Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

Þjófur í Paradís

Tegundir sósíalisma eru tvær: Hugsjónasósíalismi og öfundarsósíalismi. Sá fyrrnefndi er háleit hugmynd um réttlátara samfélag, sá síðarnefndi er nagandi vitund um að annað fólk eigi miklu meiri peninga en maður sjálfur, og að það væri bærilegt að vera í röðum prósentanna fáu (prósentsins eina?) sem eiga mestu peningana. (Sjá t.d. skrif Gunnars Smára Egilssonar).

Tekjublöð hafa yfirleitt verið gefin út af Frjálsri verslun. Frjálsri verslun er tæpast mjög umhugað um að fólk ali með sér hugmyndir um jafnari tekju- og eignadreifingu, samfélag byggt á réttlæti og jöfnuði, en þeim mun áhugasamara um að einstaklingurinn fái stundað frjálsa verslun og látið sig dreyma um að komast ofar í þjóðfélagsstigann, án þess að breyta þeim stiga

Ég vildi að ég væri einn af þeim, hugsi fólk.

DV gefur líka út tekjublað. Og í fyrra var opnaður vefur, tekjur.is, þar sem mátti fletta upp tekjum allra Íslendinga, gegn gjaldi. Þeim vef var lokað eftir að Per­sónu­vernd­ úrskurðaði að birtingin væri ólögleg.

Sá úrskurður ætti ekki við alls staðar. Í Noregi eru, eftir því sem ég best veit, upplýsingar um tekjur allra landsmanna aðgengilegar á opinberum vef. Því fylgir að sá sem flett er upp á þeim vef fær einnig að vita hver það gerir, ef hann óskar þess; mér er ekki kunnugt um hvort sá sem flettir upp fær að vita hvort sá uppfletti vilji vita hver flettir honum upp en það væri ekki fráleit hugmynd, upplýsingagagnsæi er alvarlegt mál.

Á Íslandi er siðurinn meira í ætt við gægjur. Tekjublöðin koma út árlega og hverfa svo, sennilega verður jafnvel myndin sem fylgir þessum texta hér strangt til tekið ólögleg að nokkrum tíma liðnum. Þetta er forboðin hnýsni um einkamál annarra, blygðunin sem fylgir því að fletta tekjublaði er eitthvað í ætt við áru kláms.

Sem er dálítið skrýtið í landi þar sem launaleynd hefur verið gerð ólögleg. Væri ekki einfaldara að hafa lögin eins og í Noregi? Er víst að öfundin ein stjórni slíkri upplýsingagjöf?

***

Hvað get ég sagt. Ég hef lesið þessi blöð, eftir að ég komst yfir blygðunina sem því fylgir. Ég hef talið mér trú um að ég yrði upplýstari maður af lestrinum, betur að mér um samfélagið sem ég lifi í — og um náungann. Mér hafa verið gægjur í augum gagnvart fjármálum ókunnugra og ég hef sannfært mig um að þar færi miklu fremur heilbrigð þörf fyrir að vera upplýstur, eitthvað í ætt við hugsjónasósíalisma en ekki öfundarsósíalisma. Aldrei hef ég verið í blaðinu sjálfur, sem viðfang hinna hnýsnu.

En nú var Stundin að gefa út Hátekjublað Stundarinnar sem tekur aðeins til ríkasta fólks landsins. Eins og sjá má á myndinni er ég í því blaði með rúmar 29 milljónir á síðasta ári.

Það kom vel á vondan.

***

Hvað get ég sagt. Það komst upp um mig. Mér gengur vel. En það fylgir líka mikil ábyrgð því að vera rithöfundur. Ég axla þá ábyrgð. Ég álít velgengni mína verðskuldaða. Það er ekki að ófyrirsynju að bækur mínar fá svona góða dóma. Og ef maður selur mikið af bókum er það vegna þess að þær eru góðar. Svo einfalt er það. Bóksala í öðrum löndum hefur að sönnu sitt að segja. Svo hafa mínar eigin þýðingar áhrif. Svo eru afleidd störf og hagræn áhrif. Og allt það.

Svo er líka til þess að taka að fjármagnstekjur eru einnig teknar með í reikninginn, eins og Stundin tekur fram í útlistun sinni á Hátekjublaðinu, sem er öðruvísi og betur unnið en önnur tekjublöð, vísindalegar og nákvæmar (þótt mér sé reyndar ekki ljóst af kynningunni hvort ég sé í 1% eða 0,1% ríkasta hlutanum).

Umfram allt eru það bókmenntirnar sjálfar sem skipta máli, ekki peningarnir.

En ég býst samt við því að orð mín þyki hafa öðruvísi vægi eftir að Stundin hefur opinberað að ég sé svo mikils metinn. Hvað get ég sagt. Hafa til dæmis skrif ríks manns um samfélagsmál sömu merkingu og hinna fátækari?

Reyndar skynja ég strax hvernig öfundarmenn steðja að mér nú þegar uppvíst hefur orðið um hversu mikils virði velgengni mín sé í krónum talið. Ég skynja líka í auknum mæli fordómana sem við ríka fólkið þurfum að sæta. Góðgerðarsamtök hringja í sífellu og bjóða mér gíróseðla. Kvenhylli mín, gegndarlaus frá blautu barnsbeini, er farin að virðast mér sprottin af rótum sem ég er ekki endilega með öllu sáttur við. Fólk spyr mig hvort ég sé ekki á listamannalaunum.

En samt. Mér finnst ég einhvern veginn mikilvægari eftir en áður. Mér finnst eins og meira mark sé tekið á orðum mínum. Einhvern veginn skynja ég hvernig ég get litið á marga í kringum mig einfaldlega sem lúsera. Jafnframt fer um mig ákveðið þakklæti og gefandi auðmýkt.

Það er út af þessu mikilvægi mínu — þessari vigt — sem ég tvínóna svo við að benda nokkrum einasta manni á að milljónirnar mínar tuttugu og níu á síðasta ári eru hrein della sem nokkuð örugglega sprettur af því að blaðamaður hefur farið línuvillt í rannsóknarvinnu sinni og ruglað mér saman við alnafna minn, sem síðast þegar ég vissi stundaði útgerð. 

Það væri slæmt ef upp kæmist að fjárhagsleg upphefð mín væri (enn sem komið er) bara mistök og ég einhvers konar feill.

Ég ætla því bara að steinþegja og halda áfram að vera þjófur í paradís.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

Hér þarf engar mútur
2

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
3

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
4

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?
5

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
6

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Mest deilt

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla
1

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla

Efling kallar eftir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár í ljósi Samherjamálsins
2

Efling kallar eftir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár í ljósi Samherjamálsins

Hér þarf engar mútur
3

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu
4

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
5

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
6

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Mest deilt

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla
1

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla

Efling kallar eftir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár í ljósi Samherjamálsins
2

Efling kallar eftir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár í ljósi Samherjamálsins

Hér þarf engar mútur
3

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu
4

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
5

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
6

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
5

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
5

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Nýtt á Stundinni

Bækur gegn gleymsku

Bækur gegn gleymsku

Hamingja í frjálsu falli

Melkorka Ólafsdóttir

Hamingja í frjálsu falli

Málvörn nú, málbjörgunarsveit nú!

Stefán Snævarr

Málvörn nú, málbjörgunarsveit nú!

Þrír mánuðir í Mexíkó: Stjörnuskoðun og steinrunnið vatn

Þrír mánuðir í Mexíkó: Stjörnuskoðun og steinrunnið vatn

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“

„Það voru alltaf einhverjir úr árgangnum sem höfðu flúið“

„Það voru alltaf einhverjir úr árgangnum sem höfðu flúið“

Þorsteinn Már: „Við höfum ekki verið neitt skattfælnir“

Þorsteinn Már: „Við höfum ekki verið neitt skattfælnir“

Stjórnmál með tapi

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Stjórnmál með tapi

Spilling í skjóli einræðis SWAPO-flokksins

Spilling í skjóli einræðis SWAPO-flokksins

Rappstjarnan Donald Trump

Rappstjarnan Donald Trump

Ljóð um ástina

Elísabet Jökulsdóttir

Ljóð um ástina

Þegar ég missti af falli Berlínarmúrsins

Illugi Jökulsson

Þegar ég missti af falli Berlínarmúrsins