AK-72

AK-72

Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað árum saman um stjórnmál og önnur samfélagsmál undir bloggheitinu AK-72. Á milli þess gjóar hann augunum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru því sem vekur áhuga hans hverju sinni.

Hin drama­tíska stjórn­mála­helgi

Það er óhætt að kalla ný­liðna helgi drama­tíska helgi í póli­tík­inni hjá mörg­um flokk­um og jafn­vel svo að það þyrfti að senda stríðs­frétta­rit­ara á svæð­ið næst þeg­ar er fund­að þar. Fyrst riðu Pírat­ar á drama­vað­ið með lítt skilj­an­leg­um deil­um um þrýst­ing þing­manns á próf­kjörslista­breyt­ing­ar í NV-kjör­dæmi eft­ir klúð­urs­legt og um­deilt próf­kjör þar. Deil­urn­ar virt­ust sprottn­ar upp úr tveggja manna tali...
Siðferðiskennd hins íslenska viðskiptalífs

Sið­ferð­is­kennd hins ís­lenska við­skipta­lífs

Það hafa kom­ið upp fjöl­mörg mál tengd við­skipta­líf­inu á þessu kjör­tíma­bili. Við höf­um feng­ið fregn­ir af kenni­töluflakki, skattaund­an­skot­um, kjara­samn­ings­brot­um og lé­leg­um að­bún­aði á vinnu­stöð­um sem eru nán­ast hefð­bundn­ar frétt­ir sem lesn­ar eru upp sam­hliða frétti af slætti á Suð­ur­landi. Við höf­um feng­ið fregn­ir af gríð­ar­leg­um skattsvik­um ferða­þjón­ustu­að­ila, þræla­haldi, man­sali og svindli á launa­fólki. Við höf­um feng­ið fregn­ir af ljótu fram­ferði...

Sér­eigna­sparn­að­ar­leið "Fyrstu fast­eign­ar­inn­ar"

Rík­is­stjórn­in blés til fund­ar í Hörpu í dag á kostn­að rík­is­ins til að kynna að­gerð­ir sín­ar gegn verð­trygg­ingu lána. Þetta var þó e.t.v. meira kosn­inga­áróð­urs­fund­ur um að­gerð­ir sem sagð­ar eru til að hvetja fólk til að kaupa sína fyrstu íbúð. Ein af þeim leið­um sem var kynnt var að fólk gæti nýtt sér­eigna­sparn­að­inn til að kaupa sína fyrstu íbúð...

Flokks­þing eða ekki flokks­þing Fram­sókn­ar

Það eru frek­ar spes þess­ar fregn­ir af flokks­þings­mál­um Fram­sókn­ar og hvort slíkt þing eigi að fara fram fyr­ir kosn­ing­ar sem er bú­ið að lofa að verði nú í haust. Þær álykt­an­ir sem mað­ur get­ur dreg­ið af þess­um fregn­um er að þing­flokk­ur og mið­stjórn Fram­sókn­ar haldi það raun­veru­lega að það verði eng­ar kosn­ing­ar í haust eða telji að þær geti...

Þjóð­há­tíð­ar­þögg­un­in 2016

Þeg­ar ég las þær frétt­ir að lög­reglu­stjór­inn í Eyj­um hefði beint til­mæl­um til ým­isra að­ila um að gefa ekki upp fjölda kyn­ferð­is­brota á Þjóð­há­tíð þá var það fyrsta sem mér datt til hug­ar: „Á að reyna að þagga þetta nið­ur aft­ur?“ At­burða­rás, um­ræð­ur og um­hugs­un frá því að frétt­ir birt­ust af til­mæl­um lög­reglu­stjór­ans í Eyj­um hef­ur nefni­lega styrkt mig í...
Hin lækkuðu veiðigjöld og kostnaður ríkissjóðs

Hin lækk­uðu veiði­gjöld og kostn­að­ur rík­is­sjóðs

Nú hafa þær fregn­ir borist að heild­ar­veiði­gjöld­in fyr­ir síð­asta fisk­veiði­ár verða 40% minni en áætl­að var fyr­ir þetta ár. Þau verða 4,8 millj­arð­ar. í stað nær átta millj­arða. Það er um­tals­verð lækk­un frá upp­hafi kjör­tíma­bils Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar þeg­ar veiði­gjöld­in fyr­ir af­not sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja af sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna voru 12,8 millj­arð­ar. Samt hafa fyr­ir­tæk­in mörg hver ver­ið að sýna stór­hagn­að...

Varla kló­sett­ferð­ar virði

Mað­ur vissi svo sem þeg­ar það frétt­ist að inn­vígð­ur og inn­múr­að­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur hefði ver­ið ráð­inn án aug­lýs­ing­ar sem fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála að þar væri ein­göngu ver­ið að koma at­vinnu­laus­um flokks­manni á rík­is­spen­ann. Eða alla­vega á með­an hann var að leita að öðru starfi. En manni finnst yf­ir­gengi­legt að sá flokks­holli hafi feng­ið að soga til sín af spen­an­um um 12...
Kappræður Stöðvar 2: Opið bréf til Andra, Guðna og Höllu

Kapp­ræð­ur Stöðv­ar 2: Op­ið bréf til Andra, Guðna og Höllu

Sam­kvæmt frétt­um Stöðv­ar 2 þá munu 365 miðl­ar bjóða okk­ur upp á kapp­ræð­ur með lýð­ræð­is­halla næst­kom­andi fimmtu­dag. Fyr­ir­komu­lag­ið á kapp­ræð­un­um mun byggja á því að að­eins þeir sem ná til­settu lág­marki í skoð­ana­könn­un sem fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið stend­ur fyr­ir, munu fá að taka þátt. Í ljósi þess að þetta mun vera hann­að með þá hugs­un að að­eins ákveðn­ir for­setafram­bjóð­end­ur fái að taka þátt...
Framboð sundrungartákns hinnar íslensku þjóðar

Fram­boð sundr­ung­ar­tákns hinn­ar ís­lensku þjóð­ar

Þeg­ar við fór­um nokk­ur á fund for­seta síð­asta sum­ar þá gekk ég út af þeim fundi með þá til­finn­ingu að hann væri byrj­að­ur að þreifa fyr­ir sér með enn eitt kjör­tíma­bil­ið. Mað­ur ef­að­ist samt um til­finn­ing­una en gleymdi því samt ekki að Ólaf­ur Ragn­ar er ólík­indatól sem eng­inn veit hvar hann hef­ur. Líkt og Sig­mund­ur Dav­íð komst að um dag­inn....
Blekkingin um haustkosningar

Blekk­ing­in um haust­kosn­ing­ar

Hin „nýja“ rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs og Bjarna Ben hef­ur boð­að að stefnt verði að kosn­ing­um í haust. Tak­ið eft­ir, stefnt að. Orða­lag­ið skipt­ir máli nefni­lega. Þetta út­spil stjórn­ar­inn­ar er nefni­lega bið­leik­ur fyr­ir stjórn­ar­flokk­ana í von um að þetta dugi til að fá frið til að sleikja rjómann af með vin­um og vanda­mönn­um, við­halda völd­um og vopna sig að nýju. Út­spil­ið...

Þau verða öll að fara frá!

Ég sem og flest­ir sem hafa þurft að sinna vinnu í dag ólíkt stjórn­ar­þing­mönn­um, hef ver­ið að­eins ringl­að­ur á því hvað er að ger­ast hjá Tor­tóla­stjórn­inni. Eitt er mað­ur þó ekki ringl­að­ur með. Það á að reyna að halda völd­um sama hvað. Af­sögn Sig­mund­ar er nefni­lega ákveð­in blekk­ing. Sig­mund­ur verð­ur enn þing­mað­ur og hann verð­ur enn formað­ur flokks­ins á þingi....

Glúr­in smjörklípa Fram­sókn­ar

Það verð­ur að segj­ast að smjörklípa Fram­sókn­ar­flokks­ins til af­vega­leið­ing­ar um­ræðu frá skálka­skjóli for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna og af­l­ands­felu­leikj­um þeirra er nokk­uð glúr­in. Að aflétta leynd af gögn­um um end­ur­reisn banka­kerf­is­ins er auð­vit­að eitt­hvað sem flest­ir geta keypt að ætti að vera eðli­legt að gera og í sem flest­um öðr­um til­fell­um sem Fram­sókn ljá­ir ekki máls á. Fjöl­miðla­menn munu auk þess taka þessu...

Smá­at­riði varð­andi skatta­skjóls­fé­lag for­sæt­is­ráð­herra­hjóna

Það má finna at­hygl­is­verð smá­at­riði í tengsl­um við skatta­skjóls­fé­lags for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna. Sam­kvæmt því sem hef­ur kom­ið fram þá var fé­lag­ið stofn­að ár­ið 2007 og Anna Sig­ur­laug tek­ur við því í árs­byrj­un 2008. Sam­kvæmt því sem for­sæt­is­ráð­herra­frú­in sagði í yf­ir­lýs­ingu á Fés­bók henn­ar þá var Sig­mund­ur Dav­íð skráð­ur fyr­ir fé­lag­inu ásamt henni vegna mistaka bank­ans sem héldu að þau væru...

Skiln­ings­leysi stjórn­ar­for­manns VÍS

Stjórn­ar­formað­ur VÍS kvart­aði mik­ið und­an um­ræð­unni um arð­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins á að­al­fundi fyr­ir­tæk­is­ins. Henni þótti fólk ann­að hvort fara með rangt mál eða tala af van­þekk­ingu um arð­greiðsl­ur sem hún sagði að hefði getað orð­ið mun meiri en þess­ir fimm millj­arð­ar sem stjórn­in lagði til í upp­hafi að yrðu greidd­ir út sem ar´ður. Ekki virt­ist hún sýna nokk­urn skiln­ing á...

Mest lesið undanfarið ár