Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
Í fyrsta sinn Sigurður Ingi Jóhannsson tók við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu tæpri viku áður en hann kynnti fyrstu fjármálaáætlun sína. Hún átti að koma fram fyrir síðustu mánaðarmót en hefur ítrekað frestast. Mynd: Golli

Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Yfir 100 milljarða halli út 2027

Það verður halli á rekstri ríkissjóðs næstu árin. Reiknað er með að hann verði 49 milljarðar króna í ár og svo bætist við 55 milljarða króna halli á næstu þremur árum á eftir, eða út árið 2027. Ríkið mun fyrst afla meiri tekna en sem nemur útgjöldum sínum á árinu 2028 en þá er búist við að rekstur ríkissjóðs verði jákvæður um þrjá milljarða króna. Á síðasta ári fjármálaáætlunar, árinu 2029, á svo að verða myndarlegur 20 milljarða króna afgangur af rekstrinum. 

Þessi staða bætist ofan á það að halli hefur verið á ríkissjóði frá árinu 2019, þegar WOW air fór á hausinn, og út síðasta ár. Samkvæmt áætluninni mun því verða samfelldur hallarekstur á ríkissjóði í níu ár í röð. Taka verður inn í þá mynd að í millitíðinni geisaði kórónuveirufaraldur og jarðhræringar urðu á Reykjanesi. Allt þetta kostaði skildinginn. Hallinn hefur hlaupið …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGG
    Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifaði
    Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga?
    Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson!
    Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna?
    Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........

    Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun.

    En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar?

    Öryrkjar auglýsi eftir harðorðum mótmælum!
    https://www.visir.is/g/20242560365d/oryrkjar-auglysi-eftir-hardordum-motmaelum-
    0
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Ég hef þungar áhyggjur af stöðu öryrkja, fátækasta fólki landsins. Þau hafa búið við vaxandi neyð frá hruni. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að öryrkjar búa við sárafátækt. Það er lúarlegt að stjórnvöld ætli nú að fresta kjarabótum til öryrkja og nota það fé sem þeim hefur verið lofað til að greiða fyrir skuldbindingar ríkisstjórnarinnar gagnvart vinnumarkaðnum. Af hverju er ekki settur á hvalrekaskattur? Af hverju er ekki sótt fé í ofurhagnað bankanna? Hverskonar gunguháttur er þetta eiginlega að ætla öryrkjum fátækasta fólki landsins að vera breiðu bökin sem borga brúsann? Eruð þið sátt við þetta?
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Bruðla vel með skattfé moka vel í fyrirtæki sem greiða eigendum sýnum feitan arð, selja svo verðmætustu eignirnar upp í skuldirnar og koma þeim í réttar hendur í landi tækifærana. Aðferðafræði líkt og að eyðileggja samgöngur í borginni til að þvinga fólk til að ferðast með strætó sem er svo ekki fræðilegur möguleiki nema með margfallt meiri tíma. En alltaf sömu labbakútarnir að láta öryrkja borga fyrir kjarasamninga
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Það þarf að fylgjast vel með þessum skattalagabreytingum sem fyrirhugaðar eru. Ég spái að meðallaun verði fyrir hækkunum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjármálaáætlun 2025-2029

Fjármálaráð segir nýja fjármálaáætlun reiða sig um of á búhnykki og óútfærðar útgjaldalækkanir
FréttirFjármálaáætlun 2025-2029

Fjár­mála­ráð seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un reiða sig um of á búhnykki og óút­færð­ar út­gjalda­lækk­an­ir

Lít­ið má út af bregða til þess að markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar í rík­is­fjár­mál­um nái fram að ganga. Í ný­legri álits­gerð sem Fjár­mála­ráð lagði fyr­ir þing­ið er ný fjár­mála­áætl­un gagn­rýnd fyr­ir ógagn­sæi og fyr­ir að reiða sig um of á óút­færð­ar lausn­ir til þess að lækka út­gjöld og auka tekj­ur rík­is­ins.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir talsvert meiri hallarekstri en nýr fjármálaráðherra
StjórnmálFjármálaáætlun 2025-2029

Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spá­ir tals­vert meiri halla­rekstri en nýr fjár­mála­ráð­herra

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram nýja fjár­mála­áætl­un fyrr í vik­unni þar sem gert er ráð fyr­ir um 53 millj­arða króna halla á rekstri hins op­in­bera ár­ið 2025. Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn birti í gær skýrslu þar sem lagt er mat á stöðu rík­is­fjár­mála fjöl­margra ríkja heims. Þar er gert ráð fyr­ir að halla­rekst­ur rík­is­sjóðs muni verða um 91 millj­arð­ar króna ár­ið 2025. Spá sjóðs­ins er einnig tals­vert svart­sýnni en áætl­un fjár­mála­ráð­herra til lengri tíma.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu