Viðar hafði ekki heimild stjórnar Eflingar fyrir viðskiptunum við Andra
Í lögfræðiáliti Odds Ástráðssonar fyrir stjórn Eflingar kemur fram að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði ekki heimild til að stofna til viðskipta við Andra Sigurðsson fyrir hönd félagsins árið 2019.
FréttirBaráttan um Eflingu
8
Sólveig Anna vann
B-listinn, sem leiddur var af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sigraði í stjórnarkjöri Eflingar. Sólveig Anna snýr því aftur á formannsstól.
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu
Sólveig Anna fullyrðir að nýr varaforseti ASÍ verði „einn af dyggustu liðsmönnum gömlu verkalýðshreyfingarinnar“
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar og fyrrverandi varaforseti ASÍ, segir að næsti varaforseti verði Halldóra Sveinsdóttir. Með skipun Halldóru muni á ný hefjast vinna við að koma SALEK-samkomulaginu á koppinn og „taka alla lýðræðislega stjórn kjaramála úr höndum launafólks sjálfs“.
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu
Sólveig Anna segir lögfræðing ASÍ lýsa stuðningi við mann sem hafi hótað henni
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, gagnrýnir Magnús M. Norðdahl lögræðing ASÍ harðlega fyrir athugasemd sem hann skrifaði við færslu hjá Tryggva Marteinssyni, sem vikið var úr starfi kjarafulltrúa Eflingar í gær. Umræddur Tryggvi er að sögn Sólveigar Önnu maðurinn sem hótaði að beita hana ofbeldi.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Konan sem fórnaði sér
Sólveig Anna Jónsdóttir er stríðskonan sem láglaunafólk þurfti á að halda eftir að forysta verkalýðsins lagði meiri áherslu á eigin kjarabaráttu en umbjóðenda sinna. Barátta hennar snertir rauða þráðinn í orsakasamhengi margra af helstu vandamálum samfélagsins.
Fréttir
Sólveig Anna segir frá ofbeldishótun starfsmanns
Fráfarandi formaður Eflingar segir starfsmann hafa ætlað sér að gera henni mein. Hún segir að starfsmenn Eflingar „telji mjög brýnt og nauðsynlegt“ að hún „sitji áfram undir óleiðréttum ásökunum“, þótt sama fólk hafi orðið vitni að ofbeldishótun í hennar garð.
ViðtalFramtíðin sem þau vilja
Hlutverk atvinnurekenda að sýna „auðmýkt og sanngirni“
Sólveig Anna Jónsdóttir, segir að staða félagsmanna sé mjög veik. Þar ríki mikið atvinnuleysi og um helmingur hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu síðustu sex mánuði, tæplega helmingur Eflingarkvenna eigi erfitt með að ná endum saman og fjórðungur karla hefur varla tekið sumarfrí í fimm ár. Nú þurfi að hverfa frá grimmri stefnu og innleiða auðmýkt og sanngirni á vinnumarkaði.
Fréttir
Ábyrgðasjóður launa kláraði að greiða fyrir „mistök“
Kröfur 46 fyrrverandi starfsfólks Manna í vinnu hafa verið greiddar af Ábyrgðasjóði launa. Sviðsstjóri réttindasviðs segir að afgreiðsla launakrafnanna hafi verið mannleg mistök er ólöglegur frádráttur blandaðist inn í launakröfur.
Fréttir
Formaður Eflingar segir forsetahjónin þátttakendur í „tryllingslegu gróðabraski“
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón leigja út nýkeypta íbúð sína á 265 þúsund krónur á mánuði. Meðalleiguverð sambærilegra íbúða er 217 þúsund krónur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, spyr hvort forsetahjónin séu föst inni í forréttindabúbblu. Forsetahjónin fengu utanaðkomandi ráðgjöf um markaðsverð.
Fréttir
Sólveig Anna gagnrýnir forstjóra Haga: „Aðför ríkra manna að lífskjörum fátækra kvenna“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Finn Oddsson, forstjóra Haga, ráðast á láglaunafólkið sem skapar hagnað fyrirtækis hans og á það í gegnum lífeyrissjóði. Hagfræðingar segja hækkanir kjarasamninga munu draga úr kaupmætti.
Fréttir
Sólveig Anna segir fyrrum forseta ASÍ hafa rekið láglaunastefnu: „Thanks for nothing, Gylfi“
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ, er gagnrýninn á núverandi forystu verkalýðshreyfingarinnar. Hann vill að stjórnvöld lækki tryggingagjald til að koma til móts við atvinnurekendur. Formaður Eflingar telur hann ekki hafa stutt verkakonur í sinni forsetatíð.
Fréttir
Sólveig Anna: „Mér sárnar að vera kölluð strengjabrúða“
Formaður Eflingar segist hætt því að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera „of viðkvæm“. Hún segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beita andlegu ofbeldi og vill berjast fyrir því að kvenhatandi karlmenn missi völd sín.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.