Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í endurreisn Íslands sé hættan sú að fólk örmagnist vegna þess að það stendur ekki undir pressunni. Um leið og það fær rými til að anda og tíma til þess að gera upp álag og erfiðleika þá hefur það skelfileg langtímaáhrif.
Fréttir
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
Fréttir
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
FréttirCovid-kreppan
Fullyrðingar um kaupmáttaraukningu vafasamar
Hagfræðideild Landsbankans og Samtök atvinnulífsins draga vafasamar ályktanir um aukningu kaupmáttar út frá hagtölum. Ekki er tekið tillit til tekjufalls þúsunda manns sem misst hafa atvinnu og hafa því orðið fyrir kaupmáttarskerðingu.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Mönnun hindraði hólfaskiptingu Landakots: „Áralöng saga um starfskjör þessara stétta“
Aðstæður í gömlu húsnæði Landakotsspítala og viðvarandi skortur á klínísku starfsfólki urðu til þess að COVID-19 smit gat borist á milli deilda og sjúklinga. Talsmenn fagstétta segja mönnun viðvarandi vandamál, meðal annars vegna kjara kvennastétta.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Hóta málshöfðun vegna ummæla um Hótel Grímsborgir: „Ég læt Ólaf ekki ógna mér“
Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi Hótel Grímsborga, krefst afsökunarbeiðni frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum vegna ummæla í frétt Stundarinnar um upplifun sína í starfi og meint brot á kjarasamningum. Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um 1,8 milljónir.
Fréttir
27 milljóna króna launakröfur í þrotabú Bryggjunnar brugghúss
Efling segir 23 starfsmenn vera með opnar launakröfur í eignalaust þrotabú Bryggjunnar brugghúss. Stéttarfélagið nefnir tvö fyrirtæki sem sögð eru hafa skipt um kennitölu.
Pistill
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Samtalið um (óþægilegar) staðreyndir
Á dögunum kom forysta SA sér huggulega fyrir í betri stofunni með kaffibolla. Hún vildi eiga samtal við verkalýðshreyfinguna um staðreyndir. Það spillti þó fyrir samtalinu að verkalýðshreyfingin má helst ekki opna munninn því það sem hún segir er svo óviðeigandi.
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði
Fyrrverandi starfsfólk lýsir harðræði og rasísku viðhorfi á fimm stjörnu hóteli
Hótel Grímsborgir er annað af tveimur hótelum á landinu með vottun upp á fimm stjörnur. Fyrrverandi starfsfólk lýsir kjarasamningsbrotum og fjandsamlegri framkomu yfirmanna. Eigandi segir að ekki einn einasti starfsmaður hans sé óánægður.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Sólveig Anna útilokar ekki verkföll ef ríkisstjórnin gerir launþjófnað ekki refsiverðan
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt opið bréf til ríkisstjórnarinnar með ákalli um að hún standi við loforð sem voru gerð með Lífskjarasamningnum um að gera launaþjófnað refsiverðan.
Sjávarréttarstaðurinn Messinn opnaði síðastliðinn föstudag eftir eigendaskipti. Fyrrum starfsfólk sem hefur ekki fengið borgað laun í fjóra mánuði mótmælti fyrir utan degi síðar. Viðskiptavinir létu sig hverfa og staðnum var lokað.
Fréttir
Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu
Skuldbindingar ríkisins vegna þingmanna jukust um 329 milljónir króna og um 230 milljónir vegna ráðherra við það að eftirlaunalög Davíðs Oddssonar voru samþykkt árið 2003. Lífeyrir þeirra þingmanna sem mest fengu hækkuði um 50 þúsund á mánuði.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.