Hermann Stefánsson

Morð á konum og/eða stuldur á rabarbara

Ein margnotaðasta tilvitnun heimsbókmenntanna er í smásögu eftir Jorge Luis Borges og snýst um það hvernig hlutir eru flokkaðir, hvernig við setjum heiminn og hugmyndir okkar um hann í kvíar. Borges vísar í uppdiktaða kínverska alfræðiorðabók sem flokkar dýr nokkurn veginn á þessa lund:

„Dýr sem tiheyra keisaranum. Smurð dýr. Tamin dýr. Grísir á spena. Hafmeyjur (eða sírenur). Goðsöguleg dýr. Flækingshundar. Dýr sem talin eru upp í þessari flokkun. Dýr sem nötra eins og þau séu reið. Óteljandi dýr. Dýr sem eru teiknuð með mjög fíngerðum kamelhárabursta. O.s.frv. Dýr sem hafa nýlega brotið blómavasa. Dýr sem í fjarska líkjast flugum.“ 

Flokkunin er hláleg. Sumir flokkar innihalda alla hina flokkana, aðrir eru fáránlega nákvæmir, enn aðrir svo almennir að þeir ná yfir hvaða dýr sem er, enn aðrir eru alveg út í hött. Allt er vaðandi í innbyrðis mótsögnum, enginn getur hugsað svona.

En þó er textinn annað og meira en tilfyndni, hann er gjarnan notaður sem áminning um að mennsk hugsunarkerfi eru ekki óbreytanlegar stærðir. Þannig flokkar til dæmis Aristóteles hvali ekki með spendýrum í dýrafræði sinni eins og nú er gert heldur með fiskum, enda svo sem ekkert náttúrulegt við aðra flokkunina umfram hina. Þannig er forn lagabók Gyðinga, Talmúd, uppfull af ýmsu sem erfitt er að fá nokkurn botn í án þess að vera þeim mun betur að sér í fornum samfélagsvenjum og jafnvel sértækum kringumstæðum. Þannig er rökvísin í sköpunarsögu Maya-indíána, Popol-Vúh, á tíðum æði torskilin, ankannaleg, fyndin. Fólk hugsar ekki alltaf eins. Flokkanir riðlast og rökvísi þeirra breytist.

Segjum sem svo að einhverra hluta vegna yrði breyting á flokkunarkerfi mannshugans með þeim afleiðingum að krókódílar og fiðrildi teldust saman. Breyting þessi væri svo skyndileg og alger að enginn kannaðist við annað en að svona hefði náttúran skipað málum. Fólk tæki til við að úða skordýraeitri á fiðrildi  (sem vel að merkja eru ekki til á Íslandi, við höfum bara möl) en jafnframt væru egndar krókódílagildrur umhverfis Mývatn. Eða er dæmið full fráleitt?

Segjum þá sem svo að í löggjöf þjóðanna væri tilgreind refsing við eftirfarandi afbroti: 

Glæpur 367b: Fjöldamorð á ungum konum með brauðhníf að vopni og/eða stuldur á sjálfsprottnum rabarbara úr görðum sendiráða.

Það væru kveðnir upp dómar. Enginn velti vöngum yfir því nákvæmlega hvort hinir dæmdu hefðu gert sig seka um að stela rabarbara eða myrða konur, enda væri það jú einn og sami hlutur í sömu kví og óþörf smámunasemi að spyrja frekar út í brot gegn þessum lögum.

Trúnaður og nafnleynd

Sennilega hefur Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri ekki átt neinn góðan kost í stöðunni þegar hún vísaði Atla Rafni Sigurðssyni frá störfum. En hún tók þann kost og dómstólar dæmdu hann ótækan. Þó er málið ekki útkljáð fyrr en Hæstiréttur kveður upp úrskurð sinn. Hafi einhver trúað því að það nægði að kalla eitthvað byltingu svo það væri bylting er það rangt. Það sést ekki fyrr en eftir á, til dæmis í prófmálum. Þau valda því til að mynda að lögum er breytt.

Auk þess að vera Alþingismaður er Helga Vala Helgadóttir einhver reynslumesti lögfræðingur landsins á þessu sviði. Hún tekur varfærnislega og kurteislega til orða í viðtali í Mannlífi en er eigi að síður afdráttarlaus, eins og titillinn gefur til kynna: „Rétturinn til varna toppar réttinn til nafnleyndar.“

Enda þótt Helga Vala leggi sérlega vitrænt til málanna er ég ekki viss um að ég sé sammála henni þar sem lögfræðinni sleppir. Hin hliðin á réttinum til nafnleyndar er skyldan til trúnaðar. Frá sjónarhóli yfirmanns á stofnun, eða í félagi í þessu tilviki, skiptir ansi miklu að trúnaður sé haldinn, svo ekki sé talað um þegar um sérlega trúnaðarmanneskju starfssfólks er að ræða. Hvað á sá sem slíku heiti gegnir að gera annað en að halda trúnað? Ekkert.

Ég er ekki viss um að sambærileg árekstur trúnaðar og nafnleyndar gæti komið upp í neinu máli sem ekki er sprottið af #metoo. Starfsmaður í lyfjaverksmiðju sem sjö manns kvarta undan vegna þess að hann staupar sig í hádeginu og er óvinnufær síðdegis græðir ekki endilega mikið á að yfirmaður brjóti trúnaðinn.

Kvíavilla

En þá kemur ef til vill að kjarna máls: Það er ekki það sama að stela rabarbara úr garði og að myrða konu með köldu blóði. Og kvíavillur af þeim toga finnast ekki bara í tilbrigðum við suður-amerískar smásögur.

Því það er líka eðlisólíkt að vera sakaður um nauðgun og leiðindi. Þegar það spyrst út að einhver hafi misst starfið vegna kvartana sem spruttu upp úr #metoo án þess að nokkuð annað og nákvæmara fylgi sögunni merkir það að sá maður er ærulaus — því #metoo gerir ekki greinarmun á svæsnustu nauðgun og dónalegu bauli. Kynferðisáreitni nær yfir allan skalann og sennilegast er að þeir sem ekki þekkja til ætli það verra fram yfir það skárra.

Þarna á milli er að sjálfsögðu allur fjandinn.

En það gengur ekki upp að því sé leyft að hanga í lausu lofti hvort heldur er, því leyft að svífa um í óskilgreinanlegri þögn. Það skekkir alla hugsun um siðferðisleg efni. Sé það saknæmt athæfi — nauðgun — er aðstaða yfirmanna stofnana (og félaga) þeim mun verri; sé það ekki saknæmt athæfi samkvæmt lögum — pirrandi dónaskapur í orðum, til eða frá í allar áttir — er ekki óhugsandi að það sé siðferðisleg skylda þess sama yfirmanns að upplýsa með einhverjum mjög svo almennum orðum að svo sé, hafi málið á annað borð komist í almæli. Til þess þarf hann hreint ekki að rjúfa nafnleynd.

Það er ánægjulegt að Helga Vala Helgadóttir telji #metoo hafa leitt til góðs. En eins og hún bendir á gengur það ekki upp að ekkert kerfi sé á hlutunum: „Annars endum við bara í einhverju Villtavestursástandi sem kemur engum til góða, ekki heldur brotaþolum.“

Ég er ekki sannfærður um að lausnin sé endilega sú að skikka yfirmenn til að brjóta trúnað eða rjúfa nafnleynd, það þarf ekki að vera rétt. Ástæðan er sú að kjarni málsins er ekki nafnleynd heldur ábyrgðarlaus kvíavilla í almennri umræðu. Dónaskapur er ekki það sama og nauðgun. Það er ekki það sama að myrða einhvern og að stela rabarbara úr garði sendiráðs. Fiðrildin eru ekki í flokki með krókódílunum. Engin flokkun neinnar dýrafræði getur innihaldið undirgreinina: „O.s.frv.“

Flokkun er ekki bara hugarleikfimi, hugsun okkar um kvíar fylgir djúp siðferðisleg ábyrgð.

Það gengur ekki upp til lengdar að það sé litið hornauga að bent sé á þetta. 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið