Hermann Stefánsson

Hermann Stefánsson

Hermann Stefánsson er rithöfundur og býr í Reykjavík. Hann er höfundur fjórtán bóka sem flestar eru skáldsögur. Hermann nam bókmenntir í Háskóla Íslands og háskólanum í Santiago á Spáni. Hann hefur skrifað pistla um samfélagsmál og pólitík á ýmsum vettvangi en er óflokksbundinn af ástríðu.
Haust

Hermann Stefánsson

Haust

·

Haustið læðist að, lúmskt og ísmeygilegt. Rifsberin hafa gerjast og fuglarnir gætt sér á þeim, baðað sig í þakrennunni, bersýnilega ölvaðir, í hamslausum fögnuði, og nú er eins og þeir hafi gufað upp. Gamlar heimildir segja að farfuglar á borð við lóuna feli sig í gjótum yfir veturinn og liggi þar í hýði eins og birnir. Grámi leggst yfir grasið...

Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·

Tegundir sósíalisma eru tvær: Hugsjónasósíalismi og öfundarsósíalismi. Sá fyrrnefndi er háleit hugmynd um réttlátara samfélag, sá síðarnefndi er nagandi vitund um að annað fólk eigi miklu meiri peninga en maður sjálfur, og að það væri bærilegt að vera í röðum prósentanna fáu (prósentsins eina?) sem eiga mestu peningana. (Sjá t.d. skrif Gunnars Smára Egilssonar). Tekjublöð hafa yfirleitt verið gefin út...

„Gleðin er bernsk“

Hermann Stefánsson

„Gleðin er bernsk“

·

Gleðigangan er gleðileg. Þær gerast víst ekki öllu augljósari en þetta, fullyrðingarnar, gerast varla öllu banalli. En þannig er það samt. Hún er gleðileg. Það þýðir ekki að reyna að koma auga á gleðina í sjónvarpi, maður verður að vera á staðnum. Gleðinni er ekki heldur beinlínis hægt að lýsa, hún skín úr augunum, liggur í andrúmsloftinu; hún inniheldur eftirvæntingu,...

Þannegin fólk

Hermann Stefánsson

Þannegin fólk

·

Réttindabarátta „þannegin fólks“ er mjög skammt á veg komin á Íslandi, sem er ekki skrýtið því ég var að enda við að búa fyrirbærið til og hef ekki ákveðið hvað það merki. Líklegast eitthvað upp á skaftfellsku. Eða þannegin. Gleðigangan hefur stundum verið leikur að klisjum — líkt og svo vilji til að allir sem ekki fella sig við tvö...

Viðskiptavit Araba

Hermann Stefánsson

Viðskiptavit Araba

·

Arabar hafa miklu lengri viðskiptahefð en Vesturlandabúar og því eru verslunarhættir þeirra siðfágaðri — en að mati Vesturlandabúa dólgslegir. Arabinn (þetta er ágætt orð, ég hef ekki annað betra) gerir sér að forsendu í viðskiptunum að verðgildi hlutarins liggi hreint alls ekki fyrir. Þar getur ýmislegt spilað inn í. Ekki bara vinnustundirnar sem fóru í að framleiða hlutinn heldur einnig...

Um jákvæðar hliðar tíðra fjöldamorða í Bandaríkjunum

Hermann Stefánsson

Um jákvæðar hliðar tíðra fjöldamorða í Bandaríkjunum

·

Fjöldamorð eru að verða þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna. Þau eru innanhússíþrótt — og það sem merkilegra er: Í og með er þau hópíþrótt fremur en hrein einstaklingsíþrótt. Raunar var forveri íþróttarinnar á 20. öld, að skjóta bandaríska forseta, næsta keimlík en þó hafa þær hugmyndalegu breytingar orðið í vitundarlífi þjóðarinnar að forverinn gat ekki verið annað en einstaklingsíþrótt: Einn á móti einum....

Brennimark Margrétar Müller

Hermann Stefánsson

Brennimark Margrétar Müller

·

Hún iðaði í stólnum þar sem hún sat við borðshornið á langendanum, hló inn í sig og skemmti sér á sinn sérkennilega hátt og smurði samlokur og stjórnaði borðhaldinu með því að deila og drottna: Einn strákur fékk kók með matnum því hann hefði ofnæmi fyrir vatni. Við borðsendann sat líka nunna sem ég man ekki hvað  hét og einhver...

Talað um Láru

Hermann Stefánsson

Talað um Láru

·

Sumu fólki finnst gaman að fara út að dansa og aðrir vilja ferðast og drekka framandi drykki og kynnast heiminum og horfa á sólsetrin bráðna og þá er til fólk sem er með öllu húmorlaust og svo eru til smásálir og stórar sálir og fólk sem fer oft á skíði og sumir vilja drekka kínverskt te og keyra austur fyrir...

Málfrelsi

Hermann Stefánsson

Málfrelsi

·

Maður sannfærir aldrei neinn um neitt. Og þó, hvernig læt ég. Alls konar fólk sannfærir alls konar annað fólk um alls konar hluti. Sumar af þessum sannfæringum eru sannanlega rangar, eins og að jörðin sé flöt. Fólk notar alls konar aðferðir við að sannfæra annað fólk. Sumar af þeim eru gagnrýniverðar, aðrar jafnvel ámælisverðar. Til þess að geta sannfært annað...

Skandall, Trump, raðnauðgun, fjöldamorð, félagsmiðlar, rétttrúnaður, hommahatur, hatursorðræða, skandall

Hermann Stefánsson

Skandall, Trump, raðnauðgun, fjöldamorð, félagsmiðlar, rétttrúnaður, hommahatur, hatursorðræða, skandall

·

Einhver menningarpistlahöfundur á RUV, ég man bara ekki hver, hélt því fram fullum fetum ekki alls fyrir löngu að við lifðum gullöld sjónvarpsþáttaseríunnar, það er að segja netseríunnar. Kannski mætti malda í móinn, fullyrða jafnvel að þemu seríanna séu áratug á eftir bókmenntum (og persónulega gæti ég hugsað mér að beinlínis kvarta sem aumlegast yfir þessu, ég sé fallinn í...

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·

Það þarf ekki mikinn speking til að spá því að aldrei verði lagður sæstrengur til Íslands og aldrei haldnar neinar þjóðaratkvæðagreiðslur þar að lútandi. Einfaldlega vegna þess að innan fárra ára verði fátt jafn úrelt og einmitt sæstrengur. Að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hann væri eins og að láta þjóðina kjósa um símastaura eða ritvélar. Því að það eru vel á...

Zeitgeist

Hermann Stefánsson

Zeitgeist

·

Frásagnarmáti samtímans er ekki játningarformið heldur reynslusagan. Á því er grundvallarmunur.  Sama reynslusagan kemur trekk í trekk á dv.is. Ég held að ég hafi séð hana einum sjö sinnum. Hún er þýdd úr bandarískum miðlum svo verið getur að ég hafi séð hana víðar, með nokkrum tilbrigðum.  Sagan er nokkurn veginn svona: Ung kona er stödd í Walmart með barnið...

Blómin í garðinum

Hermann Stefánsson

Blómin í garðinum

·

Það byrjaði á því að ég plantaði blómum í garðinum mínum. Reyndar var það ekki mín hugmynd heldur sonar míns. Nágranninn sagði að hann væri mikill listamaður. Svo fylgdumst við með blómunum dafna og sáum hvernig þau hreyfðu sig í átt til sólarljóssins. Eitt blóm fór undir tréð, hin, sem eru stjúpur, fóru í beðið upp við garðsvegginn. Þetta eru...

Hinn hugljúfi og geðþekki rómur fasismans

Hermann Stefánsson

Hinn hugljúfi og geðþekki rómur fasismans

·

Vox merkir Rödd. Vox er einnig nafnið á til þess að gera stórum — og sífellt stækkandi — stjórnmálaflokki á Spáni. Nafnið er varla tilviljun. Flokkurinn hefði sem hæglegast getað kallað sig Voz upp á spænsku en kýs latínuna: Það gefur tilfinningu fyrir varanleika. Öll íhaldssöm öfl gera sér far um að virka náttúruleg, manninum eðlileg og eiginleg.  Er Vox...

Þetta eru allt helvítis óþverrar

Hermann Stefánsson

Þetta eru allt helvítis óþverrar

·

Furðu oft verður mér hugsað til bókar sem kom út fyrir þremur árum, ber titilinn Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? og er eftir Þór Saari. Ástæða þess að mér verður hugsað til bókarinnar er ekki sú að hún sé svo góð heldur eiginlega þvert á móti. Bókin er mér minnisstæð vegna þess hvaða bók ég hélt að gæti verið...

Í fréttum er þetta helst

Hermann Stefánsson

Í fréttum er þetta helst

·

Ef ég mætti ráða væri íslenskur fréttaflutningur með talsvert öðrum hætti en hann er. Í fyrsta lagi væri hann alþjóðlegri, í öðru lagi áhugasamari um líf og náttúru. Og menningu. Og heiminn. Fyrirsagnirnar væru eitthvað á borð við: „Skáld ratar á myndlíkingu sem breytir skynjun okkar á heiminum“. „Hitt kynið eftir Simone de Beauvoir 70 ára“. „Afrísk stjórnmál: Greining“. „Eðlisfræðin...