Hermann Stefánsson

Viðskiptavit Araba

Arabar hafa miklu lengri viðskiptahefð en Vesturlandabúar og því eru verslunarhættir þeirra siðfágaðri — en að mati Vesturlandabúa dólgslegir. Arabinn (þetta er ágætt orð, ég hef ekki annað betra) gerir sér að forsendu í viðskiptunum að verðgildi hlutarins liggi hreint alls ekki fyrir. Þar getur ýmislegt spilað inn í. Ekki bara vinnustundirnar sem fóru í að framleiða hlutinn heldur einnig jafnvel vinskapur, velvild, frændsemi. Í augum Vesturlandabúa — og kannski sérstaklega Íslendinga — hefur hluturinn fast verðgildi: Hann er svo og svo margra kýrgilda virði, ekki meira og ekki minna. Íslendingar halda svo fast í þessa blekkingu að allir skapaðir hlutir hafa verðgildi í augum Íslendinga. Jafnvel myndlist er annað hvort góð eða slæm, alveg burtséð frá raunvirði þess sem það kostar að mála eina mynd, alveg burtséð frá muninum á skiptagildi og raungildi: Það kemur því (í þeirra augum) ekkert við hvort vinur manns er besti vinur málarans eða hvort frændi manns á fjárhagslega eitthvað undir því að hann sé talinn góður eða hvort þjóðarandinn krefst þess. Þótt undir hælinn sé lagt hvort málarinn sé góður, eftir tíðaranda og tísku. Kjarval er eilífur, ekkert fær því breytt. 

Íslendingurinn labbar sér inn í búð í sumarfríinu og hittir Araba. Segjum að það sé á Spáni. Óðar er Arabinn farinn að gera það sem hann gerir best, að prútta. Það er frá upphafi viðfang einfaldra samningaviðræðna eða samræðna hvert verðgildi hlutarins sé, ef nokkurt. Íslendingurinn lítur svo á að verðmiðinn gildi, ekki Arabinn. Tali Íslendingurinn spænsku býður Arabinn honum sérstakt verð sem gildi fyrir innfædda og biður  hann fyrir alla muni að segja ekki venjulegum viðskiptavinum frá þessu verði. Komist hann að því að Íslendingurinn er Íslendingur greinir Arabinn frá því að frænka hans búi á Akureyri. Sem hún gerir auðvitað ekki, þetta er allt hluti af leiknum. 

Því þetta er leikur. Leikur með verðgildi hlutanna. Leikreglurnar eru: Hvor um sig reynir að græða sem mest á viðskiptunum. Það liggur á borðinu, er ekki falið eins og hjá Íslendingnum sem verslar helst við búðir sem hann hefur samúð með og er tilbúinn að borga meira ef eigandi verslunarinnar sem auðjöfur sem hefur tekist að fá almenning til að trúa því að hann sé sérstakur vinur alþýðunnar. Íslendingurinn borgar því það sem hann álítur raunverulegt verð, Arabinn krefst alltof mikillar greiðslu í fyrstu en er síðan reiðubúinn að semja um nánast hvað sem er. 

Þessum menningarmun fylgir líka samræðuhefð; og samræðuhefð skortir á Íslandi. Íslendingurinn heimtar rétt verð fyrir hlutina, í hans huga er ekkert til sem  heitir að ræða sig í átt að sameiginlegri niðurstöðu: Taktu undir mína afstöðu, sem er hin rétta, en farðu ella fjandans til. 

Þegar viðskiptunum er lokið lítur Arabinn svo á að hann hafi tekið þátt í samræðu sem fór sinn veg, eins og gengur. Þegar viðskiptunum er lokið lítur Íslendingurinn svo á að hann hafi annað hvort verið snuðaður eða grætt. Afstæði verðgildisins er ekki til í huga Íslendingsins, enda viðskiptasaga Íslands með skemmsta móti: Íslendingar eru enn að jafna sig á að auðjöfrar góðærisins hafi ekki haft raunverulegt  verðgildi eins og allir héldu að þeir hefðu, að allt hafi reynst blekking — sem í augum Arabans merkir: afstætt.

Því Íslendingurinn er í viðskiptum næsta sneyddur heilbrigðri afstæðishyggju, sem aðeins getur orðið til fyrir aldalanga hefð. 

Það er ekki tilviljun hverjir varðveittu hefð samræðulistarinnar í formi heimspeki Aristótelesar og Platóns. Það voru Arabar. Evrópumenn skeyttu lítt um slíkt.

Íslendingar geta ekki svo mikið sem átt í samræðu til að koma sér saman um verð hlutar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
2

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Listin að verða sextugur
3

Listin að verða sextugur

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu
4

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Kolbrún telur sig órétti beitta
5

Kolbrún telur sig órétti beitta

Segir að Landspítali myndi lamast
6

Segir að Landspítali myndi lamast

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Þeir tekjulægstu eyða hlutfallslega mestu í húsnæði og mat

Þeir tekjulægstu eyða hlutfallslega mestu í húsnæði og mat

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB

BSRB samþykkir verkfall

BSRB samþykkir verkfall

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Hinar funheitu norðurslóðir

Hinar funheitu norðurslóðir

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti