Hermann Stefánsson

Hermann Stefánsson

Hermann Stefánsson er rithöfundur og býr í Reykjavík. Hann er höfundur fjórtán bóka sem flestar eru skáldsögur. Hermann nam bókmenntir í Háskóla Íslands og háskólanum í Santiago á Spáni. Hann hefur skrifað pistla um samfélagsmál og pólitík á ýmsum vettvangi en er óflokksbundinn af ástríðu.
Öllu hrakar, öllu fleygir fram: Bless

Hermann Stefánsson

Öllu hrakar, öllu fleygir fram: Bless

Öllu hrakar og öllu fleygir fram á sama tíma. Ekki á ólíkum sviðum heldur hrakar öllu og fleygir fram í nákvæmlega sömu efnunum og samtímis.  Donald Trump er enn forseti Bandaríkjanna, sama sirkusruglið heldur áfram. Á meðan mallar sú hugsun í þeim sem vilja eitthvað annað hvort hægt sé að grípa til annarra ráða en hingað til því það orkar...

Sjálfhverf menning og málvillur: Örlítið um ruv.is

Hermann Stefánsson

Sjálfhverf menning og málvillur: Örlítið um ruv.is

Gallinn við að búa í örsamfélagi er að þess er krafist að allir séu helteknir af því sama. Það hefur sína kosti, svo sem samstöðu. Það hendir ekki hjá stórþjóðum að fram fari þjóðarsöfnun í sjónvarpi fyrir einhvern málstað og formúgur safnist. Það hendir varla hjá stórþjóðum að fullt af fólki riti nafn sitt á undirskriftarlista til að koma í...

Tvær aðferðir til að segja satt

Hermann Stefánsson

Tvær aðferðir til að segja satt

Það eru til tvær leiðir til að segja satt: Að þegja eða lenda í mótsögn við sjálfan sig. Við þetta er engu að bæta. Enda er sjaldnast neinu við afórisma að bæta, þessi er úr nýlegu spænsku safni afórisma. Þó mætti bæta við hugsun úr ljóði sem ég finn ekki í svipinn en fjallar um þjáningua og okið sem skilningnum...

Afsakanir

Hermann Stefánsson

Afsakanir

Tilgangur þinn var göfugri en allt sem göfugt er þótt afraksturinn hafi kannski verið dálítið hörmulegur — það er þín afsökun. Þú áttir engra annarra kosta völ — það er þín afsökun.  Það skilur þig bara enginn því að þú ert gáfaðri en aðrir — það er þín afsökun. Þú stalst ekki heldur tókst það sem þú áttir hvort sem...

Um Fernando Pessoa og þörfina fyrir að skilja ekki heiminn

Hermann Stefánsson

Um Fernando Pessoa og þörfina fyrir að skilja ekki heiminn

Það er orðið nokkuð síðan Guðbergur Bergsson sendi frá sér þýðingu. Skáldið er eitt skrípatól: Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa nefnist útgáfa hans á úrvali verka portúgalska ljóðskáldsins Fernando Pessoa. Þess virði er að nefna að bókin er vel útgefin: Rauð og svört kápa með teikningu af Pessoa, harðspjalda, svarti liturinn á innkápusíðum hittir á eitthvert gullinsnið og tónar...

Jón

Hermann Stefánsson

Jón

Konan fyrir framan mig á mótmælafundinum var með pott, sleif og barn sem sló í pottinn með sleifinni þarna rétt við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Hún sneri sér skyndilega við, leit upp á styttuna fyrir aftan mig og kallaði: „Jón!“ Hún þagði andartak, eins og hún hefði ekki náð athygli Jóns og hrópaði síðan aftur til hans. „Jón!“ Mér fannst...

Miklir menn erum við

Hermann Stefánsson

Miklir menn erum við

Það bar eitt sinn til að þeir aka þarna um sveitirnar í firðinum félagarnir Steini Samherji, sem er við stýrið, einn nefndur Lufsi, sem er í farþegasætinu, og Blóraböggull svonefndr í aftursætinu og bíður eftir að steinsteypan þorni í þvottabalanum sem fætur hans dóla í, fjandinn hafi það, segir þá Steini, þetta þornar aldrei, helvítis helvíti, dugir ekki einu sinni...

Morð á konum og/eða stuldur á rabarbara

Hermann Stefánsson

Morð á konum og/eða stuldur á rabarbara

Ein margnotaðasta tilvitnun heimsbókmenntanna er í smásögu eftir Jorge Luis Borges og snýst um það hvernig hlutir eru flokkaðir, hvernig við setjum heiminn og hugmyndir okkar um hann í kvíar. Borges vísar í uppdiktaða kínverska alfræðiorðabók sem flokkar dýr nokkurn veginn á þessa lund: „Dýr sem tiheyra keisaranum. Smurð dýr. Tamin dýr. Grísir á spena. Hafmeyjur (eða sírenur). Goðsöguleg dýr. Flækingshundar. Dýr sem talin eru upp í...

Barnið og skraddararnir

Hermann Stefánsson

Barnið og skraddararnir

Sögur í kapítalísku einstaklingshyggjusamfélagi snúast um einstakling — erkitýpu — sem sprettur úr fábrotnum jarðvegi og haslar sér völl, leggur af stað í óvissuferð, berst og hefur að lokum sigur, gegn ofurefli. Fyrirsjáanlegasti (en ekki áhugaverðasti) þátturinn í sögunni um Gretu Thunberg snýst um að karlar með brogað sálarlíf snúist gegn henni, hæði hana og spotti, rægi og níði. Sögugerðin...

Haust

Hermann Stefánsson

Haust

Haustið læðist að, lúmskt og ísmeygilegt. Rifsberin hafa gerjast og fuglarnir gætt sér á þeim, baðað sig í þakrennunni, bersýnilega ölvaðir, í hamslausum fögnuði, og nú er eins og þeir hafi gufað upp. Gamlar heimildir segja að farfuglar á borð við lóuna feli sig í gjótum yfir veturinn og liggi þar í hýði eins og birnir. Grámi leggst yfir grasið...

Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

Tegundir sósíalisma eru tvær: Hugsjónasósíalismi og öfundarsósíalismi. Sá fyrrnefndi er háleit hugmynd um réttlátara samfélag, sá síðarnefndi er nagandi vitund um að annað fólk eigi miklu meiri peninga en maður sjálfur, og að það væri bærilegt að vera í röðum prósentanna fáu (prósentsins eina?) sem eiga mestu peningana. (Sjá t.d. skrif Gunnars Smára Egilssonar). Tekjublöð hafa yfirleitt verið gefin út...

„Gleðin er bernsk“

Hermann Stefánsson

„Gleðin er bernsk“

Gleðigangan er gleðileg. Þær gerast víst ekki öllu augljósari en þetta, fullyrðingarnar, gerast varla öllu banalli. En þannig er það samt. Hún er gleðileg. Það þýðir ekki að reyna að koma auga á gleðina í sjónvarpi, maður verður að vera á staðnum. Gleðinni er ekki heldur beinlínis hægt að lýsa, hún skín úr augunum, liggur í andrúmsloftinu; hún inniheldur eftirvæntingu,...

Þannegin fólk

Hermann Stefánsson

Þannegin fólk

Réttindabarátta „þannegin fólks“ er mjög skammt á veg komin á Íslandi, sem er ekki skrýtið því ég var að enda við að búa fyrirbærið til og hef ekki ákveðið hvað það merki. Líklegast eitthvað upp á skaftfellsku. Eða þannegin. Gleðigangan hefur stundum verið leikur að klisjum — líkt og svo vilji til að allir sem ekki fella sig við tvö...

Viðskiptavit Araba

Hermann Stefánsson

Viðskiptavit Araba

Arabar hafa miklu lengri viðskiptahefð en Vesturlandabúar og því eru verslunarhættir þeirra siðfágaðri — en að mati Vesturlandabúa dólgslegir. Arabinn (þetta er ágætt orð, ég hef ekki annað betra) gerir sér að forsendu í viðskiptunum að verðgildi hlutarins liggi hreint alls ekki fyrir. Þar getur ýmislegt spilað inn í. Ekki bara vinnustundirnar sem fóru í að framleiða hlutinn heldur einnig...

Um jákvæðar hliðar tíðra fjöldamorða í Bandaríkjunum

Hermann Stefánsson

Um jákvæðar hliðar tíðra fjöldamorða í Bandaríkjunum

Fjöldamorð eru að verða þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna. Þau eru innanhússíþrótt — og það sem merkilegra er: Í og með er þau hópíþrótt fremur en hrein einstaklingsíþrótt. Raunar var forveri íþróttarinnar á 20. öld, að skjóta bandaríska forseta, næsta keimlík en þó hafa þær hugmyndalegu breytingar orðið í vitundarlífi þjóðarinnar að forverinn gat ekki verið annað en einstaklingsíþrótt: Einn á móti einum....

Brennimark Margrétar Müller

Hermann Stefánsson

Brennimark Margrétar Müller

Hún iðaði í stólnum þar sem hún sat við borðshornið á langendanum, hló inn í sig og skemmti sér á sinn sérkennilega hátt og smurði samlokur og stjórnaði borðhaldinu með því að deila og drottna: Einn strákur fékk kók með matnum því hann hefði ofnæmi fyrir vatni. Við borðsendann sat líka nunna sem ég man ekki hvað  hét og einhver...