Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
7

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Jón Trausti Reynisson

Sagan af hættulega láglaunafólkinu

Okkur er sögð saga um að þau fátækustu meðal okkar á vinnumarkaði muni „stráfella“ fyrirtæki, fella stöðugleikann og fæla burt ferðamenn, með því að biðja um hærri laun.

Jón Trausti Reynisson

Okkur er sögð saga um að þau fátækustu meðal okkar á vinnumarkaði muni „stráfella“ fyrirtæki, fella stöðugleikann og fæla burt ferðamenn, með því að biðja um hærri laun.

Sagan af hættulega láglaunafólkinu
Nýja verkalýðsforystan Sólveig Anna Jónsdótttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vilja styttri vinnutíma og verulega hækkun lágmarkslauna.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Söguþráðurinn í dag er þessi: Fátækir eiga að kappkosta við að varðveita stöðugleikann. Þeir sem fá hæst laun í samfélaginu, vegna þess að þeir bera mesta ábyrgð, bera samt ekki mesta ábyrgð á því að vernda stöðugleikann.

Fáir eru skilgreindir sem fátækir á Íslandi í alþjóðlegum skilningi. Tæp sex prósent Íslendinga eru með minna en helming miðgildislauna og þar með í afstæðri fátækt. Mældur tekjuójöfnuður er í lágmarki á Íslandi af löndum heimsins.

Sagan sem okkur er sögð er því að láglaunafólk á Íslandi hafi það best í heimi. Helsta ógn okkar, samkvæmt leiðurum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins, er fólkið sem leiðir baráttu lágtekjufólks fyrir betri kjörum, með því að krefjast 425 þúsund króna lágmarkslauna og styttri vinnutíma.

Þetta er hins vegar ekki svo einfalt. Tölurnar um lítinn tekjuójöfnuð sýna til dæmis ekki stöðu íslenskra leigjenda, sem er á heimsmælikvarða sérstaklega slæm. Tæplega þriðjungur tekna leigjenda fer í að borga leigu. Það er þriðja hæsta hlutfall allra landa í úttekt OECD. Það segir ekki heldur alla söguna, því þeir tekjulægri þurfa að borga helming tekna sinna í leigu. Eins og Stundin hefur fjallað um búa þúsundir tekjulágra í ósamþykktu húsnæði við lélegar aðstæður í iðnaðarhverfum, þar sem öryggismálum er ábótavant.

Föst á leigumarkaði

En hverjir eru leigjendurnir? Fjórði hver Íslendingur leigir, en annað hvert einstætt foreldri þarf að vera á leigumarkaði. Við getum velt því fyrir okkur hvaða áhrif það hefur á lífskjör barna einstæðra foreldra, en tölur yfir fátækt sýna að börn eru hlutfallslega fleiri fátæk en fullorðnir.

Alls 92 prósent aðspurðra í könnun Íbúðalánasjóðs sögðu að það sé óhagstætt að vera á leigumarkaði, en 80 prósent leigjenda telja sig engu að síður verða þar eftir hálft ár, flestir gegn vilja sínum. 

Tekjur eru ekki það sama og kaupmáttur og þegar þeir verst settu eru beinlínis knúnir til þess að verja sérstaklega óhóflega stórum hluta tekna í algera grunnþörf segir GINI-stuðull hagfræðinga yfir tekjuójöfnuð aðeins lítinn hluta sögunnar, sem endurspeglar ekki lífskjör þeirra sem um ræðir.

Viðbrögð stjórnvalda hafa meðal annars verið þau að hinn ríkisrekni Íbúðalánasjóður hefur selt íbúðir hundruðum saman til hagnaðardrifinna leigufélaga í eigu kvótaauðmanna og framselt þeim lán.

Og viðbrögð atvinnurekenda við kröfum láglaunafólks hafa verið uggur og ótti fyrir hönd okkar allra.

Verður ykkur sagt upp?

Við eigum nú öll að hafa lokið umræðu okkar um 44 prósenta launahækkun sem fulltrúar skipaðir af alþingismönnum og fjármálaráðherra veittu alþingismönnum og ráðherrum í einni hendingu á kjördag, þannig að kjósendur gátu ekki brugðist við, ekki síst þar sem þingmenn brugðust við með því að takmarka rausnarlega skattfrjálsar endurgreiðslur sínar sem eru þó í engu samræmi við kjör almennings. Fjármálaráðherranum okkar þótti reyndar strax í upphafi „óþolandi“ að þurfa að ræða þetta á Alþingi. En eftir stendur að tekjulægstu kjósendurnir – sem fá lægri laun en launahækkun þingmanna ein og sér – ógna stöðugleikanum, samkvæmt umræðunni, með „sturlaðar“ kröfur, sem eru „leiftursókn gegn batnandi lífskjörum“.

Vissulega má deila um áhrif þess og ókosti að krefjast hárra launa fyrir þá lægst launuðu. 

Klassíska gagnrýnin á lágmarkslaun er að afleiðingin sé að atvinnurekendur fækki starfsfólki á móti og því sé hún starfsfólkinu ekki í hag. En á Íslandi er atvinnuleysi líklega fast að því lægra en náttúrulegt lágmark. Atvinnuleysi er aðeins 2,9%, en bandaríski seðlabankinn lítur til dæmis á 4,5 til 5% atvinnuleysi sem náttúrulegt. 

Það hefur verið skortur á vinnuafli á Íslandi. Við þessu hafa atvinnurekendur meðal annars brugðist með því að sækja starfsfólk til útlanda. Mörg dæmi eru um réttindabrot, en það er sérstakur kafli. Hlutfall innflytjenda jókst úr 10,6% mannfjöldans í 12,6% frá 2017 til 2018 vegna þessa.

Og vinnutíminn er langur. Við lifum við einna versta jafnvægi milli vinnu og einkalífs í þróuðum ríkjum, samkvæmt OECD, þótt fyrirvara verði að setja við að mismunandi aðferðir sem hafa verið notaðar á mælingu vinnutíma eftir löndum.

Önnur rök eru að hækkun lágmarkslauna leiði til þess að vöruverð hækki. Slíkar viðvaranir hafa endurómað síðustu misserin. En af innsæi má jafnframt gera ráð fyrir því að hækkun lágmarkslauna leiði til meiri umsvifa í hagkerfinu. 

Hækkun vöruverðs fer síðan út í fasteignaverðið með séríslenskri nálgun sem kallast verðtryggingin, og margir stjórnmálamenn hafa lofað að afnema einfaldlega okkur til heilla. Verðbólgan er strax farin að blása út. Hún er komin í 3,7 prósent. En eru það rök fyrir láglaunafólk til að biðja um minna, eða rök fyrir þau til þess að tryggja hag sinn? Íslenska krónan er minnsta mynt heims og hefur reynst tryggja sveiflur umfram annað. Hún getur framkallað verðbólgu alveg án aðkomu láglaunafólks.

Munu þau „stráfella“ fyrirtækin? 

Flest þessi rök hafa verið endurómuð af atvinnurekendum. Sigmar Vilhjálmsson, sem selt hefur flatbökur og mjólkurhristinga á veitingastaðnum Shake & Pizza í íþrótta- og afþreyingarmiðstöðinni Egilshöll í Grafarvogi, segir að verkalýðsforystan muni „stráfella“ flest fyrirtæki, og telur að fólki verði sagt upp og þjónusta versni, en verð hækki, með þeim afleiðingum að ferðamenn fái nóg og yfirgefi okkur. Eitt af því sem Sigmar undraðist var að láglaunafólkið skyldi ekki flytja á landsbyggðina til að lækka húsnæðiskostnaðinn sinn. „Af hverju er það ekki inni í myndinni að menn horfi til þess að búa jafnvel úti á landi?“ spurði Sigmar nýverið á fundi lítilla og meðalstórra atvinnurekenda um áhyggjur af launahækkunum.

Rekstrarfélag Sigmars, Gleðipinnar ehf., sem hann hefur nú selt hlut sinn í, hagnaðist um 58 milljónir króna eftir skatt árið 2016 og 82 milljónir króna 2017. Gleðipinnar hafa því ekki þurft að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir launahækkanir síðustu ára.

Jafnvel má gera ráð fyrir því að ef kröfur þeirra lægst launuðu nái fram að ganga, að fleiri hafi efni á fjórðu bestu pítsu í heimi í Egilshöll og að fleiri börn hafi ráð á því að fara í keilu, svo ekki sé minnst á áhrif þess ef vinnutími er styttur, að jafnvel myndu foreldrarnir koma með og bjóða upp á sjeik með pítsunni og keilunni. 

En það er bjartsýna viðhorfið. Kannski er söguþráður atvinnurekenda réttari: Að pítsan og sjeikinn hækki í verði sem nemur launahækkun starfsfólksins, að enginn styrkist nema verðtryggt húsnæðislánið, að pítsan komi köld á borðið vegna uppsagna og sjeiksins verði að neyta ylvolgs og þunnfljótandi. 

Í þessum söguþræði er ógnin yfirvofandi, eða undirliggjandi, komandi frá láglaunafólki.

Í þessum söguþræði er ógnin yfirvofandi, eða undirliggjandi, komandi frá láglaunafólki. 82 kjarasamningar urðu lausir um áramótin og 152 munu losna í mars. Sögumenn eru Halldór Benjamín Þorbergsson hjá Samtökum atvinnulífsins, Konráð S. Guðjónsson hjá Viðskiptaráði og Sigmar í Shake and Pizza, að öðrum ólöstuðum. Og helstu ógnvaldarnir eru Sólveig Anna Jónsdóttir hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Drífa Snædal hjá Alþýðusambandi Íslands, sem leiða nýju kjarabaráttuna og boða harðari átök. 

Okkur hafa áður verið sagðar sögur. Fordæmi skipta máli, því samningar snúast um traust. Við þurfum að horfa á víðara samhengi til að fá tilfinningu fyrir réttmæti trausts í núverandi aðstæðum.

Rétt eins og gildir um rekstur, megrun eða flest annað í lífinu er spurningin nefnilega ekki fasti – hvar við erum – heldur hvert við stefnum. Á hvaða þræði erum við?

Forsagan: Goðsögnin seld

Ein helsta ástæða þess að lítill tekjuójöfnuður mælist á Íslandi er ekki einbeittur vilji ríkjandi afla, heldur ólán sem helltist yfir landið. Gini-stuðullinn yfir ójöfnuð á Íslandi er nú um 0,24, en hann var 0,33 árið 2008 – sem sýndi langmestan ójöfnuð allra Norðurlanda. Það kom í kjölfar nýfrjálshyggjuvæðingar Íslands. Á mettíma náðum við að slá út þekkt ójöfnuðarríki eins og Bretland, áður en bankarnir hrundu og féllu inn á ábyrgðarsvið almennings.

Okkur hafði verið seld saga. Söguþráðurinn var sá að við yrðum að lækka skatta á þá auðugustu og lágmarka eftirlit með stórtækum athöfnum þeirra. Ástæðurnar voru einna helst þrjár: 1. Að þeirra hagur væri með beinum hætti okkar hagur, þannig að þess meira sem þeir auðugustu græddu, þess fleiri „brauðmolar“ féllu okkur hinum í skaut. 2. Að auðugasta fólkið flytti peningana sína bara úr landi ef það þyrfti að borga skatta eða sæta tilteknum reglum. 3. Að það væri ósanngjarnt að skattleggja fólkið þar sem það hefði áunnið sér auðæfin.

Auðvitað var sannleikur í þessari sögu. Atgervisflótti getur orðið við skattlagningu. Fólk gætir hagsmuna sinna og reynir að forðast skattgreiðslur. Það er sanngirnis- og réttindamál að fólk sé ekki svipt tekjum eða eigum. En síðasti kafli sögunnar kom sannarlega á óvart.

Þrátt fyrir að skattar hefðu verið snarlækkaðir á þá auðugustu urðu Íslendingar heimsmethafar í aflandsviðskiptum – engir aðrir af einu þjóðerni færðu viðskipti sín í jafnmiklum mæli í ógagnsætt lágskattaumhverfi skattaskjóla eins og Tortóla, eins og sjá mátti af Panamaskjölunum.

Við reyndum líka að einfalda regluverkið og minnka eftirlitið, til að heilla þá auðugustu, svo þeir yfirgæfu okkur ekki og brytu ekki reglurnar. Það virkaði ekki heldur. Bæði átti sér stað fyrrnefnd ásókn í enn meiri skattaskjól og svo áttu sér stað stórfelld, skipulögð og samræmd efnahagsbrot meðal þeirra sem réðu yfir fjármagnsflæði bankanna.

Sanngirni og skattar

Skattlagning tekur helst mið af tvennu, sanngirni, til dæmis jöfnuði, og svo hagkvæmni.

Auðugustu Íslendingarnir í dag eiga það margir sammerkt að hafa hagnast á því sem skilgreint hefur verið sem sameiginleg auðlind Íslendinga. Þessi auðlind var í reynd gerð að eign tiltekinna einstaklinga með lagabreytingu í upphafi frjálshyggjuvæðingar Íslands, með heimild til að selja fiskkveiðiheimildir árið 1990, í árdaga nýfrjálshyggjuvæðingarinnar.

Margir hafa verið sniðugir og auðgast með dugnaði og réttum tímasetningum. Aðrir hafa hins vegar einfaldlega erft peninga sem þeir unnu ekki fyrir sjálfir, hafa hagnast á aðstöðu sinni við uppsprettu eða dreifikerfi peninga í fjármálakerfinu – stundum óheiðarlega eða ólöglega. 

Allur gangur er á þessum undantekningartilfellum þar sem fólk verður stórefnað, en þótt við gefum okkur að það séu verðskulduð auðæfi, eru fjármagnstekjur ekki af sama stofni og launatekjur launþega.

Fjármagnstekjur eru skalanlegar. Þær eru ekki einfalt andlag skilgreinds vinnuframlags og vinnutíma eins og tekjur launþega. Stundum eru fjármagnstekjur bein renta af eignum, sem lögð er á aðra. Þess vegna er ekki hægt að leggja þetta tvennt að jöfnu þegar horft er til sanngirni. Þær eru ekki eins og laun starfsmannsins sem mætir eftir stimpilklukku og þarf að sæta ströngum reglum, eftirliti og uppsker aldrei meira en hann leggur til, nema í undantekningartilfellum, eins og þegar starfsfólk Samherja fékk 450 þúsund króna launauppbót fyrir jólin 2014, þegar hagnaður fyrirtækisins var 22 milljarðar króna.

Sagan í dag

Saga okkar í dag er sú að Þorsteinn Már Baldvinsson, eigandi Samherja, sem hefur safnað eignum upp á 40 milljarða króna auðæfa með skynsamlegri og arðbærri nýtingu sameiginlegrar auðlindar okkar, borgar lægri skatta af tekjum sínum en fiskvinnslufólkið. Það snýst ekki um hans persónu eða annarra, heldur að Ísland hefur enn í dag ákveðið að hygla stóreignafólki, á sama tíma og varað er við ógninni af lágtekjufólki í húsnæðisvanda.

Samanlögð skattlagning á eignatekjur er mun lægri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Eins og Stundin fjallar um í úttekt á auðugustu Íslendingunum greiddu tekjuhæstu 330 Íslendingarnir 23,3 prósenta skatt af samtals 60 milljarða í heildartekjum sínum árið 2016. 

Bein tekjuskattbyrði fiskvinnslustarfsmanns sem býr einn í leiguhúsnæði og er við neðri fjórðungsmörk launa nemur um 25 prósentum.

Fjármagnstekjuskattur einstaklinga í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum fer upp í 30%, en 47% í Danmörku. Tekjuskattur fyrirtækja er líka lægri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

Hlutdeild tekjuhæstu 10 prósenta landsmanna í heildartekjum landsmanna fór langt með að tvöfaldast frá árinu 2011 til 2017 hér á landi.

Hagsmunabarátta

Helstu skilaboð hagsmunabaráttu þeirra sem eru ráðandi í samfélaginu eru að hagur allra landsmanna sé að standa saman. Auðvitað er upplausn ógn við alla, en hins vegar er augljóst að fólk og hópar hafa mismunandi hagsmuni. Hagsmunir þeirra auðugustu felast ekki síst í því að álagður fjármagnstekjuskattur sé sem allra lægstur. Nú er hann 22 prósent á Íslandi, en var 10% fyrir kerfishrunið sem varð einmitt þegar ójöfnuður á Íslandi náði hæstu hæðum. Í Svíþjóð var hann 28 prósent og Finnlandi 30 prósent, svo dæmi séu tekin.

Þótt skattkerfið sé flókið er það helsta einstaka hagsmunamál fólks almennt. Margir talsmenn frjálshyggju hafa lagt til að skattkerfið sé einfaldað, til dæmis síðustu tveir fjármálaráðherrar. 

Ef við tökum sem dæmi einn allra auðugasta Íslendinginn, Þorstein Má Baldvinsson, hefur hann notað hluta auðæfa sinna í að fjárfesta ásamt hópi kvótaeigenda í Árvakri, rekstrarfélagi Morgunblaðsins, sem ritstýrt er af manninum sem leiddi innleiðingu nýfrjálshyggju á Íslandi sem forsætisráðherra í 14 ár. 

Umræðan snýst hins vegar ekki um einstaklinga heldur virkni samfélagsins. Það er skiljanlegt og viðbúið að fólk beiti sér í þágu eigin hagsmuna. Þannig hefur það sýnt sig um allan heim að þau auðugustu nota forskot sitt á aðra til þess að hafa áhrif á umræðuna og lög. Þar sem það er oft þannig að auðugasta fólkið á fjölmiðla, ekki síst í dag þegar margir fjölmiðlar eru reknir með tapi og þarfnast frekari fjárframlaga, fær almenningur mjög gjarnan upplýsingar frá fulltrúum þeirra.

Það þýðir ekki að fjölmiðlar séu ómarktækir, en það er birtingarmynd sjálfvirkrar tilhneigingar til þess að fjölmiðlar birti upplýsingar séðar frá bæjardyrum þeirra auðugustu. Reynt er að vinna gegn þessu með lagasetningu um sjálfstæði ritstjórna, en við höfum líka séð samtímadæmi um að valdir séu ritstjórar yfir helstu ritstjórnir Íslands sem eru beinlínis talsmenn hagsmuna vellauðugra eigenda. En jafnvel þá er yfirleitt hægt að treysta á sjálfstæði og vinnusiðferði einstakra blaðamanna sem hafa lítinn hag af því að gerast handbendi eigenda.

Dyggð þeirra efnaminni

Samningar snúast um traust og því trú. Núverandi samningar snúast ekki um stöðuna núna heldur hvert sé stefnt. Eiga launþegar að treysta því að stjórnvöld viðhaldi stöðugleika, þegar aðrir líta á tímabundið góðæri sem vertíð til að gæta að eigin hag? Þegar núverandi fjármálaráðherra hefur sýnt að hann víli ekki fyrir sér að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu sem varðar gjaldmiðil þjóðarinnar, eitt helsta spursmál stöðugleikans? Sama ráðherra og skipaði fulltrúa í kjararáð sem ákváðu að veita ráðamönnum launahækkun langt umfram almenna launaþróun, án þess að upplýsa kjósendur? Sem taldi „gersamlega óþolandi“ að ræða það á Alþingi? Sem ákvað hreinlega að sleppa því að birta óþægilega skýrslu um aflandseignir Íslendinga fyrir kosningar, sjálfa orsök kosninganna? 

Þeim verst settu hafa alltaf verið sagðar leiðbeinandi sögur af afleiðingum athæfis þeirra. „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ Samkvæmt söguþræðinum í dag er dyggð þeirra efnaminnstu fyrir andlátið enn að vernda stöðugleikann. Markmið þeirra á þannig í vissum skilningi að vera stöðugur skortur. Helsta einkenni farsælla ríkja og friðsamra samfélaga er hins vegar jöfnuður. Sagan, yfirstandandi þróun og fyrirkomulag gefur lágtekjufólki fullt tilefni til að efast.

Við getum vissulega óttast að missa auðmenn úr landi, með eða án kerfisbreytinga í þeirra þágu, en fiskurinn, náttúran og almennur mannauður – helstu undirstöður farsældar Íslendinga – verða ennþá eftir.

Tengdar greinar

Leiðari

Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Fyrst kynbundið ofbeldi þrífst í íslensku samfélagi má biðja um að þeim konum sem þurfa að búa við það og verða fyrir því sé sýnd sú lágmarksvirðing að veruleiki þeirra sé í það minnsta viðurkenndur?

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson
·

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að upplýsingar séu ekki birtar. Hér eru upplýsingarnar.

Glæpur og refsing

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Glæpur og refsing

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við vitum ekki hvernig úrskurður siðanefndar verður, en við vitum hvað þeir gerðu og það gleymist ekki.

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
7

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Nei, nei og aftur nei!
4

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
6

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Nei, nei og aftur nei!
4

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
6

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Nýtt á Stundinni

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·