Flugþjónar fordæma aðgerðir Icelandair: „Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga“
Verkföll eru yfirvofandi eftir að Icelandair sleit viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og sagði upp öllum flugþjónum.
Fréttir
Forstjóri Icelandair segir flugfreyjur hafna „lokatilboði Icelandair“: „Skoða alla kosti í stöðunni“
Saminganefnd flugfreyja hefur efasemdir um að rétt sé að Icelandair hafi ekki átt í samræðum við önnur stéttarfélög um störf flugfreyja. ASÍ segir Icelandair að hafa í huga að sambandið geti veitt flugfreyjum stuðning með samúðarverkföllum.
FréttirCovid-19
Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir „fullkomið skilningsleysi“ hjá flugþjónum
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir flugþjóna kjósa frekar engin laun en skert laun. Ekki sé hægt að setja peninga í flugfélag með hærri kostnað en samkeppnisaðilar.
Forstjóri Icelandair segir flugþjóna hafa hafnað lokatilboði, en forseti ASÍ segir framgöngu fyrirtækisins með ólíkindum.
Pistill
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Fordæmalaus sigling með Titanic?
Stjórnvöld hafa skrúfað frá risastórum krana sem spýtir peningum í fyrirtækin á sama tíma og við höfum reynt að standa saman andspænis hættulegum sjúkdómi. Þetta eru aðstæður sem skapa traust á ráðamönnum en þeir virðast ekki ætla að rísa undir því.
Myndir
Börnin í verkfallinu
Leikskólabörn í Reykjavík borða hádegismat á bílastæðum og eru í pössun hjá afa og ömmu. Foreldrar komast ekki til vinnu nema endrum og sinnum og álag eykst á fjölskyldur með hverjum deginum sem líður í kjaaradeilum Eflingar og Reykjavíkurborgar.
Fréttir
Sólveig Anna setur skilyrði fyrir fundi með Degi
Borgarstjóri og formaður Eflingar standa í skeytasendingum á Facebook. Dagur B. Eggertsson vill hitta Sólveigu Önnu Jónsdóttur á fundi. Hún er tilbúin til þess að uppfylltum skilyrðum.
Fréttir
Borgarstjóri svaraði ekki tilboði Eflingar
Efling vildi staðfestingu á tilboði um hækkun grunnlauna gegn því að fresta verkfalli í tvo daga. Ekkert slíkt svar barst Eflingu frá Degi B. Eggertssyni og verkfall heldur því áfram eins og verið hefur.
Fréttir
Efling býður frestun á verkfalli
Fer fram á að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfesti tilboð um hækkun grunnlauna í staðinn. Borgarstjóri hafði ekki skoðað tilboðið klukkan hálf tólf en það rennur út klukkan fjögur.
Fréttir
Þetta eru kröfur Eflingar og viðbrögð Reykjavíkurborgar
Samninganefnd Reykjavíkurborgar svaraði síðasta tilboði Eflingar í kjaradeilunni engu. Engar tillögur eru komnar fram hjá borginni um hvernig skuli brugðist við kröfu um hækkun grunnlauna fyrir um 1.000 manns innan Eflingar.
„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
Oddný Ófeigsdóttir er 36 ára gömul, vinnur við umönnun hjá Reykjavíkurborg og býr hjá móður sinni sem hún deilir kostnaði með. Hún segir að skjólstæðingar hennar þoli ekki skerta þjónustu um lengri tíma og undrast sinnuleysi borgarinnar í kjaradeilunni sem nú stendur.
Fréttir
Launin gera fólk háð maka sínum
Thelma Björk fær 20 þúsund krónum meira útborgað en hún þarf að borga í leigu á mánuði. Henni þætti ekki ósanngjarnt að útborguð laun hennar myndu tvöfaldast.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.