Mest lesið

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
1

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
3

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
4

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
6

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar
7

Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar

·
Stundin #89
Mars 2019
#89 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 22. mars.

Forsætisráðherra: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra brást illa við fyrirspurn um hvort hann styddi að laun þingmanna yrðu látin fylgja þróun almennra launa frá árinu 2013 svo hækkunin kæmi kjaraviðræðum ekki í uppnám. Bjarni hefur varað við launahækkunum almennings og hvatt fólk til að kunna sér hóf. Þingfararkaup hefur hækkað um 75 prósent frá 2013, en laun almennings um 29 prósent.

Forsætisráðherra: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna
Ósáttur við umræðuna Bjarni Benediktsson telur að kjararáð eigi að sjá um að ákvarða launakjör þingmanna án umræðu á Alþingi um hvort þingmenn fái meiri kjarabætur en aðrir.  Mynd: Pressphotos
jontrausti@stundin.is

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti óánægju sinni á Alþingi í gær með að umræður færu fram um miklar launahækkanir þingmanna umfram launaþróun almennings.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, spurði Bjarna á Alþingi í gær út í afstöðu hans til áhrifa mikilla kjarabóta þingmanna og ráðherra umfram almennan launamarkað og hvort Bjarni myndi styðja að miklar hækkanir á þingfararkaupi yrðu minnkaðar og aðlagaðar að almennri launaþróun frá 2013, en Píratar hafa lagt fram frumvarp þess efnis.

Laun þingmanna voru hækkuð um tæp 45 prósent á kjördag, 29. október síðastliðinn, upp í rúma 1,1 milljón króna á mánuði. Árið 2013 voru grunnlaun þingmanna 630 þúsund krónur og hafa þau því hækkað um 75 prósent á fjórum árum. Á sama tíma, frá 2013 til haustsins 2016, hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um tæp 29 prósent.

Ráðherrar hækkuðu í launum um tæpa hálfa milljón. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fékk sambærilega launahækkun, en skoraði á Alþingi að vinda ofan af launahækkuninni og gaf mismuninn til góðgerðamála.

Kjararáð skipað af þinginu

Ákvörðun um hækkun launa þingmanna tók kjararáð. Þrír af fimm meðlimum kjararáðs eru skipaðir af Alþingi og sá fjórði af fjármálaráðherra, sem þá var Bjarni Benediktsson. En Bjarni telur að ekki eigi að ræða launakjör þingmanna á Alþingi.

„Mér finnst alveg gersamlega óþolandi að þurfa að taka umræðu um það hver kjör þingmanna eigi að vera eða ráðherra ef því er að skipta. Mér finnst rétt að um þau mál eigi að búa með lögum og fela þriðja aðila að leiða það til lykta. Umræðan um það hvort sá þriðji aðili, sem í dag heitir kjararáð ... hafi staðið sig í stykkinu eða ekki ...  það verða eflaust uppi ólík sjónarmið um það endalaust. Og viðmiðunarpunkturinn er valinn eftir því sem hentar hverju sinni. Ég tek eftir því að hæstvirtur þingmaður er í 2013-liðinu.“ 

Jón Þór sagði 70 prósent kjarasamninga, sem væru að losna, miðuðu við 2013, og því væri miðað við það ár. Bjarni taldi aðkomu Alþingis lokið með því að forsætisnefnd þingsins ákvað að leggja til að lækka starfstengdar endurgreiðslur um rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði. Þingmenn fá minnst rúmlega 170 þúsund krónur í endurgreiðslur af ferðakostnaði og fleiru, eins og staðan er nú.

Læknar tóku skurðstofur í gíslingu

„Það er skýrt skref, það er óumdeilanlega verið að lækka kjör þeirra sem hér eru vegna deilunnar um niðurstöðu kjararáðs. Þetta er bara svona,“ sagði Bjarni. 

Ef rúmlega 100 þúsund króna skerðing á skattfrjálsum endurgreiðslum til þingmanna er tekin inn í myndina til lækkunar hafa laun þingmanna engu að síður hækkað um meira en helming frá 2013. Þess ber þó að geta að endurgreiðslur á starfstengdum kostnaði þingmanna voru hækkaðar úr 66.400 krónum árið 2008 í 90.363 krónur 2016.

Bjarni fullyrti ranglega á Alþingi í gær að allir sem heyrðu undir Alþingi hefðu fengið 15 prósent skerðingu, en kjaraskerðing þingmanna var hins vegar helmingur þess. Bjarni rökstuddi einnig að laun þingmanna hafi lækkað eftir bankahrunið, sem varð 2008. Þingfararkaup var lækkað um 7,5 prósent 1. janúar 2009. Þá voru laun ráðherra skert um 14 til 15 prósent. Ákvörðunina tók kjararáð í kjölfar þess að þingmenn settu lög þess efnis að laun þeirra skyldu skert í viðbragði við stöðunni í efnahagsmálum. 

Hann beindi orðum sínum til Jóns Þórs. „Það sem stendur eiginlega út af í málflutningi hæstvirts þingmanns er hvað eigi að gera við tímabilið frá 2009 til 2013 þegar allir þeir sem heyrðu undir kjararáð fengu 15% launalækkun og síðan launafrystingu á sama tíma og bæði almenni og opinberi markaðurinn fóru á flug með talsvert miklum hækkunum. Það er hægt að finna eflaust dæmi um einhverja fámenna hópa sem fengu minna en aðrir en þessir hópar þróuðust svona. Ég vek athygli á því að það þurfti ekkert kjararáð og úrskurð frá því til þess að læknar tækju hér skurðstofur í gíslingu. Það þurfti heldur ekkert kjararáð eða úrskurði frá því til þess að loka hér skólastofum í marga mánuði. Ég hef enga trú á því að það fáist einhver sanngirni í þessa umræðu eins og vinnumarkaðsmódelið er í dag. Það er einfaldlega mölbrotið.“

„Það er einfaldlega mölbrotið.“

Þingfararkaup var ekki fryst frá 2009 til 2013. Þannig var launalækkun þingmanna og ráðherra afturkölluð 1. október 2011. Laun þeirra sem heyrðu undir kjararáð voru síðan almennt hækkuð um 4,9 prósent 1. júní 2011, 3,5 prósent til samræmis við almenna hækkun 1. mars árið 2012 og 3,25 prósent 1. mars 2013.

Bjarni varaði við launahækkunum almennings

Fyrir rúmum tveimur mánuðum varaði Bjarni við hættu þess að almenningur færi fram á miklar kjarabætur. Hann hvatti fólk til að kunna sér hóf. „Ef maður skoðar stöðuna heilt yfir þá er í raun og veru hægt að segja að við höfum aldrei haft það jafn gott eins og í dag. Það er við þær aðstæður sem fólk segir: Nei, það þarf að gera svo miklu miklu meira. Þessu er ég bara ósammála. Ég held að það sé varasamt að gera það. Ég held að við gætum með því verið að feta okkur inn á braut sem við höfum áður þrætt, sem er að kunna okkur ekki hóf þegar vel árar. Þá þurfum við aðeins að búa í haginn fyrir framtíðina, fyrir erfiðari tíma. Mín skoðun er sú að mestu hættumerkin hvað varðar óstöðugleika séu þróun gengisins, annars vegar og hins vegar, staðan á vinnumarkaði. Að það sé friður á vinnumarkaði.“

Bæði samtök atvinnurekenda og samtök launþega hafa ályktað um að miklar launahækkanir þingmanna og ráðherra skaði komandi kjaraviðræður. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að „forsendubresturinn [sé] augljós“. Ríkissáttasemjari hefur sagt að framundan sé erfitt ár. Innan viku mun forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnurekenda skila niðurstöðum um hvort forsendur kjarasamninga haldi eða hvort þeir opnist, með hættu á langvinnum kjaradeilum og verkföllum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
1

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
3

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
4

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
6

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar
7

Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar

·

Mest deilt

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
1

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
5

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
6

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·

Mest deilt

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
1

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
5

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
6

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·

Mest lesið í vikunni

Ég er ekki með sjúkdóm
1

Ég er ekki með sjúkdóm

·
„Samfélagið trúði okkur ekki“
2

„Samfélagið trúði okkur ekki“

·
Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
3

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
5

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hatarakynslóðin
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Hatarakynslóðin

·

Mest lesið í vikunni

Ég er ekki með sjúkdóm
1

Ég er ekki með sjúkdóm

·
„Samfélagið trúði okkur ekki“
2

„Samfélagið trúði okkur ekki“

·
Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
3

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
5

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hatarakynslóðin
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Hatarakynslóðin

·

Nýtt á Stundinni

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·
Villimennirnir

Hans Hansen

Villimennirnir

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Fátækt fólk

Illugi Jökulsson

Fátækt fólk

·
Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins

Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·