Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hendurnar á okkur, hvort sem það sé síldin, loðnan eða túristinn. Nú þurfi að einblína á fjölbreyttari tækifæri, bæði í nýsköpun, landbúnaði, grænum störfum og fleira.
Fréttir
Ábyrgðasjóður launa kláraði að greiða fyrir „mistök“
Kröfur 46 fyrrverandi starfsfólks Manna í vinnu hafa verið greiddar af Ábyrgðasjóði launa. Sviðsstjóri réttindasviðs segir að afgreiðsla launakrafnanna hafi verið mannleg mistök er ólöglegur frádráttur blandaðist inn í launakröfur.
Fréttir
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
Viðtal
„Afkomuöryggi er leiðin út úr kreppunni“
Drífa Snædal forseti ASÍ hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði í sviptivindum á vinnumarkaði. Covid-kreppan hefur valdið því að framleiðni hefur dregist saman um hundruð milljarða og útlit er fyrir nokkur hundruð milljarða króna minni framleiðni á næsta ári heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Atvinnuleysi hefur náð hæstu hæðum og mikill þrýstingur hefur verið á launafólk að taka á sig kjara- og réttindaskerðingar. Hún varar við því að stjórnvöld geri mistök út frá hagfræðikenningum atvinnurekenda.
Fréttir
Nýtt stéttarfélag beitir blekkingum og ósannindum
Í lögum Stéttarfélagsins Kóps, sem stofnað var í byrjun árs, er því ranglega haldið fram að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandinu og Sjómannasambandinu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir að verið sé að blekkja fólk. ASÍ varar launafólk við félaginu.
Fréttir
Húsnæðisliðurinn verði ekki tekinn úr verðtryggingunni
Fjármálaráðherra segir vísitölu til verðtryggingar haldast óbreytta að ósk verkalýðshreyfingarinnar. Forseti ASÍ segir enga stefnubreytingu hafa orðið. Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar var kynnt í tengslum við kjarasamninga fyrir rúmu ári en hefur ekki verið lagt fram.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“
Forseti Alþýðusambands Íslands, Drífa Snædal, segir að veitingastaðurinn Messinn þurfi að svara fyrir ýmislegt gagnvart starfsfólki sínu og hvetur starfsmenn til að leita eftir stuðningi stéttarfélags.
FréttirCovid-19
Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir „fullkomið skilningsleysi“ hjá flugþjónum
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir flugþjóna kjósa frekar engin laun en skert laun. Ekki sé hægt að setja peninga í flugfélag með hærri kostnað en samkeppnisaðilar.
Forstjóri Icelandair segir flugþjóna hafa hafnað lokatilboði, en forseti ASÍ segir framgöngu fyrirtækisins með ólíkindum.
FréttirCovid-19
Ábending barst um að hótel hefði látið starfsmann undirrita uppsagnarbréf aftur í tímann
Alþýðusambandi Íslands barst ábending um að starfsmanni hótels á Suðurlandi hafi verið gert að undirrita uppsagnarbréf sem var dagsett aftur í tímann. Hótelstjórinn neitar þessu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur rætt um ætluð brot á réttndum starfsfólks í kjölfar COVID.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
Menn í vinnu fóru í mál við sérfræðing ASÍ í vinnustaðaeftirliti vegna ummæla sem hún lét falla í fréttum Stöðvar 2. Tvenn ummæli voru dæmd dauð og ómerk, en ummæli um nauðungarvinnu og þrælahald fyrirtækisins voru talin í lagi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ber fullt traust til starfsmanna vinnustaðaeftirlits sambandsins.
FréttirÞriðji orkupakkinn
„ESB verður að breyta um kúrs í málum er varða grunnþjónustu og orku“
Andstaða ASÍ við innleiðingu þriðja orkupakkans stafar ekki af neinum sérstökum ákvæðum sem þar er að finna heldur snýst hún um orkustefnu ESB í heild og markaðshyggju sambandsins.
FréttirÞriðji orkupakkinn
ASÍ leggst gegn orkupakkanum: „Feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna“
Alþýðusamband Íslands tekur afdráttarlausa afstöðu gegn innleiðingu þriðja orkupakkans.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.