Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar

At­kvæða­greiðsla um verk­bann á fé­lags­menn Efl­ing­ar hefst í dag og lýk­ur á há­degi á morg­un. Verk­föll Efl­ing­ar eru haf­in að nýju og fleiri hóp­ar inn­an fé­lags­ins ljúka at­kvæða­greiðslu um slík í dag. Við­bú­ið er að áhrif kjara­deil­unn­ar á sam­fé­lag­ið verði gríð­ar­leg á næstu dög­um og vik­um semj­ist ekki.

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar
Verkbann Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur einróma ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar í kjölfar þess að upp úr viðræðum samtakanna við stéttarfélagið slitnaði í gær. 

Atkvæðagreiðsla um verkbannið hefst klukkan 11 í dag og stendur fram á hádegi á morgun. Verði það samþykkt mun verkbannið taka gildi viku eftir að tilkynning um það hefur verið send til Eflingar og sáttasemjara, sem yrði væntanlega á þriðjudag í næstu viku. Um ótímabundið verkbann er að ræða sem stendur þar til samið hefur verið um nýjan kjarasamning. Undanþágur verða veittar frá verkbanninu vegna mikilvægrar samfélagslegrar starfsemi. 

Félagar í Eflingu sem verkbannið nær til sinna ýmsum ófaglærðum störfum víða í samfélaginu. Á meðal þess sem má nefna er byggingarvinna, ræstingar og öryggisgæsla auk þess sem félagsmenn starfa við vinnslu sjávarafurða, vörudreifingu, í mötuneytum og við heimaþjónustu. 

Segja SA hafa siglt viðræðum í strand

Hópar innan Eflingar, hótelstarfsmenn og olíubílstjórar, hófu verkfallsaðgerðir fyrir skemmstu. Þeim var frestað tímabundið á fimmtudag á meðan að settur ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, reyndi að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli deiluaðila. Þær tilraunir sigldu í strand í gær og verkföll hófust að nýju í dag, mánudag. Auk þess ljúka fleiri félagsmenn innan Eflingar atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir í dag, sem eiga þá að hefjast á þriðjudag í næstu viku. Þar er um að ræða fleiri hótelstarfsmenn, starfsmenn ræstingarfyrirtækja og starfsmenn í öryggisgæslu. 

Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gær sagði að Samtök atvinnulífsins hefðu siglt kjaraviðræðum í strand um helgina. „Samtökin reyndust óviljug til að koma til móts við Eflingu, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða aðlaganir innan þess ramma sem þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög. Gangur var í viðræðum um tíma á föstudag og laugardag, en í dag sunnudag var blaðinu snúið við. Jafnframt gengu Samtökin á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samtökin höfðu lofað því að slíkar viðræður færu fram meðan verkfallsaðgerðum yrði frestað. Samkomulag þessa efnis lá fyrir.“

Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun þegar þessi niðurstaða lá fyrir: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.”

Munu lama samfélagið

Í tilkynningu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að um­svifa­mik­il verk­föll Efl­ing­ar muni lama ís­lenskt sam­fé­lag að stór­um hluta og valda gríðarleg­um kostnaði. „Verk­bann er neyðarúr­ræði at­vinnu­rek­anda í vinnu­deil­um til að bregðast við verk­föll­um og er ætlað að lág­marka það tjón sem fyr­ir­tæki verða fyr­ir vegna aðgerða Efl­ing­ar. Verk­bann er sam­bæri­legt verk­falli og þýðir að fé­lags­fólk Efl­ing­ar mæt­ir ekki til starfa og launa­greiðslur falla niður. Í stað þess að Efl­ing lami starf­semi til­tek­inna fyr­ir­tækja og at­vinnu­greina með verk­föll­um fárra fé­lags­manna munu SA með verk­banni leit­ast við að stjórna fram­kvæmd vinnu­stöðvana og auka þrýst­ing á Efl­ingu að ljúka yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum.“

Þar segir að ófrávíkjanleg krafa Efl­ing­ar um að fá meiri launahækk­an­ir en fólk í sam­bæri­leg­um störf­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins sé óaðgengi­leg. „Sam­tök at­vinnu­lífs­ins geta ekki teygt sig lengra í átt til Efl­ing­ar án þess að koll­varpa þeim kjara­samn­ing­um sem hafa verið gerðir við öll önn­ur stétt­ar­fé­lög á al­menn­um vinnu­markaði en að baki þeim standa tæp­lega 90 prósent starfs­fólks á al­menn­um vinnu­markaði. Það hníga eng­in rök að því að eitt stétt­ar­fé­lag fái langt­um meiri hækk­un á þess­um tíma en önn­ur. Stutt­um kjara­samn­ing­um er ætlað að bregðast við mik­illi verðbólgu og verja kaup­mátt al­menn­ings án þess að valda at­vinnu­leysi og langvar­andi verðbólgu­tím­um á Íslandi, lík­um þeim sem eldri kyn­slóðir muna vel eft­ir.“

Í niðurlagi tilkynningarinnar segir að fresti Efl­ing boðuðum verk­föll­um muni Sam­tök at­vinnu­lífs­ins að sama skapi fresta verk­bannsaðgerðum. 

Unnu í Landsrétti

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í síðasta mánuði. Í henni fólst að láta alla félagsmenn Eflingar kjósa um þá tillögu, sem byggði á þegar gerðum kjarasamningum við önnur stéttarfélög en innihélt afturvirkni sem Samtök atvinnulífsins höfðu sagt að væri ekki lengur á borðinu.

Efling neitaði hins vegar að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá félagsins og réttur félagsins til þess rataði fyrir dómstóla. Fyrir viku síðan komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Efling þyrfti ekki að afhenda kjörskrá sína og sneri þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur.

Aðalsteinn Leifsson ákvað í kjölfarið að víkja sem ríkissáttasemjari í þessari vinnudeilu og Ástráður Haraldsson var skipaður í hans stað.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Í samantektina neðst vantar að Landsréttur hafi ítrekað að kjósa þurfi um miðlunartillöguna, eða eins og Heimildin skrifaði um það 13.feb:
    "Þar kemur einnig fram að ríkissáttasemjari hafi ótvíræðan lögbundinn rétti til að taka ákvörðun um að atkvæðagreiðsla skuli fara fram um miðlunartillögu sem hann hefur sett fram. "

    Af hverju mátti ekki bara kjósa?
    -1
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Það er svo! Athyglisvert en ekki óviðbúið að fólkið með milljónir í mánaðartekjur hafi ekki efni á því að borga lægstlaunaða starfsfólki sínu ofurlítið fleiri krónur á mánuði EN hefur efni á því að verja sig með tugmilljóna kostnaði og óhagræði fyrir samfélagið. Velferðin skal ekki vera fyrir hina fátækustu og fátækt verður að vera til svo ríkidæmið skíni skýrar. Valdamikið og ríkt fólk þyrfti að eiga til skynsemi til að sjá að valdi er hægt að beita öðrum til hagsbóta og samfélagi manna til sátta og hagsældar, ekki eingöngu til einkanota og átroðslu mannlegrar sæmdar. Stjórn samtaka atvinnulífsins treður nú miklar blind- og villigötur. Vitað er að ekki allir atvinnurekendur og rekstraraðilar eru sammála yfirgangi hinna ríkustu. Hvernig væri að þeir sæki í hugrekki sitt og finni leið framhjá hroka SA til að semja við starfsfólk sitt?!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
4
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
5
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
6
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár