Aðili

Halldór Benjamín Þorbergsson

Greinar

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar
Fréttir

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins láta kjósa um verk­bann á um 20 þús­und fé­lags­menn Efl­ing­ar

At­kvæða­greiðsla um verk­bann á fé­lags­menn Efl­ing­ar hefst í dag og lýk­ur á há­degi á morg­un. Verk­föll Efl­ing­ar eru haf­in að nýju og fleiri hóp­ar inn­an fé­lags­ins ljúka at­kvæða­greiðslu um slík í dag. Við­bú­ið er að áhrif kjara­deil­unn­ar á sam­fé­lag­ið verði gríð­ar­leg á næstu dög­um og vik­um semj­ist ekki.
Framkvæmdastjóri SA veitti ótilgreindum aðilum rekstrarráðgjöf áður en og eftir að hann tók við starfinu
Fréttir

Fram­kvæmda­stjóri SA veitti ótil­greind­um að­il­um rekstr­ar­ráð­gjöf áð­ur en og eft­ir að hann tók við starf­inu

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, stofn­aði sam­lags­fé­lag sem veitti rekstr­ar­ráð­gjöf ár­ið 2013, áð­ur en hann tók við starf­inu hjá sam­tök­un­um. Ráð­gjaf­ar­störf hans teygðu sig inn í starf hans hjá SA og fékk hann leyfi til að ljúka verk­efn­um eft­ir að hann var ráð­inn þang­að. Hann vill ekki greina frá tekj­um fé­lags­ins né fyr­ir hverja það starf­aði.
Umhverfisfyrirtæki ársins dreifði plastmengaðri moltu í Krýsuvík: „Öllum geta orðið á mistök“
Fréttir

Um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins dreifði plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík: „Öll­um geta orð­ið á mis­tök“

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins út­nefndu Terra „um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins“. Terra dreifði mörg­um tonn­um af plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík í sum­ar. Van­kunn­átta á eig­in ferl­um var ástæða þess. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir Terra hafa gef­ið sér grein­ar­góð­ar skýr­ing­ar.
Fjársterkar útgerðir fá einnig skattaívilnanir eftir breytingar Alþingis
FréttirCovid-19

Fjár­sterk­ar út­gerð­ir fá einnig skattaí­viln­an­ir eft­ir breyt­ing­ar Al­þing­is

Frum­varp­ið um að­gerð­ir til að bregð­ast við Covid-far­aldr­in­um breytt­ist í með­för­um Al­þing­is, Orða­lag í lög­un­um fel­ur það í sér að fjár­sterk fyr­ir­tæki sem verða fyr­ir tekju­falli geta einnig feng­ið frest á skatt­greiðsl­um jafn­vel þó þau eigi mik­ið fé. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sendu með­al ann­ars um­sögn þar sem bent var á að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki ættu að geta nýtt sér úr­ræð­in.
Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
Fréttir

Sorp­hirðu­fólk með 300 þús­und í grunn­laun

Starfs­fólk sem hef­ur störf í sorp­hirðu hækk­ar laun sín úr rúm­lega 300 þús­und króna taxta í ríf­lega 476 þús­und krón­ur á mán­uði með föst­um yf­ir­vinnu­greiðsl­um og bón­us fyr­ir að sleppa veik­inda­dög­um. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að sorp­hirðu­fólk fái launa­hækk­un upp í 850 þús­und krón­ur á mán­uði með kröf­um Efl­ing­ar.
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
Fréttir

Hall­dór Benja­mín fékk hluta­bréfa­skuld­ir af­skrif­að­ar

Þeg­ar Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, þá­ver­andi starfs­mað­ur Ask­ar Capital og nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri SA, starf­aði hjá móð­ur­fé­lagi bank­ans, Milest­one, fékk hann lán til hluta­bréfa­kaupa sem ekki var greitt til baka. Skuld­ir hans numu tæp­um 30 millj­ón­um og urðu hluta­bréf­in verð­laus í hrun­inu. Hall­dór keypti kröf­urn­ar á fé­lag­ið til baka fyr­ir ótil­greint verð.

Mest lesið undanfarið ár