Hermann Stefánsson

Hermann Stefánsson

Hermann Stefánsson er rithöfundur og býr í Reykjavík. Hann er höfundur fjórtán bóka sem flestar eru skáldsögur. Hermann nam bókmenntir í Háskóla Íslands og háskólanum í Santiago á Spáni. Hann hefur skrifað pistla um samfélagsmál og pólitík á ýmsum vettvangi en er óflokksbundinn af ástríðu.

Sjálf­hverf menn­ing og mál­vill­ur: Ör­lít­ið um ruv.is

Gall­inn við að búa í ör­sam­fé­lagi er að þess er kraf­ist að all­ir séu heltekn­ir af því sama. Það hef­ur sína kosti, svo sem sam­stöðu. Það hend­ir ekki hjá stór­þjóð­um að fram fari þjóð­ar­söfn­un í sjón­varpi fyr­ir ein­hvern mál­stað og formúgur safn­ist. Það hend­ir varla hjá stór­þjóð­um að fullt af fólki riti nafn sitt á und­ir­skrift­arlista til að koma í...
Um Fernando Pessoa og þörfina fyrir að skilja ekki heiminn

Um Fern­ando Pessoa og þörf­ina fyr­ir að skilja ekki heim­inn

Það er orð­ið nokk­uð síð­an Guð­berg­ur Bergs­son sendi frá sér þýð­ingu. Skáld­ið er eitt skrípatól: Um ævi og skáld­skap Fern­ando Pessoa nefn­ist út­gáfa hans á úr­vali verka portú­galska ljóð­skálds­ins Fern­ando Pessoa. Þess virði er að nefna að bók­in er vel út­gef­in: Rauð og svört kápa með teikn­ingu af Pessoa, harð­spjalda, svarti lit­ur­inn á inn­kápu­síð­um hitt­ir á eitt­hvert gull­insnið og tón­ar...

Mikl­ir menn er­um við

Það bar eitt sinn til að þeir aka þarna um sveit­irn­ar í firð­in­um fé­lag­arn­ir Steini Sam­herji, sem er við stýr­ið, einn nefnd­ur Lufsi, sem er í far­þega­sæt­inu, og Blóra­bögg­ull svo­nefndr í aft­ur­sæt­inu og bíð­ur eft­ir að stein­steyp­an þorni í þvotta­bal­an­um sem fæt­ur hans dóla í, fjand­inn hafi það, seg­ir þá Steini, þetta þorn­ar aldrei, hel­vít­is hel­víti, dug­ir ekki einu sinni...

Morð á kon­um og/eða stuld­ur á rabarbara

Ein marg­not­að­asta til­vitn­un heims­bók­mennt­anna er í smá­sögu eft­ir Jor­ge Luis Bor­ges og snýst um það hvernig hlut­ir eru flokk­að­ir, hvernig við setj­um heim­inn og hug­mynd­ir okk­ar um hann í kví­ar. Bor­ges vís­ar í upp­dikt­aða kín­verska al­fræði­orða­bók sem flokk­ar dýr nokk­urn veg­inn á þessa lund: „Dýr sem tiheyra keis­ar­an­um. Smurð dýr. Tam­in dýr. Grís­ir á spena. Haf­meyj­ur (eða sír­en­ur). Goð­sögu­leg dýr. Flæk­ings­hund­ar. Dýr sem tal­in eru upp í...
Barnið og skraddararnir

Barn­ið og skradd­ar­arn­ir

Sög­ur í kapí­talísku ein­stak­lings­hyggju­sam­fé­lagi snú­ast um ein­stak­ling — erkitýpu — sem sprett­ur úr fá­brotn­um jarð­vegi og hasl­ar sér völl, legg­ur af stað í óvissu­ferð, berst og hef­ur að lok­um sig­ur, gegn of­ur­efli. Fyr­ir­sjá­an­leg­asti (en ekki áhuga­verð­asti) þátt­ur­inn í sög­unni um Gretu Thun­berg snýst um að karl­ar með brog­að sál­ar­líf snú­ist gegn henni, hæði hana og spotti, rægi og níði. Sögu­gerð­in...
Þjófur í Paradís

Þjóf­ur í Para­dís

Teg­und­ir sósí­al­isma eru tvær: Hug­sjónasósí­al­ismi og öf­und­arsósí­al­ismi. Sá fyrr­nefndi er há­leit hug­mynd um rétt­lát­ara sam­fé­lag, sá síð­ar­nefndi er nag­andi vit­und um að ann­að fólk eigi miklu meiri pen­inga en mað­ur sjálf­ur, og að það væri bæri­legt að vera í röð­um pró­sent­anna fáu (pró­sents­ins eina?) sem eiga mestu pen­ing­ana. (Sjá t.d. skrif Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar). Tekju­blöð hafa yf­ir­leitt ver­ið gef­in út...

„Gleð­in er bernsk“

Gleði­gang­an er gleði­leg. Þær ger­ast víst ekki öllu aug­ljós­ari en þetta, full­yrð­ing­arn­ar, ger­ast varla öllu banalli. En þannig er það samt. Hún er gleði­leg. Það þýð­ir ekki að reyna að koma auga á gleð­ina í sjón­varpi, mað­ur verð­ur að vera á staðn­um. Gleð­inni er ekki held­ur bein­lín­is hægt að lýsa, hún skín úr aug­un­um, ligg­ur í and­rúms­loft­inu; hún inni­held­ur eft­ir­vænt­ingu,...

Við­skipta­vit Ar­aba

Ar­ab­ar hafa miklu lengri við­skipta­hefð en Vest­ur­landa­bú­ar og því eru versl­un­ar­hætt­ir þeirra sið­fág­aðri — en að mati Vest­ur­landa­búa dólgs­leg­ir. Ar­ab­inn (þetta er ágætt orð, ég hef ekki ann­að betra) ger­ir sér að for­sendu í við­skipt­un­um að verð­gildi hlut­ar­ins liggi hreint alls ekki fyr­ir. Þar get­ur ým­is­legt spil­að inn í. Ekki bara vinnu­stund­irn­ar sem fóru í að fram­leiða hlut­inn held­ur einnig...

Um já­kvæð­ar hlið­ar tíðra fjölda­morða í Banda­ríkj­un­um

Fjölda­morð eru að verða þjóðarí­þrótt Banda­ríkja­manna. Þau eru inn­an­húss­í­þrótt — og það sem merki­legra er: Í og með er þau hópí­þrótt frem­ur en hrein ein­stak­lingsí­þrótt. Raun­ar var for­veri íþrótt­ar­inn­ar á 20. öld, að skjóta banda­ríska for­seta, næsta keim­lík en þó hafa þær hug­mynda­legu breyt­ing­ar orð­ið í vit­und­ar­lífi þjóð­ar­inn­ar að for­ver­inn gat ekki ver­ið ann­að en ein­stak­lingsí­þrótt: Einn á móti ein­um....

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu