sér við­bót­ar­hús­næði við þing­hús­ið. Ástæð­an sem er gef­in upp fyr­ir þess­um fram­kvæmd­um er að al­þingi sé að borga svo dýra leigu fyr­ir hús­næði í kring og því þurfi að byggja nýtt skrif­stofu­hús­næði upp á 4.500 fm plús 750 fm bíla­kjall­ara sem áætl­að er að kosti 2,3 millj­arða. Þetta gæti ver­ið...

Vig­dís Hauks­dótt­ir- Tals­mað­ur stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Nú hef­ur Vig­dís Hauks­dótt­ir geng­ið enn eina ferð­ina fram af fólki með orð­um sín­um um for­stjóra Lands­spít­al­ans, gagn­rýni hans á fjár­laga­nefnd og ósk spít­al­ans um meira fé til rekst­urs. Orð­um um að þetta sé væl og and­legt of­beldi að óska eft­ir auknu fjár­magni til handa heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerfi sem flest­ir lands­menn vilja hafa sem best. Við­brögð­in hafa ver­ið sterk og...

Good­fellas-fíl­ing­ur­inn á Kvía­bryggju

Það hafa kom­ið ein­kenni­leg­ar frétt­ir frá Kvía­bryggju eft­ir Kaupþing­skón­um var loks­ins kom­ið þang­að inn. Það hef­ur ver­ið sagt að þeir ber­ist á, gefi „hærra sett­um“ föng­um mat­ar­gjaf­ir, fái sjálf­ir mun betra fæði og hafi lát­ið inn­rétta her­bergi sín með hús­bún­aði að sín­um hætti. Það hafa kom­ið fregn­ir af því að ein­hverj­ir fang­ar hafi far­ið fram á rauð­vín með...

Af hverju ekki gæslu­varð­hald?

Mið­að við fregn­ir af nauðg­ar­an­um úr HR og fé­laga hans þá virð­ast þeir hafa ver­ið skipu­lagð­ir og með ein­beitt­an brota­vilja. Þeir voru með inn­rétt­aða íbúð til ódæða sinna og byrl­uðu alla­vega öðru fram­komnu fórn­ar­lambi ólyfjan. Slíkt seg­ir manni að þeir hafi ver­ið bún­ir að ákveða fyr­ir­fram hvað þeir ætl­uðu að gera og lagt tals­verða vinnu í und­ir­bún­ing glæpa sinna....

Ill­ugi, RÚV og Sím­inn

Hags­muna­tengsl Ill­uga Gunn­ars­son­ar við Orku Energy hafa ver­ið mik­ið í sviðs­ljós­inu upp á síðkast­ið svo mað­ur taki hóf­lega til orða. Samt er svo að vegna þess sviðs­ljós þá fór það fram­hjá mörg­um að Ill­ugi Gunn­ars­son kom fram dag­inn eft­ir stóra „spil­in á borð­ið“-föstu­dags­við­tal­ið um Orku Energy, í öðru við­tali í Frétta­blað­inu um RÚV. Í því við­tali tal­aði hann m.a....

Spillt vega­nesti Stjórn­stöðv­ar Ferða­mála

Það hef­ur far­ið fram­hjá fá­um að bú­ið er að stofna nýja rík­is­stofn­un sem heit­ir Stjórn­stöð ferða­mála án þess að slíkt hafi far­ið fyr­ir þing og ver­ið sam­þykkt þar. Þess­ari stofn­un er ætl­að að starfa í fimm ár hið minnsta þó lík­leg­ast verði hún leng­ur og til við­bót­ar við Ís­lands­stofu, Ferða­mála­stofu og fleiri álíka stofn­an­ir sem sinna ferða­þjón­ust­unni. Stofn­un­in er stofn­uð...

Þarf ferða­þjón­ust­an ekki að fara að taka sér tak?

Um dag­inn kom frétt þar sem ver­ið var að tala um að það skorti fólk í ferða­þjón­ustu­störf. Þar kom fram kona á veg­um ferða­þjón­ustu­að­ila að ræða þenn­an skort og í lok frétt­ar­inn­ar sagði hún að Ís­lend­ing­ur þyrftu nú að hætta að líta nið­ur á þjón­ustu­störf og ættu nú að fara að vinna við ferða­þjón­ustu. Ég hugs­aði þá með mér og...

Stjórn­mála­af­skipti Ari­on-banka í þágu Ísra­ela: Op­ið bréf til banka­stjóra Ari­on-banka

Komdu sæll Hösk­uld­ur Ólafs­son, það kom mér ör­lít­ið á óvart sem við­skipta­vin­ur Ari­on-banka að hann væri far­inn að hafa bein af­skipti af stjórn­mál­um þrátt fyr­ir hrika­lega sögu Hruns­ins um hvaða af­leið­ing­ar slíka af­skipti banka­manna hef­ur haft....eða kannski ekki þeg­ar mað­ur hugs­ar til þess að sami hugs­un­ar­hátt­ur­inn og fyr­ir Hrun er byrj­að­ur að láta sjá sig af krafti aft­ur hjá ykk­ur...

Verð­skuld­uð verð­laun Hönnu Birnu

Það var bara nokk­uð hresst af Sjálf­stæð­is­flokkn­um að skipa Hönnu Birnu sem formann ut­an­rík­is­nefnd­ar Al­þing­is. Enda átti hún þessi verð­skuld­uðu verð­laun flokks­ins skil­ið fyr­ir þján­ing­ar sín­ar í leka­mál­inu þar sem hún var neydd m.a. til þess að: ljúga að al­þingi ljúga að fjöl­miðl­um ljúga að al­menn­ingi reyna að gera blaða­menn og fjöl­miðla tor­tryggi­lega reyna að gera emb­ætt­is­menn tor­tryggi­lega...

Þjóð­in sem hef­ur efni á mann­úð

Ár­ið 1956 þá tók Ís­land á móti 52 flótta­mönn­um frá Ung­verjalandi eft­ir inn­rás Sov­ét­manna þang­að. Íbú­ar lands­ins voru þá um 160 þús­und og Ís­land var skil­greint sem þró­un­ar­ríki af al­þjóða­stofn­un­um sem veittu land­inu ýms­an fjár­hags­leg­an stuðn­ing til við­bót­ar við Mars­hall-að­stoð­ina og her­mang­ið sem land­inn græddi tals­vert á. Mið­að við það fá­tæk­lega litla sem mað­ur hef­ur les­ið um þetta þá þótti...

Mest lesið undanfarið ár