Hermann Stefánsson

Viðskiptavit Araba

Arabar hafa miklu lengri viðskiptahefð en Vesturlandabúar og því eru verslunarhættir þeirra siðfágaðri — en að mati Vesturlandabúa dólgslegir. Arabinn (þetta er ágætt orð, ég hef ekki annað betra) gerir sér að forsendu í viðskiptunum að verðgildi hlutarins liggi hreint alls ekki fyrir. Þar getur ýmislegt spilað inn í. Ekki bara vinnustundirnar sem fóru í að framleiða hlutinn heldur einnig jafnvel vinskapur, velvild, frændsemi. Í augum Vesturlandabúa — og kannski sérstaklega Íslendinga — hefur hluturinn fast verðgildi: Hann er svo og svo margra kýrgilda virði, ekki meira og ekki minna. Íslendingar halda svo fast í þessa blekkingu að allir skapaðir hlutir hafa verðgildi í augum Íslendinga. Jafnvel myndlist er annað hvort góð eða slæm, alveg burtséð frá raunvirði þess sem það kostar að mála eina mynd, alveg burtséð frá muninum á skiptagildi og raungildi: Það kemur því (í þeirra augum) ekkert við hvort vinur manns er besti vinur málarans eða hvort frændi manns á fjárhagslega eitthvað undir því að hann sé talinn góður eða hvort þjóðarandinn krefst þess. Þótt undir hælinn sé lagt hvort málarinn sé góður, eftir tíðaranda og tísku. Kjarval er eilífur, ekkert fær því breytt. 

Íslendingurinn labbar sér inn í búð í sumarfríinu og hittir Araba. Segjum að það sé á Spáni. Óðar er Arabinn farinn að gera það sem hann gerir best, að prútta. Það er frá upphafi viðfang einfaldra samningaviðræðna eða samræðna hvert verðgildi hlutarins sé, ef nokkurt. Íslendingurinn lítur svo á að verðmiðinn gildi, ekki Arabinn. Tali Íslendingurinn spænsku býður Arabinn honum sérstakt verð sem gildi fyrir innfædda og biður  hann fyrir alla muni að segja ekki venjulegum viðskiptavinum frá þessu verði. Komist hann að því að Íslendingurinn er Íslendingur greinir Arabinn frá því að frænka hans búi á Akureyri. Sem hún gerir auðvitað ekki, þetta er allt hluti af leiknum. 

Því þetta er leikur. Leikur með verðgildi hlutanna. Leikreglurnar eru: Hvor um sig reynir að græða sem mest á viðskiptunum. Það liggur á borðinu, er ekki falið eins og hjá Íslendingnum sem verslar helst við búðir sem hann hefur samúð með og er tilbúinn að borga meira ef eigandi verslunarinnar sem auðjöfur sem hefur tekist að fá almenning til að trúa því að hann sé sérstakur vinur alþýðunnar. Íslendingurinn borgar því það sem hann álítur raunverulegt verð, Arabinn krefst alltof mikillar greiðslu í fyrstu en er síðan reiðubúinn að semja um nánast hvað sem er. 

Þessum menningarmun fylgir líka samræðuhefð; og samræðuhefð skortir á Íslandi. Íslendingurinn heimtar rétt verð fyrir hlutina, í hans huga er ekkert til sem  heitir að ræða sig í átt að sameiginlegri niðurstöðu: Taktu undir mína afstöðu, sem er hin rétta, en farðu ella fjandans til. 

Þegar viðskiptunum er lokið lítur Arabinn svo á að hann hafi tekið þátt í samræðu sem fór sinn veg, eins og gengur. Þegar viðskiptunum er lokið lítur Íslendingurinn svo á að hann hafi annað hvort verið snuðaður eða grætt. Afstæði verðgildisins er ekki til í huga Íslendingsins, enda viðskiptasaga Íslands með skemmsta móti: Íslendingar eru enn að jafna sig á að auðjöfrar góðærisins hafi ekki haft raunverulegt  verðgildi eins og allir héldu að þeir hefðu, að allt hafi reynst blekking — sem í augum Arabans merkir: afstætt.

Því Íslendingurinn er í viðskiptum næsta sneyddur heilbrigðri afstæðishyggju, sem aðeins getur orðið til fyrir aldalanga hefð. 

Það er ekki tilviljun hverjir varðveittu hefð samræðulistarinnar í formi heimspeki Aristótelesar og Platóns. Það voru Arabar. Evrópumenn skeyttu lítt um slíkt.

Íslendingar geta ekki svo mikið sem átt í samræðu til að koma sér saman um verð hlutar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
7

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Nýtt á Stundinni

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·