Hermann Stefánsson

Þannegin fólk

Þannegin fólk

Réttindabarátta „þannegin fólks“ er mjög skammt á veg komin á Íslandi, sem er ekki skrýtið því ég var að enda við að búa fyrirbærið til og hef ekki ákveðið hvað það merki. Líklegast eitthvað upp á skaftfellsku. Eða þannegin.

Gleðigangan hefur stundum verið leikur að klisjum — líkt og svo vilji til að allir sem ekki fella sig við tvö kyn hafi einnig áhuga á diskótónlist og smekk fyrir leðri. Sem auðvitað ekki er. Enda breytist gangan ár frá ári, ef ekki er kominn hópur jakkafatahomma kemur hann næst, eða hópur kynsegin fólks með áhuga á Stravinski.

Ég veitti því athygli að á dagskrá hinsegin daga var atriði sem nefnist „Stolt siglir fleyið mitt“ og er hinsegin sigling um Faxaflóa, nefnd í höfuðið á lagi eftir Gylfa Ægisson, haldin öðru sinni, að því er mér sýnist. Það er dálítið fyndin hugmynd. 

Og þó.

Þarf hinsegin fólk á Íslandi virkilega á óvini eins og Gylfa Ægissyni að halda? Þarf að skilgreina sig út frá andstæðu sinni, síðustu manneskjunni á Íslandi sem ljær máls máls á úr sér gengnum viðhorfum?

Því það er leitun að fólki með óbeit á hommum og lesbíum. Og það er ekkert sérstakt afrek að hafa ekki andúð á hommum og lesbíum. Það þarf ekki annað til en að hafa sloppið við forpokað tal í uppvexti og vera víðsýn manneskja. Það þarf ekkert sérstakt hugrekki til að stíga fram kynsegin fólki til varnar. 

Eða á ég að fyllast einhverju sérstöku stolti yfir að finnast Páll Óskar í alla staði skemmtilegur og Bergþór Pálsson sérlega áhugaverður og kúltíveraður náungi í stað þess að hafa óbeit á báðum vegna kynhneigðar? Ég sé ekkert tilefni til þess, hvorki fyrir mig né neinn annan.

Reyndar hef ég aldrei litið svo á að ég væri af einhverju sérstöku kyni. Mín vegna má fólk auðvitað hreykja sér af nýtilkomnu fordómaleysi sínu, það er þó skárra en hitt, hið órökvísa hatur, hin vandræðalega (eða þaulæfða) þögn og hin beinlínis líkamlega óbeit sem áður var algeng. Sumu fer bara blessunarlega fram.

Sennilega eru hommar og lesbíur líka orðin beinlínis gamaldags og jafnvel hornreka innan eigin raða: Kynsegin fólk, transfólk og allskonar fólk tekur meira pláss og kynjunum fjölgar ár af ári. Kynhneigð er allt önnur spurning en var fyrir 30 árum. Nýlega voru samþykkt lög um kynrænt sjálfræði og ekki ósennilegt að Ísland hafi þar með aftur náð forystustöðu í þeim efnum sem það hafði í kringum 2009 þegar alþjóðlegur, faglegur samanburður sagði stöðu samkynhneigðra og kynsegin fólks á Íslandi svo mikið sem þá bestu í heimi.

 ***

Nú er ég búinn að ákveða hvað „þannegin fólk“ á að merkja: Það merkir fólk sem sýnir öðru fólki þá sjálfsögðu virðingu og tillitsemi að gagnrýna það málefnalega burtséð frá því hvort það er kynsegin, hommar, lesbíur, trans, hvað sem það er. Því gagnrýni er virðing, gagnrýnisleysi er virðingarleysi. „Þannegin fólk“ lítur svo á að engu fari nokkru sinni neitt fram ef ekki er viðhöfð krítísk hugsun, samræða. „Þannegin fólk“ neitar að þegja yfir gagnrýniverðum hlutum á þeim forsendum að sá sem fyrir gagnrýninni verður tilheyri hópi sem eigi að vorkenna. „Þannegin fólk“ neitar að hossa sér á hommunum, sjálfu sér til upphafningar, það neitar að móðgast fyrir hönd minnihlutahópa sem það tilheyrir ekki, það neitar sér um aumingjagæsku og hugsanaleti, neitar sér um smáborgaralega siðferðisdýrð, um hroka, tvískinnung, yfirlæti, þótta, það neitar að finna til sín umfram annað fólk út frá jafn ómerkilegu afreki og sjálfsagðri virðingu fyrir náunganum. „Þanneigin fólk“ tekur ekki gilda þá frumforsendu, sem breiðist óþægilega hratt út, að manneskjunni sé í raun ókleift að setja sig í spor öðruvísi manneskju (til dæmis í skáldskap) — hversu mikið öðruvísi sem sú manneskja kann að vera. „Þannegin fólk“ er hreinskilið, talar við annað fólk á jafnréttisgrundvelli, gerir grín að öllu sem því sýnist og gagnrýnir það sem er gagnrýnivert hverju sinni — og bakkar ef því er sýnt fram á villigötur.

***

Hér kemur fyrsta landsfundarályktun þannegin fólks á Íslandi (mín):

Kynsegin fólk er á hálum ís þegar það kýs að flagga Gylfa Ægissyni á fleyi sínu honum til háðungar. Maður þarf engan óvin til að skilgreina sig út frá. Það má hafa rangar skoðanir og það má tjá þær. Það þarf ekki að búa sér til djöful til að hafa eitthvað að draga. Það má taka áhættu, það má vaða í villu og svíma. Þegar upp er staðið er fólk síðan annað hvort stórar manneskjur eða litlar. 

***

Fundurinn leggur til að fleyið stolta sem siglir að ári bjóði Gylfa Ægissyni með, að því gefnu að honum hafi ekki verið boðið hingað til. Skipið verði dárafley, fíflaskip — þessi fyrirbæri sem sigldu á brott með alla heimsins vitfirringa á miðöldum. Hann verður í hljómsveit skipsins og djöflar eru ekki til. Saman kæmu úrhrök, hinsegin fólk og geðsjúklingar, ég sjálfur býð mig fram til að spila með á dárafleyinu, ég hef spilað áður á dárafleyi í Faxaflóa en það er langt síðan og kominn tími á nýtt. 

Þetta verður væmið og tilgerðarlegt. Óþolandi. Hallærislegt, ósmekklegt. Heimskulegt, kjánalegt. Jafnvel neyðarlegt, vandræðalegt fyrir alla sem að þessu koma: Ekkert er jafn kappklætt og að klæða sig í óvini sína og ekkert jafn nakið og að eiga sér engan óvin. Þetta verður jafn fagurt og ósennilegur fundur saumavélar og regnhlífar á skurðarborði. Þetta verður hreinskiptið og krítískt, opinskátt, aggressívt og friðsamt — hreinasta forsmán. Ég sé þetta fyrir mér. Dárafarið mun hverfa út við sjóndeildarhring þar sem glötunin bíður.

 ***

Það er nefnilega svo mikið þannegin.

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
7

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Nýtt á Stundinni

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·