Aukin sjálfvirknivæðing og stórverslanir hagnast: „Óvæntur hlutur á pokasvæði“
Stórverslanir högnuðust verulega á síðasta ári samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu. Á sama tíma hefur störfum ekki fækkað og laun hækkað, meðal annars vegna kjarasamningsbundinna hækkana og heimsfaraldurs. Formaður VR segir einboðið að störfum muni fækka en það þurfi ekki að vera neikvætt ef ávinningi verði skipt jafnt milli verslunar og starfsfólks.
Fréttir
Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu
Ragnar Þór Ingólfsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir segja gríðarlegan hagnað bankanna tekinn úr vasa almennings og íslenskt fjármálakerfi sé risastór baggi á samfélaginu. Skrúfa þurfi fyrir sjálftöku bankanna úr vösum landsmanna.
ViðtalFramtíðin sem þau vilja
Þarf að tryggja að fólk gefist ekki upp
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í endurreisn Íslands sé hættan sú að fólk örmagnist vegna þess að það stendur ekki undir pressunni. Um leið og það fær rými til að anda og tíma til þess að gera upp álag og erfiðleika þá hefur það skelfileg langtímaáhrif.
Fréttir
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
FréttirCovid-19
Ragnar Þór kennir áróðri stórfyrirtækja um útbreiðslu smita
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir grátlegt að hagsmunir fárra fyrirtækjaeigenda hafi verið teknir fram fyrir almannahagsmuni.
Fréttir
Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestkomandi á bæ á Suðurlandi þar sem ættingjar hans höfðu lagt net í sjóbirtingsá á Suðurlandi. Hann segir að umfjöllun Fréttablaðsins um málið undirstriki þá herferð sem blaðið er í. Helgi Magnússon, fjárfestir og eigandi Fréttablaðsins**, vill ekki svara spurningum um málið.
Pistill
Jón Trausti Reynisson
Glæpur Ragnars Þórs
Forsíðufrétt Fréttablaðsins sem sakaði Ragnar Þór Ingólfsson um lögbrot, er ekki í samræmi við birtar ritstjórnarreglur blaðsins.
Fréttir
Ásgeir lætur til skarar skríða gegn lífeyrissjóðunum - kannar útboð Icelandair
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að könnun væri hafin á útboði Icelandair. Sent hefur verið bréf á lífeyrissjóði og farið fram á að þeir tryggi sjálfstæði stjórnarmanna. Ásgeir segir óeðlilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar. Stjórn lífeyrissjóð verzlunarmanna ákvað að taka ekki þátt í útboði Icelandair.
Fréttir
Formenn Eflingar og VR: „Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi“
Formenn stærstu stéttarfélaga landsins tjá sig um atburði síðustu helgar þar sem flugfreyjum og -þjónum Icelandair var sagt upp áður en nýr kjarasamningur var samþykktur. Formennirnir gagnrýna Samtök atvinnulífsins og stjórnendur Icelandair harkalega fyrir sinn þátt.
Fréttir
Seðlabankastjóri skýtur niður hugmynd Ragnars Þórs og Vilhjálms
„Ekki sérstaklega góð hugmynd“ að frysta verðtrygginguna vegna COVID-19, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Er Ragnar lýðskrumari?
Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.
English
Burned out and lost his will to live after working at an Icelandic hotel
A former chef and his colleagues describe their experience of working at the Radisson Blu 1919 hotel in central Reykjavík. The entire breakfast staff was terminated and offered new contracts with fewer hours and more obligations. The hotel manager says the terminations were a part of structural changes from the hotel chain.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.